Volkswagen hættir notkun slagorðsins “Das Auto” Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 11:16 Merki og slagorð Volkswagen. Frá árinu 2007 hefur Volkswagen notað slagorðið “Das Auto” í auglýsingum sínum og vitnar þar til þess að bílar þeirra séu hinir einu raunverulegu bílar. Þrátt fyrir að bílar Volkswagen séu almennt einkar vel smíðaðir þykir forsvarsmönnum Volkswagen nú að þetta slagorð sé ekki mjög viðeigandi nú þegar fyrirtækið vill sýna auðmýkt eftir að upp komst um dísilvélasvindl þess í september. Því verður notkun þess hætt. Volkswagen þarf og ætlar að byggja aftur upp ímynd sína og mun vafalaust takast það á grundvelli gæðasmíði þess, en það verður ekki gert á horkafullan hátt, heldur með auðmýkt. Volkswagen hefur ekki greint frá því hverskonar slagorð mun leysa “Das Auto” af hólmi. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Frá árinu 2007 hefur Volkswagen notað slagorðið “Das Auto” í auglýsingum sínum og vitnar þar til þess að bílar þeirra séu hinir einu raunverulegu bílar. Þrátt fyrir að bílar Volkswagen séu almennt einkar vel smíðaðir þykir forsvarsmönnum Volkswagen nú að þetta slagorð sé ekki mjög viðeigandi nú þegar fyrirtækið vill sýna auðmýkt eftir að upp komst um dísilvélasvindl þess í september. Því verður notkun þess hætt. Volkswagen þarf og ætlar að byggja aftur upp ímynd sína og mun vafalaust takast það á grundvelli gæðasmíði þess, en það verður ekki gert á horkafullan hátt, heldur með auðmýkt. Volkswagen hefur ekki greint frá því hverskonar slagorð mun leysa “Das Auto” af hólmi.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent