Pagani Huayra uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2015 15:41 Pagani Huayra er sannkallað villidýr. Þeir sem voru að hugleiða að fá sér eitt stykki Pagani Huayra eru í vondum málum, þeir eru nefnilega uppseldir. Í ljósi þess að hvert eintak kostar 1,4 milljónir dollara, eða 185 milljónir króna, þá eru ef til vill fáir hérlendis að hugleiða kaup, en kaupendurnir eru vissulega til staðar. Allir þeir Pagani Huayra bílar sem Pagani ætlar að framleiða eru seldir. Pagani framleiðir ekki nema 40 stykki af þeim á ári. Pagani Huayra er með V12 vél sem er 700 hestöfl og hámarkshraði bílsins er 370 km/klst. Svo virðist sem Pagani ætli að hætta framleiðslu bílsins en á þó eftir að framleiða talsvert uppí pantanir. Pagani ætlar að sýna nýjan bíl á bílasýningunni í Genf og heyrst hefur að það gæti orðið blæjuúgáfa af Pagani Huayra en einnig gæti verið um glænýjan bíl að ræða. Þessi litla framleiðsla ofurbíla eins og Pagani Huayra er ekki einsdæmi en framleiðsluhraði Bugatti Veyron var ekki ósvipaður, eða um einn bíll á viku og Koenigsegg hefur aðeins framleitt 115 bíla frá stofnun. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent
Þeir sem voru að hugleiða að fá sér eitt stykki Pagani Huayra eru í vondum málum, þeir eru nefnilega uppseldir. Í ljósi þess að hvert eintak kostar 1,4 milljónir dollara, eða 185 milljónir króna, þá eru ef til vill fáir hérlendis að hugleiða kaup, en kaupendurnir eru vissulega til staðar. Allir þeir Pagani Huayra bílar sem Pagani ætlar að framleiða eru seldir. Pagani framleiðir ekki nema 40 stykki af þeim á ári. Pagani Huayra er með V12 vél sem er 700 hestöfl og hámarkshraði bílsins er 370 km/klst. Svo virðist sem Pagani ætli að hætta framleiðslu bílsins en á þó eftir að framleiða talsvert uppí pantanir. Pagani ætlar að sýna nýjan bíl á bílasýningunni í Genf og heyrst hefur að það gæti orðið blæjuúgáfa af Pagani Huayra en einnig gæti verið um glænýjan bíl að ræða. Þessi litla framleiðsla ofurbíla eins og Pagani Huayra er ekki einsdæmi en framleiðsluhraði Bugatti Veyron var ekki ósvipaður, eða um einn bíll á viku og Koenigsegg hefur aðeins framleitt 115 bíla frá stofnun.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent