Grunnskólarokkarar ætla sér stóra hluti í tónlistinni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. apríl 2015 09:45 Albert til vinstri, Þórarinn fyrir miðju og Ásþór lengst til hægri. „Við ætlum okkur að taka tónlistarferilinn af alvöru,“ segir Ásþór Loki Rúnarsson, hinn sextán ára aldursforseti sveitarinnar Meistarar dauðans. Með honum í sveitinni er yngri bróðir hans, Þórarinn Þeyr Rúnarsson, sem spilar á trommur, og Albert Elías Arason, sem spilar á bassa. Þórarinn er 11 ára og Albert 15 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hafa strákarnir vakið athygli fyrir skemmtilega rokktónlist og eiga tilbúna plötu sem þarf að taka upp. „Til þess að geta staðið straum af kostnaði við upptökur og vinnslu höfum við farið af stað með söfnun í gegnum Karolinafund, þar sem fólk getur forpantað plötuna,“ útskýrir Ásþór og bætir við ábyrgur í rómi: „En við viljum taka það fram að ef ekki tekst að safna að fullu fyrir plötunni fá allir endurgreitt.“ Strákarnir halda einnig úti Facebook-síðu, þar sem aðdáendur geta fylgst með sveitinni.Á samfés Hér má sjá sveitina troða upp á Samfestingi, Samfésballinu. Ásþór er þarna með gítarinn.Gaman að vera með litla bróður í sveit Ásþór segir að það styrki bara bræðraböndin að vera með litla bróður sínum í hljómsveit. „Ég held að margir telji það erfiðara en það er í raun að vera með litla bróður sínum í sveit. Mér finnst það efla samheldnina hjá sveitinni að við séum bræður og við hjálpumst betur að sem bræður.“ Upphaf sveitarinnar má rekja til heimsóknar þeirra bræðra til Alberts bassaleikara. „Pabbar okkar voru saman í hljómsveit og eru góðir vinir. Við vorum í heimsókn hjá Alberti þegar við heyrðum hann djamma á bassann. Fyrst héldum við að þetta væri pabbi hans, sem er mjög góður bassaleikari. En svo föttuðum við að pabbi hans var frammi og þá rann upp fyrir okkur að Albert var svona rosalegur á bassann. Þá kviknaði hugmyndin að því að stofna hljómsveit.“Tvíræðni í nafninu Ásþór segir að nafnið á sveitinni hafi komið þegar hún skráði sig á Músíktilraunir í fyrsta sinn. „Fyrst var þetta bara vinnuheiti. En svo festist þetta bara við okkur. Nafnið hljómar kannski svolítið ýkt og „desperate“ í fyrstu. En við horfum á tvíræðnina í nafninu og finnst það skemmtilegt,“ útskýrir hann kampakátur. Ásþór segir að lagasmíðarnar séu verkefni liðsheildarinnar, að strákarnir semji lögin sín í sameiningu. „Ég sem alla textana og kem oft með hugmyndir að gítarriffum. Strákarnir bæta svo við og þannig verður þetta að flottri heild.“Æfa reglulega Strákarnir æfa reglulega, að sögn Ásþórs. „Við notum helgarnar í að æfa yfirleitt. Við erum mjög uppteknir á virkum dögum, því við erum allir í tónlistarnámi og fleiru. En við æfum okkur vel hver í sínu lagi, að minnsta kosti í hálftíma á dag.“ Sveitin hefur komið fram víða. Hún spilaði á Samfestingi í ár, reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent, hefur leikið á Músíktilraunum og hlaut Upptaktinn, verðlaun Barnamenningarhátíðar 2013, fyrir lagið Sálfræðingur dauðans. Lagið, sem samið var af sveitinni, var fallega útsett og flutt af klassískri hljómsveit. Jónas Sigurðsson sá svo um sönginn. Sveitin spilar alls kyns rokk að sögn Ásþórs. „Við elskum rokk og ról. En þetta er mjög víðtækt hjá okkur. Spilum þungt og létt rokk í bland. Við erum mikið fyrir hraðan metal og þess háttar. En fyrst og fremst leggjum við mikið upp úr grípandi laglínum og skemmtilegum hljóðfæraleik.“Áhugasamir geta forpantað plötu sveitarinnar í gegnum Karolinafund. Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Sjá meira
