Allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fara í leigu Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2015 14:41 Vísir/Vilhelm Hagdeild ASÍ segir að ætla megi að allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fólks fari í leigu. Samkvæmt greiningu þeirra er hlutfallið mun hærra en æskilegt þykir. Eðlilegt hlutfall ætti að vera ekki hærra en fjórðungur. Hagdeildin segir að ljóst sé að mikill vandi blasi við húsnæðismarkaðinum hér á landi og þá sérstaklega leigumarkaðinum. Í nýrri skýrslu segir að eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegum kjörum, en framboðið sé af skornum skammti. Margir leigusalar sjái meðal annars hag sinn í því að leigja frekar ferðamönnum til skamms tíma. Þá hafi lítið verið byggt af nýjum íbúðum. „Það heyrast raddir um að það sé sökum þess að núverandi byggingareglugerð geri það að verkum að kostnaður við nýbyggingar sé óþarflega hár. Menn eru ef til vill tregir að fara af stað í framkvæmdir ef byggingareglugerð gæti breyst og gert það að verkum að framkvæmdir verða ódýrari í náinni framtíð. Það umlykur því mikil óvissa ástandið eins og það er núna og er breytinga þörf til þess að framboð húsnæðis geti í það minnsta aukist,“ segir í skýrslu Hagdeildar ASÍ. Þar að auki segir í skýrslunni að leiguverð sé í raun hærra en þinglýstir leigusamningar og opinber gögn gefi til kynna. Það gefi upp skakka mynd af markaðinum og erfitt sé fyrir einstaklinga og opinbera aðila að taka upplýstar ákvarðanir þegar ástandið sé svo óljóst. „Boðaðar hafa verið mögulegar úrbætur af hálfu ríkisstjórnarinnar sem vonandi verða til þess að ástandið batni. Hækka á húsaleigubætur eins og minnst hefur verið á. Það gæti þó haft þær afleiðingar í för með sér að markaðsöflin líti á það sem svo að greiðslugeta leigjenda hafi aukist sem leiðir til þess að svigrúm myndast til þess að hækka leigu, að öðru óbreyttu.“ Þá standi til að lækka tekjuskatt af leigutekjum og telur hagdeildin að það verði vonandi til þess að fleiri sjái hag sinn í því að bjóða húsnæði sitt til útleigu á almennum markaði og þar með auka framboðið. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Hagdeild ASÍ segir að ætla megi að allt að 58 prósent ráðstöfunartekna fólks fari í leigu. Samkvæmt greiningu þeirra er hlutfallið mun hærra en æskilegt þykir. Eðlilegt hlutfall ætti að vera ekki hærra en fjórðungur. Hagdeildin segir að ljóst sé að mikill vandi blasi við húsnæðismarkaðinum hér á landi og þá sérstaklega leigumarkaðinum. Í nýrri skýrslu segir að eftirspurn eftir húsnæði á viðráðanlegum kjörum, en framboðið sé af skornum skammti. Margir leigusalar sjái meðal annars hag sinn í því að leigja frekar ferðamönnum til skamms tíma. Þá hafi lítið verið byggt af nýjum íbúðum. „Það heyrast raddir um að það sé sökum þess að núverandi byggingareglugerð geri það að verkum að kostnaður við nýbyggingar sé óþarflega hár. Menn eru ef til vill tregir að fara af stað í framkvæmdir ef byggingareglugerð gæti breyst og gert það að verkum að framkvæmdir verða ódýrari í náinni framtíð. Það umlykur því mikil óvissa ástandið eins og það er núna og er breytinga þörf til þess að framboð húsnæðis geti í það minnsta aukist,“ segir í skýrslu Hagdeildar ASÍ. Þar að auki segir í skýrslunni að leiguverð sé í raun hærra en þinglýstir leigusamningar og opinber gögn gefi til kynna. Það gefi upp skakka mynd af markaðinum og erfitt sé fyrir einstaklinga og opinbera aðila að taka upplýstar ákvarðanir þegar ástandið sé svo óljóst. „Boðaðar hafa verið mögulegar úrbætur af hálfu ríkisstjórnarinnar sem vonandi verða til þess að ástandið batni. Hækka á húsaleigubætur eins og minnst hefur verið á. Það gæti þó haft þær afleiðingar í för með sér að markaðsöflin líti á það sem svo að greiðslugeta leigjenda hafi aukist sem leiðir til þess að svigrúm myndast til þess að hækka leigu, að öðru óbreyttu.“ Þá standi til að lækka tekjuskatt af leigutekjum og telur hagdeildin að það verði vonandi til þess að fleiri sjái hag sinn í því að bjóða húsnæði sitt til útleigu á almennum markaði og þar með auka framboðið.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira