Gera kröfu vegna Wikileaks styrkja en engar tekjur í bókhaldi Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 19:09 Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna 10,3 milljarða króna skaðabótakröfu, eins og við greindum frá í fréttum okkar á föstudag. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors sagði sæta undrun að fyrirtæki sem hefðu engar tekjur gætu gert skaðabótakröfur sem hlypu á milljörðum króna. „Það er mjög merkilegt að félög sem hafa aldrei haft neinar tekjur, janvel ekki þegar gáttirnar voru opnar, hafi orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ sagði Sigurður. Ef ársreikningar Datacell eru skoðaðir sést að fyritækið hafði engar tekjur árið 2011, engar tekjur árið 2012 og engar tekjur á árinu 2013, sem er síðasti birti ársreikningur fyrirtækisins. Síðasti birti ársreikningur Sunshine Press Productions, sem er sagt annast rekstur Wikileaks, var frá árinu 2011 en þar er heldur engum tekjum til að dreifa. Ekki einu sinni fyrir það tímabil sem greiðslugáttin hjá Valitor var opin. Útreikningur félaganna á ætluðu tjóni var byggður á ætluðum tekjumissi vegna straums styrktarfjár til Wikileaks. Í ljósi þess að engra tekna er til að dreifa vegna söfnunar styrktarfjárins er eðlilegt að spyrja, hvert fóru peningarnir sem runnu til Wikileaks? Andreas Fink, eini eigandi Datacell, sagði í samtali við Stöð 2 að styrktarfé hafi runnið til Sunshine Press Productions. Engar tekjur eru hins vegar í ársreikningi þess fyrirtækis heldur, eins og áður segir. Hann sagðist ekki vita hvers vegna ekki væru tilgreindar tekjur í ársreikningnum. Tengdar fréttir Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54 Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Sjá meira
Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna 10,3 milljarða króna skaðabótakröfu, eins og við greindum frá í fréttum okkar á föstudag. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors sagði sæta undrun að fyrirtæki sem hefðu engar tekjur gætu gert skaðabótakröfur sem hlypu á milljörðum króna. „Það er mjög merkilegt að félög sem hafa aldrei haft neinar tekjur, janvel ekki þegar gáttirnar voru opnar, hafi orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ sagði Sigurður. Ef ársreikningar Datacell eru skoðaðir sést að fyritækið hafði engar tekjur árið 2011, engar tekjur árið 2012 og engar tekjur á árinu 2013, sem er síðasti birti ársreikningur fyrirtækisins. Síðasti birti ársreikningur Sunshine Press Productions, sem er sagt annast rekstur Wikileaks, var frá árinu 2011 en þar er heldur engum tekjum til að dreifa. Ekki einu sinni fyrir það tímabil sem greiðslugáttin hjá Valitor var opin. Útreikningur félaganna á ætluðu tjóni var byggður á ætluðum tekjumissi vegna straums styrktarfjár til Wikileaks. Í ljósi þess að engra tekna er til að dreifa vegna söfnunar styrktarfjárins er eðlilegt að spyrja, hvert fóru peningarnir sem runnu til Wikileaks? Andreas Fink, eini eigandi Datacell, sagði í samtali við Stöð 2 að styrktarfé hafi runnið til Sunshine Press Productions. Engar tekjur eru hins vegar í ársreikningi þess fyrirtækis heldur, eins og áður segir. Hann sagðist ekki vita hvers vegna ekki væru tilgreindar tekjur í ársreikningnum.
Tengdar fréttir Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54 Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Sjá meira
Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54
Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55
Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45
„Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57