Skráning nýrra ségreinalækna á samning við ríkið stöðvuð Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2015 13:02 Forstjóri Sjúkratrygginga segir rammasamning við sérgreinalækna hafa reynst dýrari en stefnt var að. Aðhaldsaðgerð hjá ríkinu að loka samningnum. vísir/gva Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að loka fyrir skráningu nýrra sérgreinalækna inn á rammasamnng um lækningar utan sjúkrahúsa frá og með áramótum. Það þýðir að nýir sérgreinalæknar fá ekki greiðslur frá Sjúkratryggingum opni þeir stofur utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Árið 2013 var gerður rammasamningur um skráningu nýrra sérgreinalækna utan sjúkrahúsa um greiðslur til þeirra vegna þjónustu við sjúklinga. Steingrímur Arason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir samninginn hafa orðið mun umfangsmeiri en fyrirhugað var þegar hann var undirritaður fyrir tveimur árum. En kostnaður ríkissjóðs af samningnum verður um sex milljarðar króna á næsta ári. „Og þar af leiðandi er kostnaður ríkisins vegna hans orðinn meiri en ráð var fyrir gert. Nú eru áform uppi um að grípa til aðhaldsaðgerða,“ segir Steingrímur. Þessi ákvörðun sé hluti þeirra aðgerða. Þetta muni þó ekki þýða að nýir sérgreinalæknar komist ekki á samning við ríkið þó ekki sé hægt að nefna neina tölu um þann fjölda sem tekinn verði á samning á næstu árum. „Það eru í kring um 320 læknar sem eru á samningnum. Stór hluti þeirra er jafnframt starfandi inni á stofnunum. En það er alveg ljóst að meðalaldur þeirra sem verið hafa að vinna á samningnum hefur verið að hækka. Það blasir alveg við að það er mikil þörf á endurnýjun á næstu árum,“ segir Steingrímur. Haft er eftir Örnu Guðmundsdóttur formanni Læknafélags Reykjavíkur á Pressunni í dag að þetta muni þýða að sérgreinalæknar í útlöndum komi ekki heim til starfa. Steingrímur vonar að svo verði ekki og að um tímabundið ástand sé að ræða sem hægt verði að vinna sig frá. Komist læknar ekki á samning við ríkið geta þeir opnað eigin stofur án kostnaðarþátttöku ríkisins, en ríkið greiðir nú 70 prósent af kostnaði við aðgerðir sjúklinga og sjúklingarnir sjálfir 30 prósent. Steingrímur segir markmiðið ekki að búa til tvöfalt kerfi eða stuðla að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.Þannig að þú óttast ekki að þetta muni leiða til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu? „Það er af og frá að það sé ætlunin. Heldur snýst þetta um það að ná tökum á kostnaði vegna samningsins,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Steingrímur segir ljóst að þörfin fyrir sérgreinalækna sé mikil og eftir að samningnum verði lokað um áramótin verði horft til hvar þörfin sé mest eins og hingað til þegar nýir læknar verði teknir inn. Þetta verði rætt á fundi með sérfræðilæknum strax á næsta ári. Var ekki vilji til að auka fjármagn í þetta og var það reynt? „Það liggur alveg fyrir að það er víða þröngt í búi. Þetta er semsagt niðurstaða forgangsröðunar í tengslum við fjárlög og fjárlagagerð,“ segir Steingrímur Arason. Á meðan enginn samningur var við sérgreinalæknana á árunum 2011 til 2013 greiddu sjúklingar meðferðir sínar að fullu hjá þeim. Eftir að rammasamningurinn var gerður í desember 2013 kom í ljós að töluverða fjármuni vantaði í hann. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fékk þá 1,1 milljarð króna á aukafjárlögum ársins 2014 í samninginn sem hélst áfram á þessu ári og næsta. Auk þess tók samningurinn einhverjum verðlagshækkunum á fjárlögum næsta árs. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að loka fyrir skráningu nýrra sérgreinalækna inn á rammasamnng um lækningar utan sjúkrahúsa frá og með áramótum. Það þýðir að nýir sérgreinalæknar fá ekki greiðslur frá Sjúkratryggingum opni þeir stofur utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Árið 2013 var gerður rammasamningur um skráningu nýrra sérgreinalækna utan sjúkrahúsa um greiðslur til þeirra vegna þjónustu við sjúklinga. Steingrímur Arason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir samninginn hafa orðið mun umfangsmeiri en fyrirhugað var þegar hann var undirritaður fyrir tveimur árum. En kostnaður ríkissjóðs af samningnum verður um sex milljarðar króna á næsta ári. „Og þar af leiðandi er kostnaður ríkisins vegna hans orðinn meiri en ráð var fyrir gert. Nú eru áform uppi um að grípa til aðhaldsaðgerða,“ segir Steingrímur. Þessi ákvörðun sé hluti þeirra aðgerða. Þetta muni þó ekki þýða að nýir sérgreinalæknar komist ekki á samning við ríkið þó ekki sé hægt að nefna neina tölu um þann fjölda sem tekinn verði á samning á næstu árum. „Það eru í kring um 320 læknar sem eru á samningnum. Stór hluti þeirra er jafnframt starfandi inni á stofnunum. En það er alveg ljóst að meðalaldur þeirra sem verið hafa að vinna á samningnum hefur verið að hækka. Það blasir alveg við að það er mikil þörf á endurnýjun á næstu árum,“ segir Steingrímur. Haft er eftir Örnu Guðmundsdóttur formanni Læknafélags Reykjavíkur á Pressunni í dag að þetta muni þýða að sérgreinalæknar í útlöndum komi ekki heim til starfa. Steingrímur vonar að svo verði ekki og að um tímabundið ástand sé að ræða sem hægt verði að vinna sig frá. Komist læknar ekki á samning við ríkið geta þeir opnað eigin stofur án kostnaðarþátttöku ríkisins, en ríkið greiðir nú 70 prósent af kostnaði við aðgerðir sjúklinga og sjúklingarnir sjálfir 30 prósent. Steingrímur segir markmiðið ekki að búa til tvöfalt kerfi eða stuðla að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.Þannig að þú óttast ekki að þetta muni leiða til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu? „Það er af og frá að það sé ætlunin. Heldur snýst þetta um það að ná tökum á kostnaði vegna samningsins,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Steingrímur segir ljóst að þörfin fyrir sérgreinalækna sé mikil og eftir að samningnum verði lokað um áramótin verði horft til hvar þörfin sé mest eins og hingað til þegar nýir læknar verði teknir inn. Þetta verði rætt á fundi með sérfræðilæknum strax á næsta ári. Var ekki vilji til að auka fjármagn í þetta og var það reynt? „Það liggur alveg fyrir að það er víða þröngt í búi. Þetta er semsagt niðurstaða forgangsröðunar í tengslum við fjárlög og fjárlagagerð,“ segir Steingrímur Arason. Á meðan enginn samningur var við sérgreinalæknana á árunum 2011 til 2013 greiddu sjúklingar meðferðir sínar að fullu hjá þeim. Eftir að rammasamningurinn var gerður í desember 2013 kom í ljós að töluverða fjármuni vantaði í hann. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fékk þá 1,1 milljarð króna á aukafjárlögum ársins 2014 í samninginn sem hélst áfram á þessu ári og næsta. Auk þess tók samningurinn einhverjum verðlagshækkunum á fjárlögum næsta árs.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira