Vilja kaupa Þríhnúka Ingvar Haraldsson skrifar 26. nóvember 2015 09:27 Icelandic Tourism Fund vill gera svæðið aðgengilegt almenningi og ferðamönnum. Vísir/Vilhelm Icelandic Tourism Fund, sjóður sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur, hefur boðið 119 milljónir króna í allt hlutafé í Þríhnúkum ehf., félagi sem staðið hefur að uppbyggingu ferðaþjónustu við Þríhnúkagíg. Helgi Júlíusson, sjóðstjóri hjá Landsbréfum, segir þeim hugnast vel þau áform um uppbyggingu sem kynnt hafi verið á svæðinu. Áætlanirnar byggist á skipulagslýsingu sem nú er til kynningar hjá Kópavogsbæ. Eitt af því sem þar kemur til álita er að gera jarðgöng inn í miðjan gíginn þar sem komið verði fyrir útsýnispalli. „Hugmyndin er að gera þetta þannig úr garði að fleirum verði gert kleift að komast í gíginn og njóta hans,“ segir Helgi. Lítið er um varanleg mannvirki á svæðinu þar sem tekið hefur tíma að fá tilskilin leyfi. Björn Ólafsson, einn stofnenda Þríhnúka og stærsti hluthafi félagsins, sagði við Fréttablaðið í október að mun lengri tíma hefði tekið að fá öll tilskilin leyfi en þau hefðu ætlað í upphafi þar sem svæðið heyrði undir forsætisráðuneytið sem þjóðlenda, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar sem vatnsverndarsvæði, Kópavogsbæ auk Umhverfisstofnunar. „Þegar við stofnuðum þetta 2004 hélt ég kannski að það yrðu fimm ár, en nú eru að verða komin tólf ár,“ sagði Björn.Helgi Júlíusson.Reykjavíkurborg hefur samþykkt að selja hlut sinn sem nemur 13,9 prósentum. Helgi segist ekki vita til þess að aðrir hluthafar hafi tekið afstöðu til kauptilboðsins. Þeir hafa fram í byrjun desember til að gera það. Björn Ólafsson á 29,1 prósents eignarhlut eftir að hafa keypt 18,6 prósenta hlut Stefnis í október á genginu 86 krónur á hlut. Fyrir hlutinn greiddi Björn 18 milljónir króna. Kauptilboð Icelandic Tourism Fund hljóðar upp á 106 krónur á hlut. Aðrir hluthafar í félaginu eru Kópavogsbær, Icelandair Group, Árni Björn Stefánsson, Einar Kristján Stefánsson og VSÓ ráðgjöf.Eiga íshellinn og hvalasafniðIcelandic Tourism Fund hefur sérhæft sig í að fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu en fjárfestingargeta hans er rúmlega fjórir milljarðar. Sjóðurinn á m.a. nær allt hlutafé í íshellinum á Langjökli og er stór hluthafi í Fákaseli, sem staðið hefur að hestasýningum við Hveragerði. Sjóðurinn á auk þess meirihluta í hvalasafninu við Fiskislóð. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Icelandic Tourism Fund, sjóður sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur, hefur boðið 119 milljónir króna í allt hlutafé í Þríhnúkum ehf., félagi sem staðið hefur að uppbyggingu ferðaþjónustu við Þríhnúkagíg. Helgi Júlíusson, sjóðstjóri hjá Landsbréfum, segir þeim hugnast vel þau áform um uppbyggingu sem kynnt hafi verið á svæðinu. Áætlanirnar byggist á skipulagslýsingu sem nú er til kynningar hjá Kópavogsbæ. Eitt af því sem þar kemur til álita er að gera jarðgöng inn í miðjan gíginn þar sem komið verði fyrir útsýnispalli. „Hugmyndin er að gera þetta þannig úr garði að fleirum verði gert kleift að komast í gíginn og njóta hans,“ segir Helgi. Lítið er um varanleg mannvirki á svæðinu þar sem tekið hefur tíma að fá tilskilin leyfi. Björn Ólafsson, einn stofnenda Þríhnúka og stærsti hluthafi félagsins, sagði við Fréttablaðið í október að mun lengri tíma hefði tekið að fá öll tilskilin leyfi en þau hefðu ætlað í upphafi þar sem svæðið heyrði undir forsætisráðuneytið sem þjóðlenda, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar sem vatnsverndarsvæði, Kópavogsbæ auk Umhverfisstofnunar. „Þegar við stofnuðum þetta 2004 hélt ég kannski að það yrðu fimm ár, en nú eru að verða komin tólf ár,“ sagði Björn.Helgi Júlíusson.Reykjavíkurborg hefur samþykkt að selja hlut sinn sem nemur 13,9 prósentum. Helgi segist ekki vita til þess að aðrir hluthafar hafi tekið afstöðu til kauptilboðsins. Þeir hafa fram í byrjun desember til að gera það. Björn Ólafsson á 29,1 prósents eignarhlut eftir að hafa keypt 18,6 prósenta hlut Stefnis í október á genginu 86 krónur á hlut. Fyrir hlutinn greiddi Björn 18 milljónir króna. Kauptilboð Icelandic Tourism Fund hljóðar upp á 106 krónur á hlut. Aðrir hluthafar í félaginu eru Kópavogsbær, Icelandair Group, Árni Björn Stefánsson, Einar Kristján Stefánsson og VSÓ ráðgjöf.Eiga íshellinn og hvalasafniðIcelandic Tourism Fund hefur sérhæft sig í að fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu en fjárfestingargeta hans er rúmlega fjórir milljarðar. Sjóðurinn á m.a. nær allt hlutafé í íshellinum á Langjökli og er stór hluthafi í Fákaseli, sem staðið hefur að hestasýningum við Hveragerði. Sjóðurinn á auk þess meirihluta í hvalasafninu við Fiskislóð.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira