Viðskipti innlent

Verðhækkanir ekki merki um bólu

Húsnæði Á fundinum var einnig bent á að byggingarkostnaður er enn nokkuð hár í samanburði við fasteignaverð.
Húsnæði Á fundinum var einnig bent á að byggingarkostnaður er enn nokkuð hár í samanburði við fasteignaverð. Vísir/Vilhelm
Greiningardeild Arion banka spáir að fasteignaverð hér á landi eigi eftir að hækka um sjö til átta prósent á ári á næstu tveimur árum. Verðið eigi síðan eftir að hækka um sex til sjö prósent árið 2017.

Þetta kom fram á morgunfundi greiningardeildarinnar í gær þar sem helstu niðurstöður nýrrar fasteignaskýrslu hennar voru kynntar. Samkvæmt skýrslunni, sem ber heitið Bóla eða bjartar horfur?, er ekki verið að blása í nýja bólu á fasteignamarkaði þrátt fyrir þær verðhækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu.

„Enda hafa verðhækkanir á fasteignamarkaði fylgt umsvifum í hagkerfinu,“ segir í samantekt deildarinnar um skýrsluna.

Á fundinum var einnig fjallað um horfur á leigumarkaði og þeirri spurningu velt upp hvort leigumarkaðurinn væri að mettast.

„Greiningardeildin telur að teikn séu á lofti um að svo sé, en hlutfall heimila á leigumarkaði lækkaði árið 2013, í fyrsta sinn frá árinu 2007 […] Mælikvarðar á framtíðareftirspurn gefa einnig til kynna að eftirspurn sé að fara minnkandi, enda hafa verðhækkanir verið töluverðar undanfarin ár.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×