Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 13:30 Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað. Til stendur að höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði Skipulagsstofnunar sem var á þá leið að ekki þyrfti að koma til umhverfismat vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials í Hvalfirði. Verður í dómsmálinu gerð krafa um ógildingu þessa úrskurðar á þeirri forsendu að hann sé efnislega rangur auk þess sem að á honum séu verulegir formgallar. Stefnendur í málinu eru m.a. Kjósarhreppur, náttúruverndarsamtök, bændur á svæðinu, auk margra íbúa. Meðal þjóðþekktra einstaklinga sem gagnrýnt hafa framkvæmdina og eiga hagsmuna að gæta á svæðinu eru Bubbi Morthens og Skúli Mogensen.Sjá einnig:„Sterkir bakhjarlar Silicor Materials“„Þetta virðist vera algjört tilraunaverkefni,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. „Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans.“ Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Vilja ekki taka við stefnunni Málflutningsstofa Reykjavíkur heldur utan um málið fyrir fyrrnefnda stefnendur í málinu. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá stofunni, segir áherslu hafa verið lagða á að klára málið á sem skemmstum tíma. Hins vegar vilji enginn taka við stefnunni hér á landi fyrir hönd fyrirtækisins. Advel lögmenn vinna fyrir Silicor Materials Iceland Holding sem er í eigu Silicor Materials. Sigurður Valgeir Guðjónsson, lögmaður hjá Advel, segist ekki hafa umboð til að taka við stefnunni fyrir hönd erlenda fyrirtækisins.Sjá einnig: „Peningar og blinda ráða för“„Ef þeir ætla að stefna einhverju amerísku félagi þurfa þeir að birta forsvarsmönnum fyrirtækisins stefnuna,“ segir Sigurður. Það sé auðvelt með aðstoð stefnuvotta ytra sem hann hafi sjálfur góða reynslu af. Páll Rúnar segir að vilji Sigurður og félagar ekki taka við stefnunni verði þeir vissulega að birta stefnuna fyrir Silicor Materials ytra eftir þarlendum reglum. „Það er ekkert vandamál frá okkur séð en það útilokar flýtimeðferð málsins og tefur það verulega að úrlausn dómstóla fáist.“ Tengdar fréttir Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30 Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Til stendur að höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði Skipulagsstofnunar sem var á þá leið að ekki þyrfti að koma til umhverfismat vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials í Hvalfirði. Verður í dómsmálinu gerð krafa um ógildingu þessa úrskurðar á þeirri forsendu að hann sé efnislega rangur auk þess sem að á honum séu verulegir formgallar. Stefnendur í málinu eru m.a. Kjósarhreppur, náttúruverndarsamtök, bændur á svæðinu, auk margra íbúa. Meðal þjóðþekktra einstaklinga sem gagnrýnt hafa framkvæmdina og eiga hagsmuna að gæta á svæðinu eru Bubbi Morthens og Skúli Mogensen.Sjá einnig:„Sterkir bakhjarlar Silicor Materials“„Þetta virðist vera algjört tilraunaverkefni,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. „Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans.“ Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Vilja ekki taka við stefnunni Málflutningsstofa Reykjavíkur heldur utan um málið fyrir fyrrnefnda stefnendur í málinu. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá stofunni, segir áherslu hafa verið lagða á að klára málið á sem skemmstum tíma. Hins vegar vilji enginn taka við stefnunni hér á landi fyrir hönd fyrirtækisins. Advel lögmenn vinna fyrir Silicor Materials Iceland Holding sem er í eigu Silicor Materials. Sigurður Valgeir Guðjónsson, lögmaður hjá Advel, segist ekki hafa umboð til að taka við stefnunni fyrir hönd erlenda fyrirtækisins.Sjá einnig: „Peningar og blinda ráða för“„Ef þeir ætla að stefna einhverju amerísku félagi þurfa þeir að birta forsvarsmönnum fyrirtækisins stefnuna,“ segir Sigurður. Það sé auðvelt með aðstoð stefnuvotta ytra sem hann hafi sjálfur góða reynslu af. Páll Rúnar segir að vilji Sigurður og félagar ekki taka við stefnunni verði þeir vissulega að birta stefnuna fyrir Silicor Materials ytra eftir þarlendum reglum. „Það er ekkert vandamál frá okkur séð en það útilokar flýtimeðferð málsins og tefur það verulega að úrlausn dómstóla fáist.“
Tengdar fréttir Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30 Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00
Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30
Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42