Þúsundir skipta út jólatrjám fyrir strandlíf Sæunn Gísladóttir skrifar 23. desember 2015 09:46 Langvinsælast er að fljúga suður og skella sér á ströndina yfir jólin, Tenerife er einn vinsælasti áfangastaðurinn. Vísir/Getty Þúsundir Íslendinga hafa ákveðið að verja jólunum utanlands og hefur þeim fjölgað milli ára í takt við almenna fjölgun í ferðum Íslendinga erlendis. Vinsælast er að fara á sólarströndina á Kanaríeyjum eða Tenerife, en einnig eru einhverjir á skíðum yfir hátíðirnar. Með fjórum vinsælum ferðaskrifstofum fara 2.500 Íslendingar erlendis um jólin, aukning er milli ára hjá þeim öllum. Átta hundruð manns fara með Heimsferðum til Tenerife og Gran Canaria, að sögn Tómasar J. Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða. Fimm hundruð manns fara til Tenerife og Kanaríeyja og fimmtíu manns renna sér á skíðum hjá Vita ferðum. að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur framleiðslustjóra. Þúsund manns fara með Úrval Útsýn til Tenerife og Kanaríeyja sem er um 10 prósenta aukning milli ára að sögn Klöru Írisar Vigfúsdóttur forstöðumanns. Loks liggja hundrað og fimmtíu manns á ströndinni á Tenerife með Gaman ferðum að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns í sólarlandaferðum hjá Gaman ferðum. Bæði WOW air og Icelandair buðu upp á aðventuferðir í desember og hefur ásókn í þær verið gífurleg. Icelandair var með sérstakar aðventuferðir fyrir eldri borgara en síðan almennt flug á aðventunni. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir erfitt að meta fjöldann en að óhætt sé að segja að þau greini 10-15 prósenta vöxt í aðventuferðum milli ára. Ferðagleði Íslendinga hefur sjaldan verið jafn mikil og á þessu ári. Isavia spáir því að 450 þúsund íslenskir ferðamenn muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu 2015, sem er 12,6 prósenta aukning milli ára. Spáð er að heildarfjöldi íslenskra brottfararfarþega verði um 495 þúsund á árinu 2016. Ef sú spá rætist verður ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 slegið á næsta ári. Jólafréttir Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira
Þúsundir Íslendinga hafa ákveðið að verja jólunum utanlands og hefur þeim fjölgað milli ára í takt við almenna fjölgun í ferðum Íslendinga erlendis. Vinsælast er að fara á sólarströndina á Kanaríeyjum eða Tenerife, en einnig eru einhverjir á skíðum yfir hátíðirnar. Með fjórum vinsælum ferðaskrifstofum fara 2.500 Íslendingar erlendis um jólin, aukning er milli ára hjá þeim öllum. Átta hundruð manns fara með Heimsferðum til Tenerife og Gran Canaria, að sögn Tómasar J. Gestssonar, framkvæmdastjóra Heimsferða. Fimm hundruð manns fara til Tenerife og Kanaríeyja og fimmtíu manns renna sér á skíðum hjá Vita ferðum. að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur framleiðslustjóra. Þúsund manns fara með Úrval Útsýn til Tenerife og Kanaríeyja sem er um 10 prósenta aukning milli ára að sögn Klöru Írisar Vigfúsdóttur forstöðumanns. Loks liggja hundrað og fimmtíu manns á ströndinni á Tenerife með Gaman ferðum að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns í sólarlandaferðum hjá Gaman ferðum. Bæði WOW air og Icelandair buðu upp á aðventuferðir í desember og hefur ásókn í þær verið gífurleg. Icelandair var með sérstakar aðventuferðir fyrir eldri borgara en síðan almennt flug á aðventunni. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir erfitt að meta fjöldann en að óhætt sé að segja að þau greini 10-15 prósenta vöxt í aðventuferðum milli ára. Ferðagleði Íslendinga hefur sjaldan verið jafn mikil og á þessu ári. Isavia spáir því að 450 þúsund íslenskir ferðamenn muni fara um Keflavíkurflugvöll á árinu 2015, sem er 12,6 prósenta aukning milli ára. Spáð er að heildarfjöldi íslenskra brottfararfarþega verði um 495 þúsund á árinu 2016. Ef sú spá rætist verður ferðamet Íslendinga frá árinu 2007 slegið á næsta ári.
Jólafréttir Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira