Mikið af dópi og verðið óbreytt Snærós Sindradóttir skrifar 30. desember 2015 07:00 Gríðarlegt magn fíkniefna kom inn með Norrænu í ár. Yfirlögregluþjónn á svæðinu óttast að hafnir á Austfjörðum séu að verða helsti áningarstaður smyglara en fjármagn skorti til að ráða við magnið. Lögreglan hefur aldrei haldlagt meira magn af E-töflum en á þessu ári og haldlagt magn sterkra fíkniefna reis mikið frá síðasta ári. Í júní hafði lögreglan lagt hald á meira magn af kókaíni en tvö síðustu ár samanlagt. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að það magn sem lögregla gerði upptækt virðist ekki hafa haft áhrif á markaðinn. „Verðið hefur haldist óbreytt.“ Hún segir að það sem standi upp úr þegar horft sé yfir árið sé það mikla magn sem var í hverri sendingu. „Við vorum að tala um áttatíu til hundrað kíló í húsbíl í Norrænu, tuttugu kíló í seinna Norrænu málinu og svo tuttugu kíló á Suðurnesjum.“ „Það hefur mikið reynt á samstarf við erlend lögreglulið. Einnig fórum við í mjög umfangsmikla aðgerð með Evrópu gegn sterainnflutningi, Operation underground, sem var gerð í september og gekk mjög vel. Þeir notuðu okkar aðferð við að elta fjármagnið sem gaf vel,“ segir Aldís.Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónnKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur greint frá vilja sínum til að endurskoða refsistefnu í fíkniefnamálum. Aldís segir það skoðun sína að lögreglan eigi ekki að tjá sig um lagabreytingar heldur sé það verkefni lögreglu að fara að lögum. „Þessi vinna sem er í gangi er mjög fagleg og það er leitað til álitsgjafa. Við komum okkar skoðunum á framfæri þar. Við munum fara eftir þeim lögum sem verða, hvenær sem það er. Mér persónulega finnst að Ísland eigi ekki að vera sporgönguland í þessu. Við eigum ekki að ráðast í þetta sem tilraunaverkefni.“ Í febrúar verður fíkniefnaráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna haldin til að ræða refsistefnu á alþjóðavísu. „Við eigum bara að fylgjast með hvað heimurinn ætlar að gera í stað þess að vera á undan,“ segir Aldís. Helstu fíkniefnamál ársins má rekja til smygls í ferjunni Norrænu á Seyðisfirði. Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir samvinnu á milli lögregluembætta hafi borgað sig. Hann óttast að helsta smyglleið inn til landsins sé orðin í gegnum hans umdæmi. „Við erum með stórar hafnir og mikið af fjörðum og víkum sem þægilegt er að komast inn í. Við erum með frekar fáliðaða lögreglu og okkur vantar peninga til að geta sinnt þessu.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að erfið valdabarátta sé gjarnan á milli tollvarða og lögreglu þegar smygl kemur upp. „Það þekkist ekki hér hjá okkur en það virðist vera að það séu einhversstaðar einhverjir smákóngar sem þurfa að viðra sig annað slagið. Það er náttúrulega bara til skammar og gerir ekkert annað en að hefta okkur og eyðileggja samvinnu og færni. Menn eru settir út í kuldann af því þeir eru ekki sammála einhverjum höfðingjum,“ segir Jónas. Tengdar fréttir Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Lögreglan hefur aldrei haldlagt meira magn af E-töflum en á þessu ári og haldlagt magn sterkra fíkniefna reis mikið frá síðasta ári. Í júní hafði lögreglan lagt hald á meira magn af kókaíni en tvö síðustu ár samanlagt. Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að það magn sem lögregla gerði upptækt virðist ekki hafa haft áhrif á markaðinn. „Verðið hefur haldist óbreytt.“ Hún segir að það sem standi upp úr þegar horft sé yfir árið sé það mikla magn sem var í hverri sendingu. „Við vorum að tala um áttatíu til hundrað kíló í húsbíl í Norrænu, tuttugu kíló í seinna Norrænu málinu og svo tuttugu kíló á Suðurnesjum.“ „Það hefur mikið reynt á samstarf við erlend lögreglulið. Einnig fórum við í mjög umfangsmikla aðgerð með Evrópu gegn sterainnflutningi, Operation underground, sem var gerð í september og gekk mjög vel. Þeir notuðu okkar aðferð við að elta fjármagnið sem gaf vel,“ segir Aldís.Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónnKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur greint frá vilja sínum til að endurskoða refsistefnu í fíkniefnamálum. Aldís segir það skoðun sína að lögreglan eigi ekki að tjá sig um lagabreytingar heldur sé það verkefni lögreglu að fara að lögum. „Þessi vinna sem er í gangi er mjög fagleg og það er leitað til álitsgjafa. Við komum okkar skoðunum á framfæri þar. Við munum fara eftir þeim lögum sem verða, hvenær sem það er. Mér persónulega finnst að Ísland eigi ekki að vera sporgönguland í þessu. Við eigum ekki að ráðast í þetta sem tilraunaverkefni.“ Í febrúar verður fíkniefnaráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna haldin til að ræða refsistefnu á alþjóðavísu. „Við eigum bara að fylgjast með hvað heimurinn ætlar að gera í stað þess að vera á undan,“ segir Aldís. Helstu fíkniefnamál ársins má rekja til smygls í ferjunni Norrænu á Seyðisfirði. Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir samvinnu á milli lögregluembætta hafi borgað sig. Hann óttast að helsta smyglleið inn til landsins sé orðin í gegnum hans umdæmi. „Við erum með stórar hafnir og mikið af fjörðum og víkum sem þægilegt er að komast inn í. Við erum með frekar fáliðaða lögreglu og okkur vantar peninga til að geta sinnt þessu.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að erfið valdabarátta sé gjarnan á milli tollvarða og lögreglu þegar smygl kemur upp. „Það þekkist ekki hér hjá okkur en það virðist vera að það séu einhversstaðar einhverjir smákóngar sem þurfa að viðra sig annað slagið. Það er náttúrulega bara til skammar og gerir ekkert annað en að hefta okkur og eyðileggja samvinnu og færni. Menn eru settir út í kuldann af því þeir eru ekki sammála einhverjum höfðingjum,“ segir Jónas.
Tengdar fréttir Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15
Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00