Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 57-109 | Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum Stefán Árni Pálsson í Hertz-hellinum skrifar 13. nóvember 2015 18:30 Sveinbjörn Claessen, hdl, leikmaður ÍR. vísir/vilhelm Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum 109-57, í Dominos-deild karla í kvöld. ÍR-ingar gátu hreinlega ekki neitt í kvöld og ein versta frammistaða liðsins á tímabilinu staðreynd. Haukar voru aftur á móti frábærir. Haukar byrjuðu leikinn betur og komst liðið fljótalega í 11-2. Haukur Óskarsson var gríðarlega sterkur í liðið Hauka á upphafsmínútum leiksins og hafði hann þá skorað níu stig. Haukar héldu áfram að leika sérstaklega vel en á sama tíma gekk akkúrat ekkert upp hjá ÍR-ingum. Gestirnir fengu fína aðstoð frá bekknum og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 32-11 fyrir Hauka. ÍR-ingar náðu aðeins að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. Það er skemmst frá því að segja að það var aðeins eitt lið á vellinum allan fyrri hálfleikinn og það tók til að mynda ÍR-inga fimm mínútur að skora sín fyrst stig í öðrum leikhluta og þá var staðan orðin 44-11. Með hreinum ólíkindum og Haukar gjörsamlega að valta yfir heimamenn. Haukar komust mest 36 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og ÍR-ingar voru bara eins og leikskólakrakkar í höndum þeirra rauðklæddu. Staðan í hálfleik 23-55. ÍR-ingar þurftu náttúrulega ekkert nema kraftaverk til að komast inn í leikinn. Sama sagan hélt áfram í síðar hálfleik og þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 72-26. Tölur sem maður sér aldrei í efstu deild og tölur sem eiga ekki að sjást. Leikurinn var búinn í hálfleik og það breytist aldrei. Haukar náðu mest 56 stiga forskoti í leiknum og ÍR-ingar eiga í raun að skammast sín eftir leikinn í kvöld. Síðari hálfleikurinn var eðlilega aldrei spennandi. Haukar léku sér að heimamönnum og náði hinn ungi Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, til að mynd í tvígang svokallaðri alley oop troðslu. Í eitt skiptið fékk hann sendingu nánast yfir allan völlinn. Ótrúlegt atvik. Kristinn Jónasson var atkvæðamestur í liði Hauka í kvöld með 24 stig. Bein lýsing: ÍR - Haukar Bjarni: Versti leikur hjá liði undir minni stjórn„Þetta er versti leikur hjá liði undir minni stjórn,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var bara ömurleg frammistaða frá okkur öllum og bara skammarleg. Svona stuttu eftir leik þá þarf maður ekkert að taka eitthvað tryllingskast inn í klefa, strákarnir vita alveg upp á sig sökina.“ Bjarni vonar að menn læri af þessum leik. „Við erum núna búnir að spila tvö hræðilega leiki í röð og þetta er eitthvað sem við verðum að leysa, og það strax. Við erum ekkert að hitta úr opnum skotum og bara brotnum strax í byrjun.“ Ívar: Ótrúlega auðveldur leikur„Þetta var í raun ótrúlega auðvelt, en við erum líka búnir að vera spila vel að undanförnu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að vinna nokkuð örugglega svo þetta lítur ágætlega út fyrir okkur þessa stundina.“ Ívar segir samt sem áður að ÍR-ingarnir hafi verið óvenju slakir í kvöld. „Þeir hittu ekki úr opnum skotum og voru fljótir að missa sjálfstraustið,“ segir Ívar en Haukar byrjuðu ekkert sérstaklega á þessu tímabili. Núna er allt annað sjá til liðsins. „Við lærðum bara af þessum fyrstu tveimur leikjum liðsins sem töpuðust og það gera bara sterk lið.“ Bein lýsing: ÍR - HaukarTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum 109-57, í Dominos-deild karla í kvöld. ÍR-ingar gátu hreinlega ekki neitt í kvöld og ein versta frammistaða liðsins á tímabilinu staðreynd. Haukar voru aftur á móti frábærir. Haukar byrjuðu leikinn betur og komst liðið fljótalega í 11-2. Haukur Óskarsson var gríðarlega sterkur í liðið Hauka á upphafsmínútum leiksins og hafði hann þá skorað níu stig. Haukar héldu áfram að leika sérstaklega vel en á sama tíma gekk akkúrat ekkert upp hjá ÍR-ingum. Gestirnir fengu fína aðstoð frá bekknum og þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 32-11 fyrir Hauka. ÍR-ingar náðu aðeins að skora ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. Það er skemmst frá því að segja að það var aðeins eitt lið á vellinum allan fyrri hálfleikinn og það tók til að mynda ÍR-inga fimm mínútur að skora sín fyrst stig í öðrum leikhluta og þá var staðan orðin 44-11. Með hreinum ólíkindum og Haukar gjörsamlega að valta yfir heimamenn. Haukar komust mest 36 stigum yfir í fyrri hálfleiknum og ÍR-ingar voru bara eins og leikskólakrakkar í höndum þeirra rauðklæddu. Staðan í hálfleik 23-55. ÍR-ingar þurftu náttúrulega ekkert nema kraftaverk til að komast inn í leikinn. Sama sagan hélt áfram í síðar hálfleik og þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður var staðan 72-26. Tölur sem maður sér aldrei í efstu deild og tölur sem eiga ekki að sjást. Leikurinn var búinn í hálfleik og það breytist aldrei. Haukar náðu mest 56 stiga forskoti í leiknum og ÍR-ingar eiga í raun að skammast sín eftir leikinn í kvöld. Síðari hálfleikurinn var eðlilega aldrei spennandi. Haukar léku sér að heimamönnum og náði hinn ungi Hjálmar Stefánsson, leikmaður Hauka, til að mynd í tvígang svokallaðri alley oop troðslu. Í eitt skiptið fékk hann sendingu nánast yfir allan völlinn. Ótrúlegt atvik. Kristinn Jónasson var atkvæðamestur í liði Hauka í kvöld með 24 stig. Bein lýsing: ÍR - Haukar Bjarni: Versti leikur hjá liði undir minni stjórn„Þetta er versti leikur hjá liði undir minni stjórn,“ segir Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Þetta var bara ömurleg frammistaða frá okkur öllum og bara skammarleg. Svona stuttu eftir leik þá þarf maður ekkert að taka eitthvað tryllingskast inn í klefa, strákarnir vita alveg upp á sig sökina.“ Bjarni vonar að menn læri af þessum leik. „Við erum núna búnir að spila tvö hræðilega leiki í röð og þetta er eitthvað sem við verðum að leysa, og það strax. Við erum ekkert að hitta úr opnum skotum og bara brotnum strax í byrjun.“ Ívar: Ótrúlega auðveldur leikur„Þetta var í raun ótrúlega auðvelt, en við erum líka búnir að vera spila vel að undanförnu,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum að vinna nokkuð örugglega svo þetta lítur ágætlega út fyrir okkur þessa stundina.“ Ívar segir samt sem áður að ÍR-ingarnir hafi verið óvenju slakir í kvöld. „Þeir hittu ekki úr opnum skotum og voru fljótir að missa sjálfstraustið,“ segir Ívar en Haukar byrjuðu ekkert sérstaklega á þessu tímabili. Núna er allt annað sjá til liðsins. „Við lærðum bara af þessum fyrstu tveimur leikjum liðsins sem töpuðust og það gera bara sterk lið.“ Bein lýsing: ÍR - HaukarTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira