Skaðlegum plöntum verði útrýmt í Svíþjóð 30. desember 2015 07:00 Alaskalúpínan telst vera ágeng, framandi tegund í íslenskri náttúru. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR UMHVERFI Evrópusambandið, ESB, krefst þess að risahvönn og öðrum skaðlegum jurtum sem vaxa meðfram vegum í Svíþjóð verði útrýmt. Um er að ræða ágengar framandi jurtir, það er að segja jurtir sem ekki tilheyra flóru Svíþjóðar. Þær dreifa sér stjórnlaust og geta skaðað vistkerfið, haft neikvæð áhrif á landbúnað og heilsu dýra og manna, að því er segir í frétt á vef sænska blaðsins Expressen. Bent er á að kostnaður vegna risahvannarinnar, sem getur valdið alvarlegum bruna, sé margar milljónir sænskra króna á ári. Lúpínan er jafnframt sögð valda miklum skaða með því að taka yfir vistkerfi sem fyrir eru. Af tvö þúsund framandi jurtum í Svíþjóð eru 400 ágengar og dreifa sér stjórnlaust. Það er talsvert fleira en í öðrum Evrópusambandslöndum. Sýnt hefur verið fram á að umferð, þar á meðal viðhald vega og vegagerð, á þátt í dreifingu skaðlegra jurta. Rannsaka á nú í Svíþjóð í hversu miklum mæli það er. Tilgangurinn er að geta gefið ráð byggð á vísindalegum grunni. Starri Heiðmarsson, grasafræðingur við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir lúpínu fara mjög víða yfir íslenskt vistkerfi. „Við á Náttúrufræðistofnun höfum lengi varað við lúpínu. Það er almenn sátt um að hafa hana ekki á hálendinu fyrir ofan fjögur hundruð metra. Hið opinbera leyfir það ekki en þetta hefur á köflum verið svolítið stjórnlaust,“ segir Starri Í fyrirlestri Pawels Wasovicz grasafræðings á ráðstefnu í október síðastliðnum kom fram að af sextán aðfluttum tegundum fyrir ofan fjögur hundruð metra væru fimm búnar að ná fótfestu. „Þær eru orðnar ílendar eins og það er kallað,“ segir Starri . Enn sé mögulegt að stemma stigu við útbreiðslu risahvannar, sem líklegt er að verði ágeng á Íslandi, án mikils kostnaðar. „Þetta er ekki nytjaplanta. Hún græðir ekki upp land eins og lúpína en þar sem næring er í jarðvegi tekur hún yfir,“ segir Starri. Þegar Ísland var umsækjandi um aðild að ESB fékk Náttúrufræðistofnun styrk frá sambandinu til að rannsaka og kortleggja vistgerðir á öllu landinu. „Evrópusambandið gerir ákveðnar kröfur varðandi alla hluti og fylgir þeim eftir. Til að taka ákvörðun um hvað þarf að vernda verðum við að vita hverjar vistgerðirnar eru. Vinnunni var næstum lokið þegar við misstum afganginn af styrknum vegna ákvörðunarinnar um að draga umsóknina til baka,“ greinir Starri Heiðmarsson frá. ibs@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
UMHVERFI Evrópusambandið, ESB, krefst þess að risahvönn og öðrum skaðlegum jurtum sem vaxa meðfram vegum í Svíþjóð verði útrýmt. Um er að ræða ágengar framandi jurtir, það er að segja jurtir sem ekki tilheyra flóru Svíþjóðar. Þær dreifa sér stjórnlaust og geta skaðað vistkerfið, haft neikvæð áhrif á landbúnað og heilsu dýra og manna, að því er segir í frétt á vef sænska blaðsins Expressen. Bent er á að kostnaður vegna risahvannarinnar, sem getur valdið alvarlegum bruna, sé margar milljónir sænskra króna á ári. Lúpínan er jafnframt sögð valda miklum skaða með því að taka yfir vistkerfi sem fyrir eru. Af tvö þúsund framandi jurtum í Svíþjóð eru 400 ágengar og dreifa sér stjórnlaust. Það er talsvert fleira en í öðrum Evrópusambandslöndum. Sýnt hefur verið fram á að umferð, þar á meðal viðhald vega og vegagerð, á þátt í dreifingu skaðlegra jurta. Rannsaka á nú í Svíþjóð í hversu miklum mæli það er. Tilgangurinn er að geta gefið ráð byggð á vísindalegum grunni. Starri Heiðmarsson, grasafræðingur við Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir lúpínu fara mjög víða yfir íslenskt vistkerfi. „Við á Náttúrufræðistofnun höfum lengi varað við lúpínu. Það er almenn sátt um að hafa hana ekki á hálendinu fyrir ofan fjögur hundruð metra. Hið opinbera leyfir það ekki en þetta hefur á köflum verið svolítið stjórnlaust,“ segir Starri Í fyrirlestri Pawels Wasovicz grasafræðings á ráðstefnu í október síðastliðnum kom fram að af sextán aðfluttum tegundum fyrir ofan fjögur hundruð metra væru fimm búnar að ná fótfestu. „Þær eru orðnar ílendar eins og það er kallað,“ segir Starri . Enn sé mögulegt að stemma stigu við útbreiðslu risahvannar, sem líklegt er að verði ágeng á Íslandi, án mikils kostnaðar. „Þetta er ekki nytjaplanta. Hún græðir ekki upp land eins og lúpína en þar sem næring er í jarðvegi tekur hún yfir,“ segir Starri. Þegar Ísland var umsækjandi um aðild að ESB fékk Náttúrufræðistofnun styrk frá sambandinu til að rannsaka og kortleggja vistgerðir á öllu landinu. „Evrópusambandið gerir ákveðnar kröfur varðandi alla hluti og fylgir þeim eftir. Til að taka ákvörðun um hvað þarf að vernda verðum við að vita hverjar vistgerðirnar eru. Vinnunni var næstum lokið þegar við misstum afganginn af styrknum vegna ákvörðunarinnar um að draga umsóknina til baka,“ greinir Starri Heiðmarsson frá. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira