Gera kröfu vegna Wikileaks styrkja en engar tekjur í bókhaldi Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 19:09 Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna 10,3 milljarða króna skaðabótakröfu, eins og við greindum frá í fréttum okkar á föstudag. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors sagði sæta undrun að fyrirtæki sem hefðu engar tekjur gætu gert skaðabótakröfur sem hlypu á milljörðum króna. „Það er mjög merkilegt að félög sem hafa aldrei haft neinar tekjur, janvel ekki þegar gáttirnar voru opnar, hafi orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ sagði Sigurður. Ef ársreikningar Datacell eru skoðaðir sést að fyritækið hafði engar tekjur árið 2011, engar tekjur árið 2012 og engar tekjur á árinu 2013, sem er síðasti birti ársreikningur fyrirtækisins. Síðasti birti ársreikningur Sunshine Press Productions, sem er sagt annast rekstur Wikileaks, var frá árinu 2011 en þar er heldur engum tekjum til að dreifa. Ekki einu sinni fyrir það tímabil sem greiðslugáttin hjá Valitor var opin. Útreikningur félaganna á ætluðu tjóni var byggður á ætluðum tekjumissi vegna straums styrktarfjár til Wikileaks. Í ljósi þess að engra tekna er til að dreifa vegna söfnunar styrktarfjárins er eðlilegt að spyrja, hvert fóru peningarnir sem runnu til Wikileaks? Andreas Fink, eini eigandi Datacell, sagði í samtali við Stöð 2 að styrktarfé hafi runnið til Sunshine Press Productions. Engar tekjur eru hins vegar í ársreikningi þess fyrirtækis heldur, eins og áður segir. Hann sagðist ekki vita hvers vegna ekki væru tilgreindar tekjur í ársreikningnum. Tengdar fréttir Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54 Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna 10,3 milljarða króna skaðabótakröfu, eins og við greindum frá í fréttum okkar á föstudag. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors sagði sæta undrun að fyrirtæki sem hefðu engar tekjur gætu gert skaðabótakröfur sem hlypu á milljörðum króna. „Það er mjög merkilegt að félög sem hafa aldrei haft neinar tekjur, janvel ekki þegar gáttirnar voru opnar, hafi orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ sagði Sigurður. Ef ársreikningar Datacell eru skoðaðir sést að fyritækið hafði engar tekjur árið 2011, engar tekjur árið 2012 og engar tekjur á árinu 2013, sem er síðasti birti ársreikningur fyrirtækisins. Síðasti birti ársreikningur Sunshine Press Productions, sem er sagt annast rekstur Wikileaks, var frá árinu 2011 en þar er heldur engum tekjum til að dreifa. Ekki einu sinni fyrir það tímabil sem greiðslugáttin hjá Valitor var opin. Útreikningur félaganna á ætluðu tjóni var byggður á ætluðum tekjumissi vegna straums styrktarfjár til Wikileaks. Í ljósi þess að engra tekna er til að dreifa vegna söfnunar styrktarfjárins er eðlilegt að spyrja, hvert fóru peningarnir sem runnu til Wikileaks? Andreas Fink, eini eigandi Datacell, sagði í samtali við Stöð 2 að styrktarfé hafi runnið til Sunshine Press Productions. Engar tekjur eru hins vegar í ársreikningi þess fyrirtækis heldur, eins og áður segir. Hann sagðist ekki vita hvers vegna ekki væru tilgreindar tekjur í ársreikningnum.
Tengdar fréttir Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54 Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54
Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55
Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45
„Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57