Skaðlegum plöntum verði útrýmt í Svíþjóð 30. desember 2015 07:00 Alaskalúpínan telst vera ágeng, framandi tegund í íslenskri náttúru. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR UMHVERFI Evrópusambandið, ESB, krefst þess að risahvönn og öðrum skaðlegum jurtum sem vaxa meðfram vegum í Svíþjóð verði útrýmt. Um er að ræða ágengar framandi jurtir, það er að segja jurtir sem ekki tilheyra flóru Svíþjóðar. Þær dreifa sér stjórnlaust og geta skaðað vistkerfið, haft neikvæð áhrif á landbúnað og heilsu dýra og manna, að því er segir í frétt á vef sænska blaðsins Expressen. Bent er á að kostnaður vegna risahvannarinnar, sem getur valdið alvarlegum bruna, sé margar milljónir sænskra króna á ári. Lúpínan er jafnframt sögð valda miklum skaða með því að taka yfir vistkerfi sem fyrir eru. Af tvö þúsund framandi jurtum í Svíþjóð eru 400 ágengar og dreifa sér stjórnlaust. Það er talsvert fleira en í öðrum Evrópusambandslöndum. Sýnt hefur verið fram á að umferð, þar á meðal viðhald vega og vegagerð, á þátt í dreifingu skaðlegra jurta. Rannsaka á nú í Svíþjóð í hversu miklum mæli það er. Tilgangurinn er að geta gefið ráð byggð á vísindalegum grunni. Starri Heiðmarsson, grasafræðingur við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir lúpínu fara mjög víða yfir íslenskt vistkerfi. „Við á Náttúrufræðistofnun höfum lengi varað við lúpínu. Það er almenn sátt um að hafa hana ekki á hálendinu fyrir ofan fjögur hundruð metra. Hið opinbera leyfir það ekki en þetta hefur á köflum verið svolítið stjórnlaust,“ segir Starri Í fyrirlestri Pawels Wasovicz grasafræðings á ráðstefnu í október síðastliðnum kom fram að af sextán aðfluttum tegundum fyrir ofan fjögur hundruð metra væru fimm búnar að ná fótfestu. „Þær eru orðnar ílendar eins og það er kallað,“ segir Starri . Enn sé mögulegt að stemma stigu við útbreiðslu risahvannar, sem líklegt er að verði ágeng á Íslandi, án mikils kostnaðar. „Þetta er ekki nytjaplanta. Hún græðir ekki upp land eins og lúpína en þar sem næring er í jarðvegi tekur hún yfir,“ segir Starri. Þegar Ísland var umsækjandi um aðild að ESB fékk Náttúrufræðistofnun styrk frá sambandinu til að rannsaka og kortleggja vistgerðir á öllu landinu. „Evrópusambandið gerir ákveðnar kröfur varðandi alla hluti og fylgir þeim eftir. Til að taka ákvörðun um hvað þarf að vernda verðum við að vita hverjar vistgerðirnar eru. Vinnunni var næstum lokið þegar við misstum afganginn af styrknum vegna ákvörðunarinnar um að draga umsóknina til baka,“ greinir Starri Heiðmarsson frá. ibs@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
UMHVERFI Evrópusambandið, ESB, krefst þess að risahvönn og öðrum skaðlegum jurtum sem vaxa meðfram vegum í Svíþjóð verði útrýmt. Um er að ræða ágengar framandi jurtir, það er að segja jurtir sem ekki tilheyra flóru Svíþjóðar. Þær dreifa sér stjórnlaust og geta skaðað vistkerfið, haft neikvæð áhrif á landbúnað og heilsu dýra og manna, að því er segir í frétt á vef sænska blaðsins Expressen. Bent er á að kostnaður vegna risahvannarinnar, sem getur valdið alvarlegum bruna, sé margar milljónir sænskra króna á ári. Lúpínan er jafnframt sögð valda miklum skaða með því að taka yfir vistkerfi sem fyrir eru. Af tvö þúsund framandi jurtum í Svíþjóð eru 400 ágengar og dreifa sér stjórnlaust. Það er talsvert fleira en í öðrum Evrópusambandslöndum. Sýnt hefur verið fram á að umferð, þar á meðal viðhald vega og vegagerð, á þátt í dreifingu skaðlegra jurta. Rannsaka á nú í Svíþjóð í hversu miklum mæli það er. Tilgangurinn er að geta gefið ráð byggð á vísindalegum grunni. Starri Heiðmarsson, grasafræðingur við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir lúpínu fara mjög víða yfir íslenskt vistkerfi. „Við á Náttúrufræðistofnun höfum lengi varað við lúpínu. Það er almenn sátt um að hafa hana ekki á hálendinu fyrir ofan fjögur hundruð metra. Hið opinbera leyfir það ekki en þetta hefur á köflum verið svolítið stjórnlaust,“ segir Starri Í fyrirlestri Pawels Wasovicz grasafræðings á ráðstefnu í október síðastliðnum kom fram að af sextán aðfluttum tegundum fyrir ofan fjögur hundruð metra væru fimm búnar að ná fótfestu. „Þær eru orðnar ílendar eins og það er kallað,“ segir Starri . Enn sé mögulegt að stemma stigu við útbreiðslu risahvannar, sem líklegt er að verði ágeng á Íslandi, án mikils kostnaðar. „Þetta er ekki nytjaplanta. Hún græðir ekki upp land eins og lúpína en þar sem næring er í jarðvegi tekur hún yfir,“ segir Starri. Þegar Ísland var umsækjandi um aðild að ESB fékk Náttúrufræðistofnun styrk frá sambandinu til að rannsaka og kortleggja vistgerðir á öllu landinu. „Evrópusambandið gerir ákveðnar kröfur varðandi alla hluti og fylgir þeim eftir. Til að taka ákvörðun um hvað þarf að vernda verðum við að vita hverjar vistgerðirnar eru. Vinnunni var næstum lokið þegar við misstum afganginn af styrknum vegna ákvörðunarinnar um að draga umsóknina til baka,“ greinir Starri Heiðmarsson frá. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira