BMW M2 frá Alpha-N er 480 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2015 14:41 Afl BMW M2 í höndum Alpha-N hefur aukist um 110 hestöfl. Jalopnik Breytingafyrirtækið Alpha-N er nú rétt eftir kynningu BMW M2 tilbúið með þessa ofurútgáfu til almennrar sölu. Alpha-N hefur aukið við afl hefðbundins BMW M2 um 110 hestöfl og er þessi litli bíll nú 480 hestöfl. Hann er áfram með N55 sex strokka línuvélina, en Alpha-N hefur tekist að kreista út úr henni öll þessi afköst. Bíllinn hefur að auki fengið heilmikla vindskeiðar og þær að framanverðu auka vindflæði um vélina auk þess að þrýsta bílnum í malbikið. Fjöðrun bílsins er með stillanlegum “coilover” dempurum og á 19 tommu felgunum eru 245 mm dekk að framan og 265 mm að aftan. Ef kaupendur vilja þennan bíl til aksturs á keppnisbrautum má einnig fá bílinn með veltigrind og keppnissætum og ber bíllinn þá nafnið M2 RS Clubsport. Venjulegur BMW M2 er 4,3 sekúndur í 100 en þessi bíll verður sannarlega miklu sneggri, en ekki er ljóst hversu miklu sneggri, rétt eins og með verðið á bílnum. Séður að aftan og í bláum lit. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent
Breytingafyrirtækið Alpha-N er nú rétt eftir kynningu BMW M2 tilbúið með þessa ofurútgáfu til almennrar sölu. Alpha-N hefur aukið við afl hefðbundins BMW M2 um 110 hestöfl og er þessi litli bíll nú 480 hestöfl. Hann er áfram með N55 sex strokka línuvélina, en Alpha-N hefur tekist að kreista út úr henni öll þessi afköst. Bíllinn hefur að auki fengið heilmikla vindskeiðar og þær að framanverðu auka vindflæði um vélina auk þess að þrýsta bílnum í malbikið. Fjöðrun bílsins er með stillanlegum “coilover” dempurum og á 19 tommu felgunum eru 245 mm dekk að framan og 265 mm að aftan. Ef kaupendur vilja þennan bíl til aksturs á keppnisbrautum má einnig fá bílinn með veltigrind og keppnissætum og ber bíllinn þá nafnið M2 RS Clubsport. Venjulegur BMW M2 er 4,3 sekúndur í 100 en þessi bíll verður sannarlega miklu sneggri, en ekki er ljóst hversu miklu sneggri, rétt eins og með verðið á bílnum. Séður að aftan og í bláum lit.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent