Guðjón Valur: Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun Arnar Björnsson í Katar skrifar 19. janúar 2015 11:45 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Eva Björk Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Þeir eru gríðarlega sterkir. Þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar sem tóku Dani í úrslitaleiknum í fyrra og flengdu þá í úrslitaleiknum. Þeir virðast gera nákvæmlega það sem þarf að gera í leikjum sínum. Þetta er gríðarlega vel mannað lið með frábæra vörn og góða handboltamenn sem er frábært að fá að spila við," sagði Guðjón Valur.Er hægt að leggja mat á það hvort þeir eru sterkari eða slakari núna en áður? „Mér finnst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið. Þeir hafa alltaf spilað sig í gang og eru með reynda leikmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þeir vilja bara komast í bikarkeppnina sem byrjar í 16 liða úrslitunum," sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur getur talað af reynslu en hann er búinn að mæta mörgum af bestu landsliðum heims og það margoft. Hvar eru Frakkarnir? „Á síðustu tíu árum eru þeir númer eitt. Þeirra árangur talar sínu máli og hve jafnir þeir hafa verið. Það eru örfá mót sem þeir hafa ekki náð að komast í undanúrslit þannig að maður getur nú veitt þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. En það breytir því ekki að við viljum vinna leikinn á morgun“.Hvernig á að vinna Frakkana? „Það væri betra að lenda ekki sex mörkum undir eftir 10-15 mínútur eins og í síðustu tveimur leikjum. Það er gamla klisjan, við þurfum að stoppa þeirra sóknir, standa vel í vörninni en aðalmálið er að leysa þeirra varnarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að gera en höfum ekki verið að gera nógu vel en gerðum þó vel þegar leið á leikinn í gær. Vonandi er tröppugangur í þessu hjá okkur og að leikur okkar batni þegar á líður. Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun," sagði Guðjón Valur.Daniel Narcisse hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjum Frakka sem eru auk þess án hins frábæra hornamanns Luc Abalo. Veikir það liðið? „Já í rauninni gerir það það, þetta eru tveir frábærir handboltamenn og klárlega veikir það liðið. En það er ekki eins og þeir komi inn með einhverja aukvisa. Við förum ekki að vanmeta þá þó svo að það vanti þessa leikmenn. Það er nóg af góðum leikmönnum þarna fyrir," sagði Guðjón Valur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Þeir eru gríðarlega sterkir. Þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar sem tóku Dani í úrslitaleiknum í fyrra og flengdu þá í úrslitaleiknum. Þeir virðast gera nákvæmlega það sem þarf að gera í leikjum sínum. Þetta er gríðarlega vel mannað lið með frábæra vörn og góða handboltamenn sem er frábært að fá að spila við," sagði Guðjón Valur.Er hægt að leggja mat á það hvort þeir eru sterkari eða slakari núna en áður? „Mér finnst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið. Þeir hafa alltaf spilað sig í gang og eru með reynda leikmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þeir vilja bara komast í bikarkeppnina sem byrjar í 16 liða úrslitunum," sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur getur talað af reynslu en hann er búinn að mæta mörgum af bestu landsliðum heims og það margoft. Hvar eru Frakkarnir? „Á síðustu tíu árum eru þeir númer eitt. Þeirra árangur talar sínu máli og hve jafnir þeir hafa verið. Það eru örfá mót sem þeir hafa ekki náð að komast í undanúrslit þannig að maður getur nú veitt þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. En það breytir því ekki að við viljum vinna leikinn á morgun“.Hvernig á að vinna Frakkana? „Það væri betra að lenda ekki sex mörkum undir eftir 10-15 mínútur eins og í síðustu tveimur leikjum. Það er gamla klisjan, við þurfum að stoppa þeirra sóknir, standa vel í vörninni en aðalmálið er að leysa þeirra varnarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að gera en höfum ekki verið að gera nógu vel en gerðum þó vel þegar leið á leikinn í gær. Vonandi er tröppugangur í þessu hjá okkur og að leikur okkar batni þegar á líður. Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun," sagði Guðjón Valur.Daniel Narcisse hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjum Frakka sem eru auk þess án hins frábæra hornamanns Luc Abalo. Veikir það liðið? „Já í rauninni gerir það það, þetta eru tveir frábærir handboltamenn og klárlega veikir það liðið. En það er ekki eins og þeir komi inn með einhverja aukvisa. Við förum ekki að vanmeta þá þó svo að það vanti þessa leikmenn. Það er nóg af góðum leikmönnum þarna fyrir," sagði Guðjón Valur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira