Kæri Sigmundur Davíð forsætisráðherra! Helen Sjöfn Steinarsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Þú ötuli landsfaðir sem í orði og á borði berð hag þjóðar þinnar fyrir brjósti og berst fyrir jafnrétti og jafnræði í þjóðfélaginu. Ég er öryrki og bíð spennt eftir þeirri örsnöggu lífskjarabót sem þú hefur boðað okkur um áramótin. En, nú eru að koma jól og ég verð að viðurkenna að mig dreymir um að geta gert mér smá dagamun og líka glatt mína nánustu. Ég á eitt barnabarn sem mig langar að gefa jólagjöf og þar sem ég er ekki einu sinni með tíu þumalfingur heldur tuttugu tær eru föndur og/eða handavinna út úr myndinni. Barnið er mikill bókaormur og langar mig óskaplega að geta keypt handa því einhverja af þeim skemmtilegu barnabókum sem voru að koma út. Þar sem ég hef leitað árlega til hjálparsamtaka hef ég ekki áhyggjur af því að svelta. Fjölskylda mín og vinir eiga nóg með sig en hafa samt hingað til styrkt mig eftir bestu getu og ég bara get ekki hugsað mér að leita til þeirra einu sinni enn. Því datt mér í hug, kæri Sigmundur Davíð, að þú prívat og persónulega, værir kannski til í að styrkja mig um smáupphæð fyrir jólin (held að nýútkomin barnabók gæti kostað 3-4 þús. kr.)? Ég frétti nefnilega á skotspónum að þú hefðir fengið sanngjarna launahækkun, meira að segja nokkra mánuði aftur í tímann, og ert því kannski aflögufær! Ef illa árar hjá þér myndi ég líka þiggja lán sem ég gæti þá borgað þér eftir áramótin þegar ég verð búin að fá mína sanngjörnu hækkun. Að lokum óska ég þér gleðilegra jóla og áframhaldandi farsældar á nýju ári! Með fullri virðingu, von í hjarta og fyrirfram þökk! P.s. Ef þú vilt fá bankaupplýsingarnar mínar, þá er ég í símaskránni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þú ötuli landsfaðir sem í orði og á borði berð hag þjóðar þinnar fyrir brjósti og berst fyrir jafnrétti og jafnræði í þjóðfélaginu. Ég er öryrki og bíð spennt eftir þeirri örsnöggu lífskjarabót sem þú hefur boðað okkur um áramótin. En, nú eru að koma jól og ég verð að viðurkenna að mig dreymir um að geta gert mér smá dagamun og líka glatt mína nánustu. Ég á eitt barnabarn sem mig langar að gefa jólagjöf og þar sem ég er ekki einu sinni með tíu þumalfingur heldur tuttugu tær eru föndur og/eða handavinna út úr myndinni. Barnið er mikill bókaormur og langar mig óskaplega að geta keypt handa því einhverja af þeim skemmtilegu barnabókum sem voru að koma út. Þar sem ég hef leitað árlega til hjálparsamtaka hef ég ekki áhyggjur af því að svelta. Fjölskylda mín og vinir eiga nóg með sig en hafa samt hingað til styrkt mig eftir bestu getu og ég bara get ekki hugsað mér að leita til þeirra einu sinni enn. Því datt mér í hug, kæri Sigmundur Davíð, að þú prívat og persónulega, værir kannski til í að styrkja mig um smáupphæð fyrir jólin (held að nýútkomin barnabók gæti kostað 3-4 þús. kr.)? Ég frétti nefnilega á skotspónum að þú hefðir fengið sanngjarna launahækkun, meira að segja nokkra mánuði aftur í tímann, og ert því kannski aflögufær! Ef illa árar hjá þér myndi ég líka þiggja lán sem ég gæti þá borgað þér eftir áramótin þegar ég verð búin að fá mína sanngjörnu hækkun. Að lokum óska ég þér gleðilegra jóla og áframhaldandi farsældar á nýju ári! Með fullri virðingu, von í hjarta og fyrirfram þökk! P.s. Ef þú vilt fá bankaupplýsingarnar mínar, þá er ég í símaskránni!
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun