Gera kröfu vegna Wikileaks styrkja en engar tekjur í bókhaldi Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 19:09 Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna 10,3 milljarða króna skaðabótakröfu, eins og við greindum frá í fréttum okkar á föstudag. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors sagði sæta undrun að fyrirtæki sem hefðu engar tekjur gætu gert skaðabótakröfur sem hlypu á milljörðum króna. „Það er mjög merkilegt að félög sem hafa aldrei haft neinar tekjur, janvel ekki þegar gáttirnar voru opnar, hafi orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ sagði Sigurður. Ef ársreikningar Datacell eru skoðaðir sést að fyritækið hafði engar tekjur árið 2011, engar tekjur árið 2012 og engar tekjur á árinu 2013, sem er síðasti birti ársreikningur fyrirtækisins. Síðasti birti ársreikningur Sunshine Press Productions, sem er sagt annast rekstur Wikileaks, var frá árinu 2011 en þar er heldur engum tekjum til að dreifa. Ekki einu sinni fyrir það tímabil sem greiðslugáttin hjá Valitor var opin. Útreikningur félaganna á ætluðu tjóni var byggður á ætluðum tekjumissi vegna straums styrktarfjár til Wikileaks. Í ljósi þess að engra tekna er til að dreifa vegna söfnunar styrktarfjárins er eðlilegt að spyrja, hvert fóru peningarnir sem runnu til Wikileaks? Andreas Fink, eini eigandi Datacell, sagði í samtali við Stöð 2 að styrktarfé hafi runnið til Sunshine Press Productions. Engar tekjur eru hins vegar í ársreikningi þess fyrirtækis heldur, eins og áður segir. Hann sagðist ekki vita hvers vegna ekki væru tilgreindar tekjur í ársreikningnum. Tengdar fréttir Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54 Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna 10,3 milljarða króna skaðabótakröfu, eins og við greindum frá í fréttum okkar á föstudag. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors sagði sæta undrun að fyrirtæki sem hefðu engar tekjur gætu gert skaðabótakröfur sem hlypu á milljörðum króna. „Það er mjög merkilegt að félög sem hafa aldrei haft neinar tekjur, janvel ekki þegar gáttirnar voru opnar, hafi orðið fyrir tjóni sem nemur milljörðum,“ sagði Sigurður. Ef ársreikningar Datacell eru skoðaðir sést að fyritækið hafði engar tekjur árið 2011, engar tekjur árið 2012 og engar tekjur á árinu 2013, sem er síðasti birti ársreikningur fyrirtækisins. Síðasti birti ársreikningur Sunshine Press Productions, sem er sagt annast rekstur Wikileaks, var frá árinu 2011 en þar er heldur engum tekjum til að dreifa. Ekki einu sinni fyrir það tímabil sem greiðslugáttin hjá Valitor var opin. Útreikningur félaganna á ætluðu tjóni var byggður á ætluðum tekjumissi vegna straums styrktarfjár til Wikileaks. Í ljósi þess að engra tekna er til að dreifa vegna söfnunar styrktarfjárins er eðlilegt að spyrja, hvert fóru peningarnir sem runnu til Wikileaks? Andreas Fink, eini eigandi Datacell, sagði í samtali við Stöð 2 að styrktarfé hafi runnið til Sunshine Press Productions. Engar tekjur eru hins vegar í ársreikningi þess fyrirtækis heldur, eins og áður segir. Hann sagðist ekki vita hvers vegna ekki væru tilgreindar tekjur í ársreikningnum.
Tengdar fréttir Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54 Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Wikileaks collectors demand bankruptcy for Valitor Two companies, handling the collection of the funding for Wikileaks, have demanded that Valitor, which handles VISA in Iceland, should be made bankrupt due to an unpaid claim for damages, amounting to about 10 billion kronas 18. janúar 2015 21:54
Bankruptcy claims upsets operations at Valitor Sigurður G. Guðjónsson, the lawyer of Valitors, wanted to make Sveinn Andri Sveinsson, the lawyer of Datacell, personally reponsible for the loss Valitor would suffer as a result of the claim for bankruptcy. 19. janúar 2015 16:55
Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45
„Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57