Stórfelld skerðing á ferðafrelsi landsmanna Stefán Þórsson skrifar 4. desember 2015 07:00 Því hefur verið haldið fram af nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, að nýsamþykkt náttúruverndarlög séu fagnaðarefni fyrir Íslendinga, þar sem almannaréttur sé betur tryggður frá fyrri lögum og ferðafrelsi landsmanna sé tryggt. Hvort tveggja er ósatt og eru þessi nýju lög mikil afturför hvað þetta varðar. Nefndarmenn virtu m.a. að vettugi breytingatillögur umhverfisráðuneytisins sem sneru að styrkingu almannaréttarins, bæði hvað varðar umferðarrétt fólks, en einnig hvað varðar tilraunir landeiganda til að rukka ólöglega fyrir aðgang að sínu landi. Ráðuneytið lagði til blátt bann við því, en nefndarmenn Alþingis féllust ekki á það og tóku þar með stöðu með einka-eignarréttinum. Breytingartillögur þessar má finna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Samtök útivistarfélaga (SAMÚT) hafa einnig mótmælt nýjum náttúruverndarlögum og sagt þau vera mikla afturför fyrir ferðafrelsi almennings. Sú mikla sátt sem alþingismenn tala um, er greinilega við alla aðra en hinn almenna Íslending.Takmarkanir og bönn Þar sem náttúruverndarlög kveða á um rétt almennings til farar um eigið land, þá skipta þau höfuðmáli fyrir hinn almenna mann og útivistarfólk. Eitt af því mikilvægasta er réttur fólks til að tjalda eða eiga næturstað, á ferð sinni um landið. Sá réttur hefur ávallt verið tryggður, en með breytingum sem laumað var í gegn rétt fyrir atkvæðagreiðslu á Alþingi af nefndarmönnum umhverfis- og samgöngunefndar, þá hefur þessi forni réttur landsmanna verið stórkostlega skertur. Því er að þakka sveitarstjórnum landeigenda, sem þrýstu á að þessi réttur verði að miklu leyti afnuminn, vegna túrista sem stoppa húsbíla við fáfarna vegi í sveitum landsins. Engin rök eru fyrir þessu banni, nema hagsmunagæsla landeiganda. Það er greinilegt að alþingismenn og stjórnvöld sjá aldrei aðra lausn en að skerða almannarétt, þegar vandamál tengd erlendum ferðamönnum dúkka upp. Nú hefur Íslendingum svo gott sem verið bannað að fara í útilegu. Þó það sé enn heimilt að reisa hefðbundin viðlegutjöld utan tjaldsvæða, þá sofa flestir í tjaldvagni eða fellihýsi nú til dags. Með því að skikka landsmenn á tjaldsvæði á ferð sinni um landið, þá hefur verið tekið risastórt skref afturábak, hvað varðar ferðafrelsi fólks. Fyrir flesta á útilega lítið skylt við það, að vera pakkað inn á troðfullt tjaldsvæði í sínu sumarfríi, eins og rollum í réttum. Þessi ólög sem troðið hefur verið upp á landsmenn, gera það að minningu einni, að geta stoppað á fallegum stað á ferð sinni um landið og átt góða stund með fjölskyldunni í náttúrulegu umhverfi. Íslendingar eru greinilega farnir að vera til trafala í eigin landi og fá nú að gjalda fyrir túrista, sem stundum stoppa á óheppilegum stöðum eða stunda utanvegaakstur í óvitagangi. Það er líka kaldhæðnislegt að utanvegaakstur sé viðtekin venja fyrir bændur og aðra landeigendur, undir því yfirskyni að það séu landbúnaðarstörf. Eins og t.d. að sækja rollur á fjöll árlega á fjórhjólum, eftir að þær hafa nagað síðustu stráin á uppblásnum heiðum og friðlýstum svæðum. Þar má setja náttúruvernd til hliðar. Í upphaflegu lögunum frá 2013 var almannarétturinn styrktur að því leyti, að landeigandi gat ekki lengur bannað umferð fólks um óræktað land í byggð, án þess að færa nokkur rök fyrir því. Fyrir því varð að vera gild ástæða, t.d. verndun eða nýting. Þessu var kippt úr lögunum af nefndarmönnum Alþingis, í fyrrnefndu breytingarferli og má óska landeigendum til hamingju með þennan áfangasigur gegn almannaréttinum.Óhæfir nefndarmenn Nýju náttúruverndarlögin virðast einnig bjóða upp á þann möguleika að stærstur hluti hálendis Íslands verði skilgreindur sem óbyggt víðerni, þar sem allir eiga helst að vera fótgangandi, ef farið yrði eftir lögunum til hins ýtrasta. Það er því erfitt að sjá hvernig allar þessar takmarkanir og bönn samrýmast yfirlýstum markmiðum náttúruverndarlaga, sem eru m.a. að: „auðvelda umgengni og kynni almennings af náttúru landsins og menningarminjum sem henni tengjast og efla þekkingu og fræðslu um náttúruna. Einnig skal tryggja rétt almennings til að fara um landið og njóta náttúrunnar og stuðla þannig að almennri útivist í sátt við náttúruna, landsmönnum til heilsubótar og velsældar.“ Réttast væri að fara eftir lögunum eins og þau voru samþykkt upphaflega 2013, áður en óhæfir nefndarmenn Alþingis breyttu því til hins verra eftir þrýsting frá vælandi landeigendum og sveitarstjórnum. Í öllu tali um endalausa aukningu á túristum, þá vill það gleymast að það býr líka þjóð á þessu landi sem einnig nýtur fegurðar landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram af nefndarmönnum í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, að nýsamþykkt náttúruverndarlög séu fagnaðarefni fyrir Íslendinga, þar sem almannaréttur sé betur tryggður frá fyrri lögum og ferðafrelsi landsmanna sé tryggt. Hvort tveggja er ósatt og eru þessi nýju lög mikil afturför hvað þetta varðar. Nefndarmenn virtu m.a. að vettugi breytingatillögur umhverfisráðuneytisins sem sneru að styrkingu almannaréttarins, bæði hvað varðar umferðarrétt fólks, en einnig hvað varðar tilraunir landeiganda til að rukka ólöglega fyrir aðgang að sínu landi. Ráðuneytið lagði til blátt bann við því, en nefndarmenn Alþingis féllust ekki á það og tóku þar með stöðu með einka-eignarréttinum. Breytingartillögur þessar má finna á heimasíðu umhverfisráðuneytisins. Samtök útivistarfélaga (SAMÚT) hafa einnig mótmælt nýjum náttúruverndarlögum og sagt þau vera mikla afturför fyrir ferðafrelsi almennings. Sú mikla sátt sem alþingismenn tala um, er greinilega við alla aðra en hinn almenna Íslending.Takmarkanir og bönn Þar sem náttúruverndarlög kveða á um rétt almennings til farar um eigið land, þá skipta þau höfuðmáli fyrir hinn almenna mann og útivistarfólk. Eitt af því mikilvægasta er réttur fólks til að tjalda eða eiga næturstað, á ferð sinni um landið. Sá réttur hefur ávallt verið tryggður, en með breytingum sem laumað var í gegn rétt fyrir atkvæðagreiðslu á Alþingi af nefndarmönnum umhverfis- og samgöngunefndar, þá hefur þessi forni réttur landsmanna verið stórkostlega skertur. Því er að þakka sveitarstjórnum landeigenda, sem þrýstu á að þessi réttur verði að miklu leyti afnuminn, vegna túrista sem stoppa húsbíla við fáfarna vegi í sveitum landsins. Engin rök eru fyrir þessu banni, nema hagsmunagæsla landeiganda. Það er greinilegt að alþingismenn og stjórnvöld sjá aldrei aðra lausn en að skerða almannarétt, þegar vandamál tengd erlendum ferðamönnum dúkka upp. Nú hefur Íslendingum svo gott sem verið bannað að fara í útilegu. Þó það sé enn heimilt að reisa hefðbundin viðlegutjöld utan tjaldsvæða, þá sofa flestir í tjaldvagni eða fellihýsi nú til dags. Með því að skikka landsmenn á tjaldsvæði á ferð sinni um landið, þá hefur verið tekið risastórt skref afturábak, hvað varðar ferðafrelsi fólks. Fyrir flesta á útilega lítið skylt við það, að vera pakkað inn á troðfullt tjaldsvæði í sínu sumarfríi, eins og rollum í réttum. Þessi ólög sem troðið hefur verið upp á landsmenn, gera það að minningu einni, að geta stoppað á fallegum stað á ferð sinni um landið og átt góða stund með fjölskyldunni í náttúrulegu umhverfi. Íslendingar eru greinilega farnir að vera til trafala í eigin landi og fá nú að gjalda fyrir túrista, sem stundum stoppa á óheppilegum stöðum eða stunda utanvegaakstur í óvitagangi. Það er líka kaldhæðnislegt að utanvegaakstur sé viðtekin venja fyrir bændur og aðra landeigendur, undir því yfirskyni að það séu landbúnaðarstörf. Eins og t.d. að sækja rollur á fjöll árlega á fjórhjólum, eftir að þær hafa nagað síðustu stráin á uppblásnum heiðum og friðlýstum svæðum. Þar má setja náttúruvernd til hliðar. Í upphaflegu lögunum frá 2013 var almannarétturinn styrktur að því leyti, að landeigandi gat ekki lengur bannað umferð fólks um óræktað land í byggð, án þess að færa nokkur rök fyrir því. Fyrir því varð að vera gild ástæða, t.d. verndun eða nýting. Þessu var kippt úr lögunum af nefndarmönnum Alþingis, í fyrrnefndu breytingarferli og má óska landeigendum til hamingju með þennan áfangasigur gegn almannaréttinum.Óhæfir nefndarmenn Nýju náttúruverndarlögin virðast einnig bjóða upp á þann möguleika að stærstur hluti hálendis Íslands verði skilgreindur sem óbyggt víðerni, þar sem allir eiga helst að vera fótgangandi, ef farið yrði eftir lögunum til hins ýtrasta. Það er því erfitt að sjá hvernig allar þessar takmarkanir og bönn samrýmast yfirlýstum markmiðum náttúruverndarlaga, sem eru m.a. að: „auðvelda umgengni og kynni almennings af náttúru landsins og menningarminjum sem henni tengjast og efla þekkingu og fræðslu um náttúruna. Einnig skal tryggja rétt almennings til að fara um landið og njóta náttúrunnar og stuðla þannig að almennri útivist í sátt við náttúruna, landsmönnum til heilsubótar og velsældar.“ Réttast væri að fara eftir lögunum eins og þau voru samþykkt upphaflega 2013, áður en óhæfir nefndarmenn Alþingis breyttu því til hins verra eftir þrýsting frá vælandi landeigendum og sveitarstjórnum. Í öllu tali um endalausa aukningu á túristum, þá vill það gleymast að það býr líka þjóð á þessu landi sem einnig nýtur fegurðar landsins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun