Guðjón Valur: Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun Arnar Björnsson í Katar skrifar 19. janúar 2015 11:45 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Eva Björk Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Þeir eru gríðarlega sterkir. Þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar sem tóku Dani í úrslitaleiknum í fyrra og flengdu þá í úrslitaleiknum. Þeir virðast gera nákvæmlega það sem þarf að gera í leikjum sínum. Þetta er gríðarlega vel mannað lið með frábæra vörn og góða handboltamenn sem er frábært að fá að spila við," sagði Guðjón Valur.Er hægt að leggja mat á það hvort þeir eru sterkari eða slakari núna en áður? „Mér finnst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið. Þeir hafa alltaf spilað sig í gang og eru með reynda leikmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þeir vilja bara komast í bikarkeppnina sem byrjar í 16 liða úrslitunum," sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur getur talað af reynslu en hann er búinn að mæta mörgum af bestu landsliðum heims og það margoft. Hvar eru Frakkarnir? „Á síðustu tíu árum eru þeir númer eitt. Þeirra árangur talar sínu máli og hve jafnir þeir hafa verið. Það eru örfá mót sem þeir hafa ekki náð að komast í undanúrslit þannig að maður getur nú veitt þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. En það breytir því ekki að við viljum vinna leikinn á morgun“.Hvernig á að vinna Frakkana? „Það væri betra að lenda ekki sex mörkum undir eftir 10-15 mínútur eins og í síðustu tveimur leikjum. Það er gamla klisjan, við þurfum að stoppa þeirra sóknir, standa vel í vörninni en aðalmálið er að leysa þeirra varnarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að gera en höfum ekki verið að gera nógu vel en gerðum þó vel þegar leið á leikinn í gær. Vonandi er tröppugangur í þessu hjá okkur og að leikur okkar batni þegar á líður. Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun," sagði Guðjón Valur.Daniel Narcisse hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjum Frakka sem eru auk þess án hins frábæra hornamanns Luc Abalo. Veikir það liðið? „Já í rauninni gerir það það, þetta eru tveir frábærir handboltamenn og klárlega veikir það liðið. En það er ekki eins og þeir komi inn með einhverja aukvisa. Við förum ekki að vanmeta þá þó svo að það vanti þessa leikmenn. Það er nóg af góðum leikmönnum þarna fyrir," sagði Guðjón Valur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Þeir eru gríðarlega sterkir. Þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar sem tóku Dani í úrslitaleiknum í fyrra og flengdu þá í úrslitaleiknum. Þeir virðast gera nákvæmlega það sem þarf að gera í leikjum sínum. Þetta er gríðarlega vel mannað lið með frábæra vörn og góða handboltamenn sem er frábært að fá að spila við," sagði Guðjón Valur.Er hægt að leggja mat á það hvort þeir eru sterkari eða slakari núna en áður? „Mér finnst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið. Þeir hafa alltaf spilað sig í gang og eru með reynda leikmenn sem vita um hvað þetta snýst. Þeir vilja bara komast í bikarkeppnina sem byrjar í 16 liða úrslitunum," sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur getur talað af reynslu en hann er búinn að mæta mörgum af bestu landsliðum heims og það margoft. Hvar eru Frakkarnir? „Á síðustu tíu árum eru þeir númer eitt. Þeirra árangur talar sínu máli og hve jafnir þeir hafa verið. Það eru örfá mót sem þeir hafa ekki náð að komast í undanúrslit þannig að maður getur nú veitt þeim þá virðingu sem þeir eiga skilið. En það breytir því ekki að við viljum vinna leikinn á morgun“.Hvernig á að vinna Frakkana? „Það væri betra að lenda ekki sex mörkum undir eftir 10-15 mínútur eins og í síðustu tveimur leikjum. Það er gamla klisjan, við þurfum að stoppa þeirra sóknir, standa vel í vörninni en aðalmálið er að leysa þeirra varnarleik. Það er eitthvað sem við þurfum að gera en höfum ekki verið að gera nógu vel en gerðum þó vel þegar leið á leikinn í gær. Vonandi er tröppugangur í þessu hjá okkur og að leikur okkar batni þegar á líður. Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun," sagði Guðjón Valur.Daniel Narcisse hefur ekki verið á leikskýrslu í tveimur fyrstu leikjum Frakka sem eru auk þess án hins frábæra hornamanns Luc Abalo. Veikir það liðið? „Já í rauninni gerir það það, þetta eru tveir frábærir handboltamenn og klárlega veikir það liðið. En það er ekki eins og þeir komi inn með einhverja aukvisa. Við förum ekki að vanmeta þá þó svo að það vanti þessa leikmenn. Það er nóg af góðum leikmönnum þarna fyrir," sagði Guðjón Valur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira