Nýr Audi A4 er 120 kg léttari Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 16:30 Ný kynslóð Audi A4. Audi kynnti nýverið nýjan A4 bíl sinn, að fimmtu kynslóð, og fer það ekkert á milli mála að þar fer Audi A4, svo líkur er hann forvera sínum, þó aðeins hafi verið skerpt á línum bílsins. Er það líkt á komið og með Audi Q7 jeppann og Audi R8 sportbílinn. Mesta breytingin við A4 er líklega fólgin í mikið minni vigt bílsins því Audi hefur tekist að létta bílinn umtalsvert, eða um 120 kíló, sem er býsna mikið fyrir ekki stærri bíl. Ennfremur hefur Audi tekist að gera loftmótsstöðu bílsins þá lægsta í þessum flokki, eða aðeins 0,23 cd. Hann ætti því að vera fær um keppni við sína helstu samkeppnisbíla, þ.e. BMW 3-línuna og Mercedes Benz C-Class. Audi A4 mun áfram verða í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í langbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll. Vélarkostirnir í nýja bílnum eru 150 til 272 hestafla bensínvélar og 2,0 og 3,0 lítra dísilvélar sem skarta svo lágri eyðslu sem 3,7 lítrum. Eyðsla vélanna hefur lækkað allt að 21% og aflið aukist um allt að 25%. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent
Audi kynnti nýverið nýjan A4 bíl sinn, að fimmtu kynslóð, og fer það ekkert á milli mála að þar fer Audi A4, svo líkur er hann forvera sínum, þó aðeins hafi verið skerpt á línum bílsins. Er það líkt á komið og með Audi Q7 jeppann og Audi R8 sportbílinn. Mesta breytingin við A4 er líklega fólgin í mikið minni vigt bílsins því Audi hefur tekist að létta bílinn umtalsvert, eða um 120 kíló, sem er býsna mikið fyrir ekki stærri bíl. Ennfremur hefur Audi tekist að gera loftmótsstöðu bílsins þá lægsta í þessum flokki, eða aðeins 0,23 cd. Hann ætti því að vera fær um keppni við sína helstu samkeppnisbíla, þ.e. BMW 3-línuna og Mercedes Benz C-Class. Audi A4 mun áfram verða í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og í langbaksútfærslu og sem „sedan“-bíll. Vélarkostirnir í nýja bílnum eru 150 til 272 hestafla bensínvélar og 2,0 og 3,0 lítra dísilvélar sem skarta svo lágri eyðslu sem 3,7 lítrum. Eyðsla vélanna hefur lækkað allt að 21% og aflið aukist um allt að 25%.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent