Afnema á skerðingu lífeyris aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Hver eru helstu baráttumál eldri borgara í dag? Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík 20. febrúar sl. voru þessi tvö mál efst á lista kjaramála: Afnám skerðingar lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Og leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hér verður gerð grein fyrir þessum tveimur baráttumálum eldri borgara. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Þeir áttu að bæta lífskjör aldraðra á efri árum. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar. En það hefur farið á annan veg. Þeir, sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, fá margir hverjir ekki hærri samanlagðan lífeyri en þeir sem aldrei hafa greitt neitt í lífeyrissjóð. Það á t.d. við verkafólk og marga iðnaðarmenn. Þetta hefur skapað mikla ólgu og óánægju út í lífeyrissjóðina og almannatryggingar. Verði þetta ekki leiðrétt fljótlega má búast við uppreisn gegn þessu kerfi. Svo alvarlegt er ástandið. En þingmenn sitja samt með hendur í skauti í þessu máli og hafast ekki að! Hitt baráttumál eldri borgara, sem var efst á lista aðalfundarins 20.febrúar sl., var krafan um að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt strax. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu þessari leiðréttingu fyrir kosningar 2013 og raunar lofuðu þeir einnig að leiðrétta að fullu alla kjaraskerðinguna frá árinu 2009 en aðeins er búið að leiðrétta hluta hennar. Samkvæmt útreikningum kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% strax til þess að framkvæma þessa leiðréttingu. ÖBI telur að hækka þurfi lífeyrinn enn meira. Ekkert bólar á efndum á þessu stóra kosningaloforði. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin ætli að svíkja þetta loforð. Því verður þó ekki trúað að óreyndu. En kjörtímabilið er hálfnað og því ekki seinna vænna að efna þetta loforð.Auðvelt að standa við loforðið Fjárhagur ríkissjóðs fer nú batnandi. Til dæmis var greiðsluafkoma ríkissjóðs tæpum 100 milljörðum betri árið 2014 en árið á undan. Því ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að borga lífeyrisþegum skuldina vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það kostar um það bil 17 milljarða. Þetta er aðeins spurning um forgangsröðun. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir kosningar. Hún hefur aðeins gert tvennt að eigin frumkvæði í þessum málaflokki: Hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og endurreist grunnlífeyri til þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði. Stjórnarflokkarnir höfðu meiri áhuga á öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar. Þá gáfu þeir þessum hópi mikil kosningaloforð. Nú er komið að því að standa verður við þessi kosningaloforð. Það eru nógir peningar til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Hver eru helstu baráttumál eldri borgara í dag? Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík 20. febrúar sl. voru þessi tvö mál efst á lista kjaramála: Afnám skerðingar lífeyris aldraðra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Og leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hér verður gerð grein fyrir þessum tveimur baráttumálum eldri borgara. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Þeir áttu að bæta lífskjör aldraðra á efri árum. Þeir áttu ekki að skerða almannatryggingar. En það hefur farið á annan veg. Þeir, sem hafa greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, fá margir hverjir ekki hærri samanlagðan lífeyri en þeir sem aldrei hafa greitt neitt í lífeyrissjóð. Það á t.d. við verkafólk og marga iðnaðarmenn. Þetta hefur skapað mikla ólgu og óánægju út í lífeyrissjóðina og almannatryggingar. Verði þetta ekki leiðrétt fljótlega má búast við uppreisn gegn þessu kerfi. Svo alvarlegt er ástandið. En þingmenn sitja samt með hendur í skauti í þessu máli og hafast ekki að! Hitt baráttumál eldri borgara, sem var efst á lista aðalfundarins 20.febrúar sl., var krafan um að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt strax. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu þessari leiðréttingu fyrir kosningar 2013 og raunar lofuðu þeir einnig að leiðrétta að fullu alla kjaraskerðinguna frá árinu 2009 en aðeins er búið að leiðrétta hluta hennar. Samkvæmt útreikningum kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% strax til þess að framkvæma þessa leiðréttingu. ÖBI telur að hækka þurfi lífeyrinn enn meira. Ekkert bólar á efndum á þessu stóra kosningaloforði. Það er engu líkara en að ríkisstjórnin ætli að svíkja þetta loforð. Því verður þó ekki trúað að óreyndu. En kjörtímabilið er hálfnað og því ekki seinna vænna að efna þetta loforð.Auðvelt að standa við loforðið Fjárhagur ríkissjóðs fer nú batnandi. Til dæmis var greiðsluafkoma ríkissjóðs tæpum 100 milljörðum betri árið 2014 en árið á undan. Því ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að borga lífeyrisþegum skuldina vegna kjaragliðnunar krepputímans. Það kostar um það bil 17 milljarða. Þetta er aðeins spurning um forgangsröðun. Ríkisstjórnin hefur ekki sýnt mikinn áhuga á málefnum aldraðra og öryrkja eftir kosningar. Hún hefur aðeins gert tvennt að eigin frumkvæði í þessum málaflokki: Hækkað frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og endurreist grunnlífeyri til þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði. Stjórnarflokkarnir höfðu meiri áhuga á öldruðum og öryrkjum fyrir kosningar. Þá gáfu þeir þessum hópi mikil kosningaloforð. Nú er komið að því að standa verður við þessi kosningaloforð. Það eru nógir peningar til.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun