Tónlistarnám fyrir rétti Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Föstudaginn 13. nóvember féll dómur í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Samtök tónlistarskóla í Reykjavík og stéttarfélög tónlistarmanna stóðu sameinuð að málsókninni með Tónlistarskólanum því um er að ræða mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíð tónlistarmenntunar á Íslandi. Tónlistarskólinn reyndi að fá viðurkennt með dómi að Reykjavíkurborg bæri greiðsluskyldu vegna kennslu á framhaldsstigi í tónlist en eins og mönnum er kunnugt um hætti Reykjavíkurborg að styðja við framhaldsnám í tónlist í kjölfarið á samkomulagi um eflingu tónlistarnáms sem gert var milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2011. Reykjavíkurborg var sýknuð í Héraðsdómi í málinu og var niðurstaða dómsins sú að „Ekki verði séð að lög leggi honum (Reykjavíkurborg) á herðar skyldu til að veita fjármunum til tónlistarskóla, þó hann hafi gert það um árabil“.Reykjavík ber ábyrgð á framhaldsmenntun í tónlist Þrátt fyrir það staðfestir dómurinn með ótvíræðum hætti að tónlistarnám á öllum skólastigum (upp að háskólanámi) sé á ábyrgð sveitarfélaganna og að ríkið beri ekki skyldu til þess að fjármagna tónlistarnám á framhaldsstigi eins og Reykjavíkurborg hefur haldið fram síðustu fjögur ár. Dómurinn staðfestir jafnframt að sú aðferð Reykjavíkurborgar að binda framlög til kennslu á framhaldsstigi í tónlist við framlag ríkisins í gegn um jöfnunarsjóð sé í engu samræmi við lögin um fjárstuðning við tónlistarskóla. Málsvörn borgarlögmanns við réttarhöldin var sú að Reykjavík bæri enga skyldu til þess að reka tónlistarskóla og hún gæti tekið einhliða ákvarðanir um það hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt lagði borgin áherslu á það að hún gæti sett sér einhliða reglur um hvaða nemendur eru studdir til tónlistarnáms og hverjir ekki. Að hún geti forgangsraðað nemendum að vild, eftir búsetu, aldri, hljóðfærum eða hvaða öðrum mælikvörðum sem hún setur sér. Eftir réttarhöldin er því orðið ljóst að það er Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á tónlistarnámi á framhaldsstigi í Reykjavík og ekki þýðir að vísa ábyrgðinni til ríkisins. Enn fremur er skýrt að Reykjavíkurborg hætti að styðja við framhaldsnám í tónlist í borginni þó henni væri ljóst að ríkið var ekki að yfirtaka ábyrgð á því námsstigi með samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms frá 2011.Hvenær ákvað Reykjavík að hætta að styrkja framhaldsnám í tónlist? Eftir stendur spurningin hvenær og með hvaða hætti var sú ákvörðun tekin hjá Reykjavíkurborg að hætta að styðja við kennslu á framhaldsstigi í Reykjavík en engar færslur eru um það í fundargerðum borgarráðs. Skólarnir voru ekki látnir vita með formlegum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Enn fremur þarf Reykjavíkurborg að svara þeirri spurningu hvernig borgin ætlar að haga framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík í framtíðinni. Þeir skólar sem hafa menntað íslenskt tónlistarfólk í gegn um tíðina standa í ljósum logum og algjör óvissa ríkir um framtíðina. Hvernig mun Reykjavík bregðast við ef ríkið ákveður að draga stuðning við tónlistarkennslu á framhaldsstigi til baka, en samkomulagið við ríkið um eflingu tónlistarnáms rennur út um næstu áramót? Það er ástæða að taka fram að þessar ákvarðanir voru teknar án þess að hafa nokkuð samráð við skólana eða fagaðila. Samkomulagið um eflingu tónlistarnáms var einnig gert án þess að nokkuð samráð væri haft við skólana, en þar voru ríki og sveitarfélög að semja um starfsemi þeirra og fjármögnun án þess að þeir hefðu nokkra aðkomu að samningunum. Það er lykilatriði í framtíðarstefnumótun tónlistarkennslu að hún sé unnin í góðu samstarfi við skólana og þá fagaðila sem hafa yfirsýn yfir þarfir nemenda og samfélagsins. Þær ógöngur sem tónlistarnám í Reykjavík hefur ratað í má rekja til ákvarðana stjórnmálamanna sem teknar eru af óyfirlögðu ráði og án þess að gera sér grein fyrir þeim víðtæku afleiðingum á íslenskt tónlistarlíf sem þær hafa í för með sér.Óviss framtíð Niðurstaða dómsins að sveitarfélögum sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarskóla er háttað setur framtíð tónlistarnáms á Íslandi í uppnám og rekstraröryggi skólanna er ekkert. Það er líklegt að dómurinn muni hafa fordæmisgildi og það gæti þýtt að í kjölfarið hætti fleiri sveitarfélög að leggja fjármagn í framhaldsmenntun í tónlist. Þetta gæti haft veruleg áhrif á tónlistarskóla um allt land og tónlistarmenntun í landinu. Ég hvet borgaryfirvöld til þess að skýra stefnu sína í málefnum tónlistarkennslu á framhaldsstigi, taka ábyrgð á tónlistarskólunum og vinna að því að áfram verði hægt að halda uppi öflugu námi á framhaldsstigi í tónlist í Reykjavík hvort sem það verður með kostnaðarþátttöku ríkisins eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn 13. nóvember féll dómur í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Samtök tónlistarskóla í Reykjavík og stéttarfélög tónlistarmanna stóðu sameinuð að málsókninni með Tónlistarskólanum því um er að ræða mál sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíð tónlistarmenntunar á Íslandi. Tónlistarskólinn reyndi að fá viðurkennt með dómi að Reykjavíkurborg bæri greiðsluskyldu vegna kennslu á framhaldsstigi í tónlist en eins og mönnum er kunnugt um hætti Reykjavíkurborg að styðja við framhaldsnám í tónlist í kjölfarið á samkomulagi um eflingu tónlistarnáms sem gert var milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2011. Reykjavíkurborg var sýknuð í Héraðsdómi í málinu og var niðurstaða dómsins sú að „Ekki verði séð að lög leggi honum (Reykjavíkurborg) á herðar skyldu til að veita fjármunum til tónlistarskóla, þó hann hafi gert það um árabil“.Reykjavík ber ábyrgð á framhaldsmenntun í tónlist Þrátt fyrir það staðfestir dómurinn með ótvíræðum hætti að tónlistarnám á öllum skólastigum (upp að háskólanámi) sé á ábyrgð sveitarfélaganna og að ríkið beri ekki skyldu til þess að fjármagna tónlistarnám á framhaldsstigi eins og Reykjavíkurborg hefur haldið fram síðustu fjögur ár. Dómurinn staðfestir jafnframt að sú aðferð Reykjavíkurborgar að binda framlög til kennslu á framhaldsstigi í tónlist við framlag ríkisins í gegn um jöfnunarsjóð sé í engu samræmi við lögin um fjárstuðning við tónlistarskóla. Málsvörn borgarlögmanns við réttarhöldin var sú að Reykjavík bæri enga skyldu til þess að reka tónlistarskóla og hún gæti tekið einhliða ákvarðanir um það hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt lagði borgin áherslu á það að hún gæti sett sér einhliða reglur um hvaða nemendur eru studdir til tónlistarnáms og hverjir ekki. Að hún geti forgangsraðað nemendum að vild, eftir búsetu, aldri, hljóðfærum eða hvaða öðrum mælikvörðum sem hún setur sér. Eftir réttarhöldin er því orðið ljóst að það er Reykjavíkurborg sem ber ábyrgð á tónlistarnámi á framhaldsstigi í Reykjavík og ekki þýðir að vísa ábyrgðinni til ríkisins. Enn fremur er skýrt að Reykjavíkurborg hætti að styðja við framhaldsnám í tónlist í borginni þó henni væri ljóst að ríkið var ekki að yfirtaka ábyrgð á því námsstigi með samkomulaginu um eflingu tónlistarnáms frá 2011.Hvenær ákvað Reykjavík að hætta að styrkja framhaldsnám í tónlist? Eftir stendur spurningin hvenær og með hvaða hætti var sú ákvörðun tekin hjá Reykjavíkurborg að hætta að styðja við kennslu á framhaldsstigi í Reykjavík en engar færslur eru um það í fundargerðum borgarráðs. Skólarnir voru ekki látnir vita með formlegum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Enn fremur þarf Reykjavíkurborg að svara þeirri spurningu hvernig borgin ætlar að haga framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík í framtíðinni. Þeir skólar sem hafa menntað íslenskt tónlistarfólk í gegn um tíðina standa í ljósum logum og algjör óvissa ríkir um framtíðina. Hvernig mun Reykjavík bregðast við ef ríkið ákveður að draga stuðning við tónlistarkennslu á framhaldsstigi til baka, en samkomulagið við ríkið um eflingu tónlistarnáms rennur út um næstu áramót? Það er ástæða að taka fram að þessar ákvarðanir voru teknar án þess að hafa nokkuð samráð við skólana eða fagaðila. Samkomulagið um eflingu tónlistarnáms var einnig gert án þess að nokkuð samráð væri haft við skólana, en þar voru ríki og sveitarfélög að semja um starfsemi þeirra og fjármögnun án þess að þeir hefðu nokkra aðkomu að samningunum. Það er lykilatriði í framtíðarstefnumótun tónlistarkennslu að hún sé unnin í góðu samstarfi við skólana og þá fagaðila sem hafa yfirsýn yfir þarfir nemenda og samfélagsins. Þær ógöngur sem tónlistarnám í Reykjavík hefur ratað í má rekja til ákvarðana stjórnmálamanna sem teknar eru af óyfirlögðu ráði og án þess að gera sér grein fyrir þeim víðtæku afleiðingum á íslenskt tónlistarlíf sem þær hafa í för með sér.Óviss framtíð Niðurstaða dómsins að sveitarfélögum sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarskóla er háttað setur framtíð tónlistarnáms á Íslandi í uppnám og rekstraröryggi skólanna er ekkert. Það er líklegt að dómurinn muni hafa fordæmisgildi og það gæti þýtt að í kjölfarið hætti fleiri sveitarfélög að leggja fjármagn í framhaldsmenntun í tónlist. Þetta gæti haft veruleg áhrif á tónlistarskóla um allt land og tónlistarmenntun í landinu. Ég hvet borgaryfirvöld til þess að skýra stefnu sína í málefnum tónlistarkennslu á framhaldsstigi, taka ábyrgð á tónlistarskólunum og vinna að því að áfram verði hægt að halda uppi öflugu námi á framhaldsstigi í tónlist í Reykjavík hvort sem það verður með kostnaðarþátttöku ríkisins eða ekki.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar