Góðar spurningar – fyrir frábær áramótaheit Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 16. desember 2015 08:30 Nú er sá skemmtilegi árstími fram undan þegar margir fara að huga að skemmtilegum áramótaheitum. Hér koma spurningar sem þú getur snúið upp í frábær áramótaheit. Myndi ég ráða mig í starfið mitt, byggt á þeirri frammistöðu sem ég hef verið að sýna? Sama hvort þú ert fyrirtækiseigandi, stjórnandi eða almennur starfsmaður þá skiptir frammistaða þín í starfi miklu máli. Leggðu meira upp úr skilvirkni og því að ná árangri en bara því að vera mjög upptekinn eða vinna sem lengsta vinnudaga. Virði og framleiðni skiptir miklu máli. Ert þú að skapa virði með verkefnum þínum eða er kominn tími á að endurskoða verkefni og vinnubrögð? Sýndu ávallt frammistöðu sem myndi tryggja þér starfið þitt væri það laust til umsóknar. Tel ég að ég sé orðinn betri starfsmaður en fyrir ári?Tímarnir breytast hratt og allt er í mikilli þróun. Hversu vel fylgist þú með nýjustu rannsóknum, tækniþróun og vinnubrögðum í þínu fagi? Fórstu á einhverja ráðstefnu eða námskeið? Nýttir þú þér markþjálfun? Hvað last þú margar greinar eða bækur á árinu sem tengjast þínu fagi? Þú þarft að hugsa um eigin þróun. Ef þú ert ekki að þróa þig áfram og með umhverfinu sem þú starfar í þá ert þú að dragast aftur úr. Er ég vinnufélaginn sem fær alla til að gleðjast þegar ég mæti – eða þegar ég mæti ekki? Eitt er að ná góðum árangri í starfi sínu en það hvernig vinnufélagi við erum skiptir líka mjög miklu máli, alveg sama hvaða stöðu við gegnum. Þegar stjórnendur meta sitt starfsfólk þá horfa þeir ekki síður til þess hvað hver og einn einstaklingur er að gera til að efla heildina. Ert þú tilbúinn til að aðstoða samstarfsfólk þitt? Ert þú með jákvæð viðhorf og lausnamiðaða hugsun? Deilir þú þekkingu og upplýsingum með samstarfsfólki þínu? Sýnir þú samstarfsfólki þínu áhuga og umhyggju? Flest verjum við um það bil 50% af vökutíma okkar á hverjum sólarhring í vinnunni og jafnvel meiri tíma með vinnufélögum en fjölskyldu. Veldu viðhorf þín vel. Veldu að vera góður vinnufélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú er sá skemmtilegi árstími fram undan þegar margir fara að huga að skemmtilegum áramótaheitum. Hér koma spurningar sem þú getur snúið upp í frábær áramótaheit. Myndi ég ráða mig í starfið mitt, byggt á þeirri frammistöðu sem ég hef verið að sýna? Sama hvort þú ert fyrirtækiseigandi, stjórnandi eða almennur starfsmaður þá skiptir frammistaða þín í starfi miklu máli. Leggðu meira upp úr skilvirkni og því að ná árangri en bara því að vera mjög upptekinn eða vinna sem lengsta vinnudaga. Virði og framleiðni skiptir miklu máli. Ert þú að skapa virði með verkefnum þínum eða er kominn tími á að endurskoða verkefni og vinnubrögð? Sýndu ávallt frammistöðu sem myndi tryggja þér starfið þitt væri það laust til umsóknar. Tel ég að ég sé orðinn betri starfsmaður en fyrir ári?Tímarnir breytast hratt og allt er í mikilli þróun. Hversu vel fylgist þú með nýjustu rannsóknum, tækniþróun og vinnubrögðum í þínu fagi? Fórstu á einhverja ráðstefnu eða námskeið? Nýttir þú þér markþjálfun? Hvað last þú margar greinar eða bækur á árinu sem tengjast þínu fagi? Þú þarft að hugsa um eigin þróun. Ef þú ert ekki að þróa þig áfram og með umhverfinu sem þú starfar í þá ert þú að dragast aftur úr. Er ég vinnufélaginn sem fær alla til að gleðjast þegar ég mæti – eða þegar ég mæti ekki? Eitt er að ná góðum árangri í starfi sínu en það hvernig vinnufélagi við erum skiptir líka mjög miklu máli, alveg sama hvaða stöðu við gegnum. Þegar stjórnendur meta sitt starfsfólk þá horfa þeir ekki síður til þess hvað hver og einn einstaklingur er að gera til að efla heildina. Ert þú tilbúinn til að aðstoða samstarfsfólk þitt? Ert þú með jákvæð viðhorf og lausnamiðaða hugsun? Deilir þú þekkingu og upplýsingum með samstarfsfólki þínu? Sýnir þú samstarfsfólki þínu áhuga og umhyggju? Flest verjum við um það bil 50% af vökutíma okkar á hverjum sólarhring í vinnunni og jafnvel meiri tíma með vinnufélögum en fjölskyldu. Veldu viðhorf þín vel. Veldu að vera góður vinnufélagi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar