Grótta náði fjögurra stiga forskoti á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sex marka sigri á FH á heimavelli í dag, 19-13.
FH, sem er í 10. og þriðja neðsta sæti deildarinnar, hélt í við toppliðið í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 7-7. Gróttukonur, sem urðu bikarmeistarar um síðustu helgi, gáfu svo í í seinni hálfleik og lönduðu að lokum sex marka sigri.
Karólína Bæhrenz Lárudóttir og Lovísa Thompson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Gróttu en Ingibjörg Pálmadóttir var markahæst í liði FH með fjögur mörk.
Mörk Gróttu:
Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5, Lovísa Thompson 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2, Arndís María Erlingsdóttir 2, Eva Margrét Kristinsdóttir.
Mörk FH:
Ingibjörg Pálmadóttir 4, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 2, Steinunn Snorradóttir 1, Rakel Sigurðardóttir 1, Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir 1, Rebekka Guðmundsdóttir 1, Sara Kristjánsdóittir 1.
Bikarmeistararnir skiptu um gír í seinni hálfleik
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn



Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti



„Manchester er heima“
Enski boltinn
