Viðskipti innlent

Forstjóraskipti hjá Glitni

ingvar haraldsson skrifar
Kristján Óskarsson, fráfarandi forstjóri Glitnis.
Kristján Óskarsson, fráfarandi forstjóri Glitnis. vísir/gva
Kristján Óskarsson, forstjóri Glitnis, mun láta að störfum um áramótin. Ingólfur Hauksson, mun taka við starfinu, en hann hefur verið fjármálastjóri Glitnis frá því í apríl 2009.

Ingólfur starfaði á fjármálasviði Eimskipafélags Íslands á árunum 2005 til 2009.

Kristján hefur verið forstjóri Glitnis frá því í ágúst 2009, en þá hætti Kristján í slitastjórn Glitnis. Hann hefur borið ábyrgð á rekstri Glitnis og að koma eignum Glitnis í verð.

Glitnir greiddi fyrir helgi út fyrstu greiðslu til kröfuhafa, um 520 milljarða króna.


Tengdar fréttir

Glitnir borgar kröfuhöfum á morgun

Seðlabanki Íslands veitti í gær Glitni endanlega undaþágu frá fjármagnshöftum til þess að greiða út í samræmi við nauðasamninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×