Sólstrandargæi í snjó á Sauðárkróki Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2015 06:30 Israel Martin var kjörinn besti þjálfarinn. Hér talar hann við sína menn í Tindastól. Fréttablaðið/Andri Marinó Israel Martin, Spánverjinn sem þjálfar Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta, var kjörinn besti þjálfarinn í seinni hluta deildarinnar þegar hún varð gerð upp í Laugardalnum í dag. Martin skilaði nýliðunum í annað sæti deildarinnar og mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Spánverjinn bauð ekki upp á sömu klisjuna og flestir þegar hann var spurður hvort þessi verðlaun hefðu mikla þýðingu fyrir hann. Oft eru íþróttamenn hérlendis vanir – sama hversu oft eða sjaldan þeir fá einstaklingsverðlaun – að segja þau engu máli skipta. Israel Martin var ekki á þeim buxunum. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hann ákveðinn svo blaðamanni brá næstum, ekki vanur að heyra þetta. Hressandi. „Þetta gefur mér aukaorku og hvetur mig til dáða fyrir úrslitakeppnina. Ég og við strákarnir erum mjög ánægðir með árangurinn og við megum njóta hans,“ bætti Spánverjinn við. Hann vildi þó auðvitað þakka liðinu fyrir. „Þjálfari án leikmanna gerir lítið þannig að ég vil þakka leikmönnunum mínum. Þeir eru ástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun. Þessir strákar eru mér mjög mikilvægir.“Engin pressa á stólunum Tindastóll var lang næstbesta liðið í Dominos-deildinni í vetur. Það var sex stigum á eftir toppliði KR en átta stigum á undan Haukum og Njarðvík sem komu í næstu sætum. Miðað við gengið í deildarkeppninni er búist við miklu af Stólunum í úrslitakeppninni. „Við erum nýliðar og stóðum okkur frábærlega í deildinni og viljum komast langt í úrslitakeppninni. Það er samt engin pressa á okkur. Við höfum engu að tapa,“ segir Martin, en hvernig líst honum á mótherjann? „Þór er lið sem ég virði mikið. Það er gott lið með góðan sóknarleik sem sækir mikið á körfuna. Hjá okkur eru allir í góðu formi en við megum ekki hugsa um leik tvö áður en leikur eitt er búinn.“Úr sólinni í snjóinn Martin er frá Tenerife þar sem hann þjálfaði í sjö ár og byggði upp lið áður en hann hélt til Kanaríeyja og síðar til Kósóvó þaðan sem hann kom til Íslands. Miðað við veturinn sem hefur herjað á Ísland er skondið að hugsa til þess að þjálfarinn komi frá einum af vinsælustu sumarleyfisdvalarstöðum Íslendinga. „Það er einmitt mikið af fólki að spyrja mig að þessu,“ segir Martin og hlær. „En þetta er körfuboltalífið og þess vegna elska ég það. Maður fær tækifæri til að starfa í öðrum löndum og læra nýja hluti,“ segir Martin sem nýtur lífsins í Skagafirðinum. „Lífið er frábært. Ég er frá litlum bæ á Tenerife þar sem búa um 10.000 manns. Það eru auðvitað fleiri en á Sauðárkróki en samt. Það eru allir svo vinalegir í bænum og hugsa vel um mig, konuna og nýja barnið mitt. Við höfum allt sem við þurfum og því hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég er mjög þakklátur,“ segir Martin.Verðum að hlúa að ungviðinu Aðspurður hversu góð íslenska deildin sé hugsar Martin sig aðeins um en segir svo: „Það eru auðvitað nokkrir landsliðsmenn farnir í atvinnumennsku þannig gæðin hafa farið aðeins niður á milli leiktíða. Ég er í sambandi við nokkra þjálfara í deildinni sem ég hef talað við um þetta,“ segir hann, en viðurkennir að erfitt sé að bera íslensku deildina saman við aðrar deildir. „Gæðin eru fín og þau munu bara aukast ef við hlúum að okkar strákum og gefum þeim mínútur. Við getum samt ekki borið íslensku deildina saman við aðrar því þetta er allt öðruvísi körfubolti. Hér eru menn minni og taka fleiri opin skot og þrista. Gæðin eru engu að síður fín,“ segir Israel Martin. Dominos-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Israel Martin, Spánverjinn sem þjálfar Tindastól í Dominos-deild karla í körfubolta, var kjörinn besti þjálfarinn í seinni hluta deildarinnar þegar hún varð gerð upp í Laugardalnum í dag. Martin skilaði nýliðunum í annað sæti deildarinnar og mæta þeir Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Spánverjinn bauð ekki upp á sömu klisjuna og flestir þegar hann var spurður hvort þessi verðlaun hefðu mikla þýðingu fyrir hann. Oft eru íþróttamenn hérlendis vanir – sama hversu oft eða sjaldan þeir fá einstaklingsverðlaun – að segja þau engu máli skipta. Israel Martin var ekki á þeim buxunum. „Þetta hefur auðvitað mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði hann ákveðinn svo blaðamanni brá næstum, ekki vanur að heyra þetta. Hressandi. „Þetta gefur mér aukaorku og hvetur mig til dáða fyrir úrslitakeppnina. Ég og við strákarnir erum mjög ánægðir með árangurinn og við megum njóta hans,“ bætti Spánverjinn við. Hann vildi þó auðvitað þakka liðinu fyrir. „Þjálfari án leikmanna gerir lítið þannig að ég vil þakka leikmönnunum mínum. Þeir eru ástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun. Þessir strákar eru mér mjög mikilvægir.“Engin pressa á stólunum Tindastóll var lang næstbesta liðið í Dominos-deildinni í vetur. Það var sex stigum á eftir toppliði KR en átta stigum á undan Haukum og Njarðvík sem komu í næstu sætum. Miðað við gengið í deildarkeppninni er búist við miklu af Stólunum í úrslitakeppninni. „Við erum nýliðar og stóðum okkur frábærlega í deildinni og viljum komast langt í úrslitakeppninni. Það er samt engin pressa á okkur. Við höfum engu að tapa,“ segir Martin, en hvernig líst honum á mótherjann? „Þór er lið sem ég virði mikið. Það er gott lið með góðan sóknarleik sem sækir mikið á körfuna. Hjá okkur eru allir í góðu formi en við megum ekki hugsa um leik tvö áður en leikur eitt er búinn.“Úr sólinni í snjóinn Martin er frá Tenerife þar sem hann þjálfaði í sjö ár og byggði upp lið áður en hann hélt til Kanaríeyja og síðar til Kósóvó þaðan sem hann kom til Íslands. Miðað við veturinn sem hefur herjað á Ísland er skondið að hugsa til þess að þjálfarinn komi frá einum af vinsælustu sumarleyfisdvalarstöðum Íslendinga. „Það er einmitt mikið af fólki að spyrja mig að þessu,“ segir Martin og hlær. „En þetta er körfuboltalífið og þess vegna elska ég það. Maður fær tækifæri til að starfa í öðrum löndum og læra nýja hluti,“ segir Martin sem nýtur lífsins í Skagafirðinum. „Lífið er frábært. Ég er frá litlum bæ á Tenerife þar sem búa um 10.000 manns. Það eru auðvitað fleiri en á Sauðárkróki en samt. Það eru allir svo vinalegir í bænum og hugsa vel um mig, konuna og nýja barnið mitt. Við höfum allt sem við þurfum og því hef ég ekki yfir neinu að kvarta. Ég er mjög þakklátur,“ segir Martin.Verðum að hlúa að ungviðinu Aðspurður hversu góð íslenska deildin sé hugsar Martin sig aðeins um en segir svo: „Það eru auðvitað nokkrir landsliðsmenn farnir í atvinnumennsku þannig gæðin hafa farið aðeins niður á milli leiktíða. Ég er í sambandi við nokkra þjálfara í deildinni sem ég hef talað við um þetta,“ segir hann, en viðurkennir að erfitt sé að bera íslensku deildina saman við aðrar deildir. „Gæðin eru fín og þau munu bara aukast ef við hlúum að okkar strákum og gefum þeim mínútur. Við getum samt ekki borið íslensku deildina saman við aðrar því þetta er allt öðruvísi körfubolti. Hér eru menn minni og taka fleiri opin skot og þrista. Gæðin eru engu að síður fín,“ segir Israel Martin.
Dominos-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum