Iwata hóf störf hjá fyrirtækinu sem forritari á níunda áratugnum og settist í stól forstjóra árið 2002.
Meðal stærstu sigra hans í forstjórastólnum eru tvær af vinsælustu leikjatölvum fyrirtækisins, Nintendo DS og Wii, sem komu Nintendo aftur í fremstu röð í leikjabransanum og tvöfölduðu virði þess. The Verge hefur tekið saman nokkur lykilatriði í ferli Iwata hjá Nintendo.
Hér fyrir neðan má sjá teikningu sem aðdáandi birti á Twitter í dag en þar sjást þekktar leikjapersónur Nintendo syrgja Iwata.
Saddest one yet. pic.twitter.com/mfzzQ7DHhm
— Pasita Granillo (@Pahseeta) July 13, 2015
Fjöldi aðdáenda og miðla um heim allan hafa minnst Iwata á hjartnæman hátt.
#ThankYouIwata Tweets