„Við ætlum okkur að taka tónlistarferilinn af alvöru,“ segir Ásþór Loki Rúnarsson, hinn sextán ára aldursforseti sveitarinnar Meistarar dauðans. Með honum í sveitinni er yngri bróðir hans, Þórarinn Þeyr Rúnarsson, sem spilar á trommur, og Albert Elías Arason, sem spilar á bassa. Þórarinn er 11 ára og Albert 15 ára. Þrátt fyrir ungan aldur hafa strákarnir vakið athygli fyrir skemmtilega rokktónlist og eiga tilbúna plötu sem þarf að taka upp. „Til þess að geta staðið straum af kostnaði við upptökur og vinnslu höfum við farið af stað með söfnun í gegnum Karolinafund, þar sem fólk getur forpantað plötuna,“ útskýrir Ásþór og bætir við ábyrgur í rómi: „En við viljum taka það fram að ef ekki tekst að safna að fullu fyrir plötunni fá allir endurgreitt.“ Strákarnir halda einnig úti Facebook-síðu, þar sem aðdáendur geta fylgst með sveitinni.Á samfés Hér má sjá sveitina troða upp á Samfestingi, Samfésballinu. Ásþór er þarna með gítarinn.Gaman að vera með litla bróður í sveit Ásþór segir að það styrki bara bræðraböndin að vera með litla bróður sínum í hljómsveit. „Ég held að margir telji það erfiðara en það er í raun að vera með litla bróður sínum í sveit. Mér finnst það efla samheldnina hjá sveitinni að við séum bræður og við hjálpumst betur að sem bræður.“ Upphaf sveitarinnar má rekja til heimsóknar þeirra bræðra til Alberts bassaleikara. „Pabbar okkar voru saman í hljómsveit og eru góðir vinir. Við vorum í heimsókn hjá Alberti þegar við heyrðum hann djamma á bassann. Fyrst héldum við að þetta væri pabbi hans, sem er mjög góður bassaleikari. En svo föttuðum við að pabbi hans var frammi og þá rann upp fyrir okkur að Albert var svona rosalegur á bassann. Þá kviknaði hugmyndin að því að stofna hljómsveit.“Tvíræðni í nafninu Ásþór segir að nafnið á sveitinni hafi komið þegar hún skráði sig á Músíktilraunir í fyrsta sinn. „Fyrst var þetta bara vinnuheiti. En svo festist þetta bara við okkur. Nafnið hljómar kannski svolítið ýkt og „desperate“ í fyrstu. En við horfum á tvíræðnina í nafninu og finnst það skemmtilegt,“ útskýrir hann kampakátur. Ásþór segir að lagasmíðarnar séu verkefni liðsheildarinnar, að strákarnir semji lögin sín í sameiningu. „Ég sem alla textana og kem oft með hugmyndir að gítarriffum. Strákarnir bæta svo við og þannig verður þetta að flottri heild.“Æfa reglulega Strákarnir æfa reglulega, að sögn Ásþórs. „Við notum helgarnar í að æfa yfirleitt. Við erum mjög uppteknir á virkum dögum, því við erum allir í tónlistarnámi og fleiru. En við æfum okkur vel hver í sínu lagi, að minnsta kosti í hálftíma á dag.“ Sveitin hefur komið fram víða. Hún spilaði á Samfestingi í ár, reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent, hefur leikið á Músíktilraunum og hlaut Upptaktinn, verðlaun Barnamenningarhátíðar 2013, fyrir lagið Sálfræðingur dauðans. Lagið, sem samið var af sveitinni, var fallega útsett og flutt af klassískri hljómsveit. Jónas Sigurðsson sá svo um sönginn. Sveitin spilar alls kyns rokk að sögn Ásþórs. „Við elskum rokk og ról. En þetta er mjög víðtækt hjá okkur. Spilum þungt og létt rokk í bland. Við erum mikið fyrir hraðan metal og þess háttar. En fyrst og fremst leggjum við mikið upp úr grípandi laglínum og skemmtilegum hljóðfæraleik.“Áhugasamir geta forpantað plötu sveitarinnar í gegnum Karolinafund.
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning