„Hélt það versta yfirstaðið“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. janúar 2015 07:15 Flestir starfsmannanna störfuðu í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti. vísir/vilhelm 43 starfsmönnum Landsbankans var sagt upp störfum í gær. Þrjátíu þeirra störfuðu í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti og að auki fengu allir starfsmenn útibúsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar uppsagnarbréf. „Þetta eru ömurlegar fréttir ofan á allt það sem á hefur gengið undanfarin fjögur ár,“ segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF). Hann segir að síðan í hruninu hafi fjármálafyrirtæki fækkað starfsfólki um þriðjung eða um ríflega 2.000 manns.Friðbert TraustasonKristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að uppsagnirnar nái til flestra sviða. Aukin áhersla á rafræna afgreiðslu leiði til fækkunar og hagræðingar á sviðum sem áður þörfnuðust starfsfólks. Uppsagnirnar í flugstöðinni séu síðan varúðarráðstöfun þar sem óvíst sé hvort starfsemi bankans haldi áfram þar. „Ég hélt að mesta umrótið væri búið eftir hrunið en svo fær maður fréttir á borð við þetta reiðarslag,“ segir Friðbert. „Það er varla hægt að halda kerfinu gangandi ef fyrirtækin taka upp á því að halda áfram að fækka fólki.“ Hann segir að uppsagnirnar komi auðvitað langverst við þá sem verða fyrir þeim. Nokkrir hafi haft samband við SSF í dag og Friðbert gerir ráð fyrir því að þeim sem það geri muni fjölga á næstu dögum. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
43 starfsmönnum Landsbankans var sagt upp störfum í gær. Þrjátíu þeirra störfuðu í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti og að auki fengu allir starfsmenn útibúsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar uppsagnarbréf. „Þetta eru ömurlegar fréttir ofan á allt það sem á hefur gengið undanfarin fjögur ár,“ segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF). Hann segir að síðan í hruninu hafi fjármálafyrirtæki fækkað starfsfólki um þriðjung eða um ríflega 2.000 manns.Friðbert TraustasonKristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að uppsagnirnar nái til flestra sviða. Aukin áhersla á rafræna afgreiðslu leiði til fækkunar og hagræðingar á sviðum sem áður þörfnuðust starfsfólks. Uppsagnirnar í flugstöðinni séu síðan varúðarráðstöfun þar sem óvíst sé hvort starfsemi bankans haldi áfram þar. „Ég hélt að mesta umrótið væri búið eftir hrunið en svo fær maður fréttir á borð við þetta reiðarslag,“ segir Friðbert. „Það er varla hægt að halda kerfinu gangandi ef fyrirtækin taka upp á því að halda áfram að fækka fólki.“ Hann segir að uppsagnirnar komi auðvitað langverst við þá sem verða fyrir þeim. Nokkrir hafi haft samband við SSF í dag og Friðbert gerir ráð fyrir því að þeim sem það geri muni fjölga á næstu dögum.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira