Á að sameina RÚV og Stöð 2? Ögmundur Jónasson skrifar 23. desember 2015 07:00 Væri hægt að sameina RÚV og Stöð 2? Hvað með blöðin, eru þau ekki að segja sömu fréttirnar? Mætti ekki ná samlegðaráhrifum þar, alla vega í einhverjum þáttum rekstursins? Á agnarsmáum svæðum í þéttbýlinu eru í einni stöppu stórar matvörukeðjur að selja sama varninginn – má ekki sameina? Og hvað með olíu- og bensínsölufyrirtækin, hvers vegna ekki sameina þau, enda keppa þau lítið sem ekkert á grundvelli verðlags – heldur fyrst og fremst hvernig þeim gengur að sannfæra landsmenn um að þau séu dugleg í skógrækt eða einhverju ámóta. Alls staðar blasa við möguleikar til að draga úr sóun – eða hvað? Gæti verið að eitthvað annað færi forgörðum við kerfisbreytingar af þessu tagi? Viðskiptaráð hefur eina ferðina enn kynnt herhvöt sína gegn opinberri þjónustu með tilheyrandi alhæfingum um hið illa opinbera og samneysluna. Viðskiptaráðið segist vilja spara. Og aðaltillagan er að leggja niður ÁTVR sem færir milljarða inn í ríkiskassann. Viðskiptaráð vill að þeir milljarðar renni til eigin skjólstæðinga! Svo er okkur sagt að Íbúðalánasjóður hafi verið landsmönnum dýr. Það er alrangt. Hann varð eins og samfélagið allt fyrir áföllum í hruninu en hefðu íbúðakaupendur verið betur settir ef hinir föllnu bankar hefðu verið búnir að gleypa allan húsnæðismarkaðinn fyrir hrun eins og þeir reyndu? Hefði skattborgurunum þá verið borgið? Peninga þurfti að sönnu að setja inn í Íbúðalánasjóð til að fullnægja fáránlegri kröfu EES um lágmarkseiginfjárhlutfall á sama tíma og Íbúðalánasjóður var vel haldinn að öðru leyti. Viðskiptaráðið er ekki með neinar kröfur inn í eigin raðir. Þar er allt með miklum ágætum. Ekki þarf einu sinni að íhuga fækkun fjármálastofnana – það er bara eftirlitinu sem er ofaukið! Það er ekkert nýtt í tillögum Viðskiptaráðs. Allt gamlar viðbrenndar lummur úr gamalgróinni hagsmunagæslu þess ráðs. Þetta eru sömu tillögur og fyrir aldarfjórðungi! Það sem er nýtt eru viðbrögðin við hinni „vel ígrunduðu“ skýrslu Viðskiptaráðs. Þeim virðist fjölga á Íslandi sem ekki sjá nekt keisarans. Auðvitað á allur ríkisrekstur að vera í stöðugri endurmótun. En það gildir um allt efnahagskerfið. Líka hið einkarekna. Stundum getur smá stofnun verið kröftugri en stór og síðan öfugt. Og stundum eru tillögur settar fram bara til að passa upp á hagsmuni. Það hefur Viðskiptaráðið gert svo lengi sem ég man eftir. En á meðal annarra orða, hví ekki sameina Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins? Er þetta ekki sama tóbakið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Væri hægt að sameina RÚV og Stöð 2? Hvað með blöðin, eru þau ekki að segja sömu fréttirnar? Mætti ekki ná samlegðaráhrifum þar, alla vega í einhverjum þáttum rekstursins? Á agnarsmáum svæðum í þéttbýlinu eru í einni stöppu stórar matvörukeðjur að selja sama varninginn – má ekki sameina? Og hvað með olíu- og bensínsölufyrirtækin, hvers vegna ekki sameina þau, enda keppa þau lítið sem ekkert á grundvelli verðlags – heldur fyrst og fremst hvernig þeim gengur að sannfæra landsmenn um að þau séu dugleg í skógrækt eða einhverju ámóta. Alls staðar blasa við möguleikar til að draga úr sóun – eða hvað? Gæti verið að eitthvað annað færi forgörðum við kerfisbreytingar af þessu tagi? Viðskiptaráð hefur eina ferðina enn kynnt herhvöt sína gegn opinberri þjónustu með tilheyrandi alhæfingum um hið illa opinbera og samneysluna. Viðskiptaráðið segist vilja spara. Og aðaltillagan er að leggja niður ÁTVR sem færir milljarða inn í ríkiskassann. Viðskiptaráð vill að þeir milljarðar renni til eigin skjólstæðinga! Svo er okkur sagt að Íbúðalánasjóður hafi verið landsmönnum dýr. Það er alrangt. Hann varð eins og samfélagið allt fyrir áföllum í hruninu en hefðu íbúðakaupendur verið betur settir ef hinir föllnu bankar hefðu verið búnir að gleypa allan húsnæðismarkaðinn fyrir hrun eins og þeir reyndu? Hefði skattborgurunum þá verið borgið? Peninga þurfti að sönnu að setja inn í Íbúðalánasjóð til að fullnægja fáránlegri kröfu EES um lágmarkseiginfjárhlutfall á sama tíma og Íbúðalánasjóður var vel haldinn að öðru leyti. Viðskiptaráðið er ekki með neinar kröfur inn í eigin raðir. Þar er allt með miklum ágætum. Ekki þarf einu sinni að íhuga fækkun fjármálastofnana – það er bara eftirlitinu sem er ofaukið! Það er ekkert nýtt í tillögum Viðskiptaráðs. Allt gamlar viðbrenndar lummur úr gamalgróinni hagsmunagæslu þess ráðs. Þetta eru sömu tillögur og fyrir aldarfjórðungi! Það sem er nýtt eru viðbrögðin við hinni „vel ígrunduðu“ skýrslu Viðskiptaráðs. Þeim virðist fjölga á Íslandi sem ekki sjá nekt keisarans. Auðvitað á allur ríkisrekstur að vera í stöðugri endurmótun. En það gildir um allt efnahagskerfið. Líka hið einkarekna. Stundum getur smá stofnun verið kröftugri en stór og síðan öfugt. Og stundum eru tillögur settar fram bara til að passa upp á hagsmuni. Það hefur Viðskiptaráðið gert svo lengi sem ég man eftir. En á meðal annarra orða, hví ekki sameina Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins? Er þetta ekki sama tóbakið?
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar