Lamborghini fjölgaði starfsfólki um 20% í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 14:30 Nýtt starfsfólk Lamborghini á Ítalíu. Það hljómar kannski ekki sem svo há tala að bílaframleiðandi ráði 192 nýja starfsmenn á einu ári, en þar sem þeir bættust við aðeins 983 starfsmenn, þá telst það mikið. Það sem meira er, Lamborghini ætlar að ráða annað eins á þessu ári og ekki hljómar það illa fyrir vinnumarkaðinn á Ítalíu, en þar er gríðarlegt atvinnuleysi, sér í lagi á meðal ungs fólks. Flestir þessara starfsmanna eru tæknifólk og sérfræðingar og flestir þeirra undir 30 ára aldri. Lamborghini hefur fjölgað starfsfólki um 500 manns á síðustu 4 árum og er þetta enn eitt bílamerkið sem heyrir undir Volkswagen sem stækkar ört. Lamborghini seldi 2.530 bíla á nýliðnu ári og sló með því við metsöluárinu 2008 með 100 bílum. Nýr Hurácan, sem brátt fer í sölu, mun vafalaust verða til þess að salan á þessu ári verður talsvert meiri en í fyrra. Lamborghini er einnig með jeppa, sem fengið hefur vinnuheitið Urus, á teikniborðinu og ef eða þegar hann verður að veruleika ættu sölutölurnar að taka enn eitt stórt stökkið. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Það hljómar kannski ekki sem svo há tala að bílaframleiðandi ráði 192 nýja starfsmenn á einu ári, en þar sem þeir bættust við aðeins 983 starfsmenn, þá telst það mikið. Það sem meira er, Lamborghini ætlar að ráða annað eins á þessu ári og ekki hljómar það illa fyrir vinnumarkaðinn á Ítalíu, en þar er gríðarlegt atvinnuleysi, sér í lagi á meðal ungs fólks. Flestir þessara starfsmanna eru tæknifólk og sérfræðingar og flestir þeirra undir 30 ára aldri. Lamborghini hefur fjölgað starfsfólki um 500 manns á síðustu 4 árum og er þetta enn eitt bílamerkið sem heyrir undir Volkswagen sem stækkar ört. Lamborghini seldi 2.530 bíla á nýliðnu ári og sló með því við metsöluárinu 2008 með 100 bílum. Nýr Hurácan, sem brátt fer í sölu, mun vafalaust verða til þess að salan á þessu ári verður talsvert meiri en í fyrra. Lamborghini er einnig með jeppa, sem fengið hefur vinnuheitið Urus, á teikniborðinu og ef eða þegar hann verður að veruleika ættu sölutölurnar að taka enn eitt stórt stökkið.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent