Tugprósenta hækkun verður á fasteignaverði jón hákon halldórsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Þrátt fyrir yfirvofandi hækkun segir Snorri að ekki sé hægt að tala um bólu. Fasteignaverð sé örlítið lægra en 2007 og 2008. Gera má ráð fyrir tólf prósenta raunhækkun fasteignaverðs í ár og samtals 20 prósenta raunhækkun á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, kynnti í gær. „Þrátt fyrir það verður raunverð fasteigna örlítið lægra en það var árið 2007 og 2008,“ segir Snorri í samtali við Fréttablaðið. Í skýrslunni kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað nær sleitulaust frá upphafi árs 2011. Hækkunin nemur 35 prósentum að nafnvirði og 16 prósentum að raunvirði.Snorri JakobssonSnorri segir að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafi ýtt undir hækkun á fasteignamarkaði en hún leysi ekki vanda á markaðnum. „En helsti vandinn á fasteignamarkaði er skortur á ódýru og smærra húsnæði,“ segir Snorri. Vísbendingar séu um að skorturinn sé töluverður á höfuðborgarsvæðinu. Snorri segist þó ekki geta tekið undir að hér sé bóla og segir að hækkunin sé lítil í samanburði við hækkunarhrinu á fasteignamarkaði, sem annars vegar stóð frá árunum 1998 til ársloka 2000 og frá 2003 til ársloka 2007. Fasteignaverð að raunvirði er nú svipað og það var um áramótin 2004 og 2005 en 5 prósentum lægra en það var í árslok 2007. Í skýrslu Snorra kemur fram að verg landsframleiðsla á mann sé aftur á móti mun hærri nú en hún var á árunum 2004 til 2005, þótt hún hafi ekki náð sama stigi og í toppi útrásinnar á árunum 2007 til 2008. Þá segir Snorri að það hafi sjaldnast verið hagstæðara að kaupa íbúð með tilliti til fjármagnskostnaðar, það er ávöxtunarkröfu verðtryggðra bréfa og veðhlutfalls. Á árunum 2004 til 2005 hafi lánin verið á 4,2 prósent vöxtum en þeir séu jafnvel lægri í dag. Snorri segir að veðhlutfall lána í dag sé heldur lægra en það var árið 2007. Það hafi verið komið upp í allt að 90 prósent, hafi síðan farið niður í 70 prósent eftir bankahrun en að undanförnu hafi það verið í kringum 80 prósent. Capacent gerði könnun þar sem spurt var hvar fólk vildi helst búa. Yfir helmingur aðspurðra, eða 55 prósent, vill búa í 101, 105 eða 107 í Reykjavík. Grafarvogur kemur næst með 10 prósent og Fossvogur rétt á eftir. Breiðholtið rekur lestina og einnig póstnúmer 103 eða Kringluhverfið. Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Gera má ráð fyrir tólf prósenta raunhækkun fasteignaverðs í ár og samtals 20 prósenta raunhækkun á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá fjármála- og hagfræðiráðgjöf Capacent, kynnti í gær. „Þrátt fyrir það verður raunverð fasteigna örlítið lægra en það var árið 2007 og 2008,“ segir Snorri í samtali við Fréttablaðið. Í skýrslunni kemur fram að fasteignaverð hafi hækkað nær sleitulaust frá upphafi árs 2011. Hækkunin nemur 35 prósentum að nafnvirði og 16 prósentum að raunvirði.Snorri JakobssonSnorri segir að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafi ýtt undir hækkun á fasteignamarkaði en hún leysi ekki vanda á markaðnum. „En helsti vandinn á fasteignamarkaði er skortur á ódýru og smærra húsnæði,“ segir Snorri. Vísbendingar séu um að skorturinn sé töluverður á höfuðborgarsvæðinu. Snorri segist þó ekki geta tekið undir að hér sé bóla og segir að hækkunin sé lítil í samanburði við hækkunarhrinu á fasteignamarkaði, sem annars vegar stóð frá árunum 1998 til ársloka 2000 og frá 2003 til ársloka 2007. Fasteignaverð að raunvirði er nú svipað og það var um áramótin 2004 og 2005 en 5 prósentum lægra en það var í árslok 2007. Í skýrslu Snorra kemur fram að verg landsframleiðsla á mann sé aftur á móti mun hærri nú en hún var á árunum 2004 til 2005, þótt hún hafi ekki náð sama stigi og í toppi útrásinnar á árunum 2007 til 2008. Þá segir Snorri að það hafi sjaldnast verið hagstæðara að kaupa íbúð með tilliti til fjármagnskostnaðar, það er ávöxtunarkröfu verðtryggðra bréfa og veðhlutfalls. Á árunum 2004 til 2005 hafi lánin verið á 4,2 prósent vöxtum en þeir séu jafnvel lægri í dag. Snorri segir að veðhlutfall lána í dag sé heldur lægra en það var árið 2007. Það hafi verið komið upp í allt að 90 prósent, hafi síðan farið niður í 70 prósent eftir bankahrun en að undanförnu hafi það verið í kringum 80 prósent. Capacent gerði könnun þar sem spurt var hvar fólk vildi helst búa. Yfir helmingur aðspurðra, eða 55 prósent, vill búa í 101, 105 eða 107 í Reykjavík. Grafarvogur kemur næst með 10 prósent og Fossvogur rétt á eftir. Breiðholtið rekur lestina og einnig póstnúmer 103 eða Kringluhverfið.
Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira