Viðskipti erlent

Allt útlit fyrir að Star Wars slái öll met

Sæunn Gísladóttir skrifar
Frá miðnætursýningu Star Wars: The Force Awakens í Egilshöll í gærnótt.
Frá miðnætursýningu Star Wars: The Force Awakens í Egilshöll í gærnótt. Vísir/Jóhanna Andrésdóttir
Allt útlit er fyrir því að Star Wars: The Force Awakens komi til með að slá þau sölumet sem spáð var fyrir um. Tekjur af fyrstu tveimur dögum í sýningu námu 64,1 milljón dollara, jafnvirði 8,4 milljarða íslenskra króna.

The Guardian greinir frá því að miðasala í Evrópu hafi numið 14,1 milljón dollara, jafnvirði 1.800 milljóna íslenskra króna, á fyrsta sýningardegi á miðvikudaginn en 50 milljónum dollara, jafnvirði 6,5 milljarða íslenskra króna, á fimmtudaginn í Bandaríkjunum. 

Kvikmyndin hefur nú þegar slegið sölumet bandaríska fyrirtækisins Fandango í forsölu sem nemur 100 milljónum dollara, jafnvirði rúmlega 13 milljarða íslenskra króna.

Sérfræðingar hjá Box Office Mojo telja líklegt að tekjur af myndinni muni nema milli 575 og 650 milljónum dollara, allt að 85 milljörðum króna, um helgina og muni slá met Jurassic World um stærstu opnun í Bandaríkjunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×