Viðskipti innlent

Spá 24 prósent hækkun fasteignaverðs næstu þrjú árin

ingvar haraldsson skrifar
Sérbýli hefur hækkað um rúmlega 7% á þremur mánuðum og um 9% að raunvirði síðan í september.
Sérbýli hefur hækkað um rúmlega 7% á þremur mánuðum og um 9% að raunvirði síðan í september. vísir/vilhelm
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fasteignaverð muni hækka um 24% næstu þrjú árin.



Spáin
kemur í kjölfar talsverða hækkunar fasteignaverðs að undanförnu. Sérbýli hefur nú hækkað um rúmlega 7% á þremur mánuðum og um 9% að raunvirði síðan í september. Þá hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1% í janúar, þar af hækkaði fjölbýli um 0,9% og sérbýli um 1,5%.



Leigufélög og skuldaleiðréttingin leiða til hækkunar


En hver er ástæðan fyrir þessum miklu hækkunum? Í greiningunni segir að líklegt megi telja að lítið framboð skýri hækkunina að hluta. Þá sé einnig von á aukinni eftirspurn. Þar skipti máli að skuldalækkunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sé lokið. „Heimilin hafa fengið meiri vissu um stöðu sína og því til viðbótar hafa nokkrir árgangar ungs fólks ekki verið virkir á fasteignamarkaði í nokkur ár. Aukin eftirspurn samhliða litlu framboði leiðir jafnan til hærra verðs,“ segir í greiningunni. Þá er einnig bent á að mikil kaup einstaklinga og fyrirtækja á verulegum hluta íbúða miðsvæðis sem svo hafi verið leigð út dragi úr framboði á fasteignamarkaði.

Fasteignaverð í fjölbýli hefur hækkað mun meira en í sérbýli á undanförnum árummynd/landsbankinn
Telja ekki merki um fasteignabólu

Hagfræðideildin telur þó ekki að fasteignabóla hafi myndast enn sem komið er. Hækkunin skýrist fremur af góðu ástandi efnahagsmála á borð við auknum kaupmætti og litlu atvinnuleysi. „Kaupmáttur launa hefur aukist mikið á undanförnum mánuðum og slík þróun smitar yfirleitt yfir í fasteignaverðið. Þrátt fyrir mikla hækkun fasteignaverðs er það enn í góðu samræmi við aðrar tengdar og undirliggjandi stærðir eins og kaupmátt, tekjur, skuldsetningu heimila og atvinnustig,“ segir í greiningunni.


Tengdar fréttir

Veruleg hækkun fasteignaverðs

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði verulega í desember eða um 2%, þar af hækkaði fjölbýli um 1,1% og sérbýli um 5%.

Koma jólin á fasteignamarkaði í ár?

Engu líkara er en jólin séu þegar komin hjá mörgum. Það mátti heyra á flestum sem hringdu inn í síðdegisþátt á föstudag, að þeir voru almennt ánægðir með skuldaleiðréttinguna.

Verðhækkanir ekki merki um bólu

Greiningardeild Arion banka spáir að fasteignaverð hér á landi eigi eftir að hækka um sjö til átta prósent á ári á næstu tveimur árum. Verðið eigi síðan eftir að hækka um sex til sjö prósent árið 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×