Markaðsaðilar búast við því að Seðlabanki Bandaríkjanna haldi vöxtum óbreyttum í 0 prósentum enn um sinn. Seðlabankinn segist ætla að bíða þess að meiri jákvæð þróun verði á atvinnumarkaðnum áður en vextir verða hækkaðir að nýju.
Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hækkaði skarpt eftir að fréttirnar bárust í gær. Dow Jones hækkaði um 0,9 prósent og S&P 500 um 1,0 prósent. BBC segir að seinkunn á vaxtahækkun séu góðar fréttir fyrir bandarísk fyrirtæki sem geti þá fengið lán á hagstæðari kjörum.
Margir greinendur á markaði höfðu búist við því að Seðlabankinn myndi gefa til kynna að vextir yrðu hækkaðir í júní eða september.
