Allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fara í leigu Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2015 14:41 Vísir/Vilhelm Hagdeild ASÍ segir að ætla megi að allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fólks fari í leigu. Samkvæmt greiningu þeirra er hlutfallið mun hærra en æskilegt þykir. Eðlilegt hlutfall ætti að vera ekki hærra en fjórðungur. Hagdeildin segir að ljóst sé að mikill vandi blasi við húsnæðismarkaðinum hér á landi og þá sérstaklega leigumarkaðinum. Í nýrri skýrslu segir að eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegum kjörum, en framboðið sé af skornum skammti. Margir leigusalar sjái meðal annars hag sinn í því að leigja frekar ferðamönnum til skamms tíma. Þá hafi lítið verið byggt af nýjum íbúðum. „Það heyrast raddir um að það sé sökum þess að núverandi byggingareglugerð geri það að verkum að kostnaður við nýbyggingar sé óþarflega hár. Menn eru ef til vill tregir að fara af stað í framkvæmdir ef byggingareglugerð gæti breyst og gert það að verkum að framkvæmdir verða ódýrari í náinni framtíð. Það umlykur því mikil óvissa ástandið eins og það er núna og er breytinga þörf til þess að framboð húsnæðis geti í það minnsta aukist,“ segir í skýrslu Hagdeildar ASÍ. Þar að auki segir í skýrslunni að leiguverð sé í raun hærra en þinglýstir leigusamningar og opinber gögn gefi til kynna. Það gefi upp skakka mynd af markaðinum og erfitt sé fyrir einstaklinga og opinbera aðila að taka upplýstar ákvarðanir þegar ástandið sé svo óljóst. „Boðaðar hafa verið mögulegar úrbætur af hálfu ríkisstjórnarinnar sem vonandi verða til þess að ástandið batni. Hækka á húsaleigubætur eins og minnst hefur verið á. Það gæti þó haft þær afleiðingar í för með sér að markaðsöflin líti á það sem svo að greiðslugeta leigjenda hafi aukist sem leiðir til þess að svigrúm myndast til þess að hækka leigu, að öðru óbreyttu.“ Þá standi til að lækka tekjuskatt af leigutekjum og telur hagdeildin að það verði vonandi til þess að fleiri sjái hag sinn í því að bjóða húsnæði sitt til útleigu á almennum markaði og þar með auka framboðið. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Hagdeild ASÍ segir að ætla megi að allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fólks fari í leigu. Samkvæmt greiningu þeirra er hlutfallið mun hærra en æskilegt þykir. Eðlilegt hlutfall ætti að vera ekki hærra en fjórðungur. Hagdeildin segir að ljóst sé að mikill vandi blasi við húsnæðismarkaðinum hér á landi og þá sérstaklega leigumarkaðinum. Í nýrri skýrslu segir að eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegum kjörum, en framboðið sé af skornum skammti. Margir leigusalar sjái meðal annars hag sinn í því að leigja frekar ferðamönnum til skamms tíma. Þá hafi lítið verið byggt af nýjum íbúðum. „Það heyrast raddir um að það sé sökum þess að núverandi byggingareglugerð geri það að verkum að kostnaður við nýbyggingar sé óþarflega hár. Menn eru ef til vill tregir að fara af stað í framkvæmdir ef byggingareglugerð gæti breyst og gert það að verkum að framkvæmdir verða ódýrari í náinni framtíð. Það umlykur því mikil óvissa ástandið eins og það er núna og er breytinga þörf til þess að framboð húsnæðis geti í það minnsta aukist,“ segir í skýrslu Hagdeildar ASÍ. Þar að auki segir í skýrslunni að leiguverð sé í raun hærra en þinglýstir leigusamningar og opinber gögn gefi til kynna. Það gefi upp skakka mynd af markaðinum og erfitt sé fyrir einstaklinga og opinbera aðila að taka upplýstar ákvarðanir þegar ástandið sé svo óljóst. „Boðaðar hafa verið mögulegar úrbætur af hálfu ríkisstjórnarinnar sem vonandi verða til þess að ástandið batni. Hækka á húsaleigubætur eins og minnst hefur verið á. Það gæti þó haft þær afleiðingar í för með sér að markaðsöflin líti á það sem svo að greiðslugeta leigjenda hafi aukist sem leiðir til þess að svigrúm myndast til þess að hækka leigu, að öðru óbreyttu.“ Þá standi til að lækka tekjuskatt af leigutekjum og telur hagdeildin að það verði vonandi til þess að fleiri sjái hag sinn í því að bjóða húsnæði sitt til útleigu á almennum markaði og þar með auka framboðið.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira