Mildari dómar Hæstaréttar í BK-málinu koma vararíkissaksóknara ekki á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 17:25 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari vísir/gva Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir að dómur Hæstaréttar í BK-málinu svokallaða sé í samræmi við væntingar ákæruvaldsins. Hæstiréttur mildaði dóma héraðsdóms yfir öllum sakborningum í málinu en Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson voru báðir dæmdir í fjögurra ára fangelsi, Jóhannes Baldursson hlaut þriggja ára dóm og Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. „Það er sakfellt þarna fyrir alla ákæruliði og þessi mildun á dómi héraðsdóms kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ég kom inn á það í málflutningi að þessi dómur í héraði hefði verið helst til of þungur ef horft er til Ímon-dómsins sem gekk í Hæstarétti þarna nokkrum vikum fyrr,“ segir Helgi. Sjá einnig:Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsiFv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.VísirÓlafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði séráliti varðandi þátt Birkis Kristinssonar en hann taldi að vísa hefði átt málinu á hendur honum frá dómi þar sem hann naut stöðu grunaðs manns, fékk svo stöðu vitnis og síðan stöðu sakbornings á ný. Helgi Magnús segir að hann hafi vitað að þessi staða Birkis gæti orðið að álitamáli og að menn hefðu mismunandi skoðanir á því. Þar af leiðandi kemur sérálitið honum ekki á óvart í sjálfu sér, en Ólafur Börkur var að öðru leyti sammála meirihluta dómsins. Í héraði hlaut Birkir fimm ára dóm og var dómur hans í Hæstarétti því mildaður um eitt ár. Elmar fékk einni fimm ára dóm í héraði en fjögur í Hæstarétti. Þá var fimm ára dómur Jóhannesar í héraðsdómi mildaður um tvö ár í Hæstarétti og fjögurra ára dómur Magnúsar var einnig mildaður og er nú tvö ár. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir að dómur Hæstaréttar í BK-málinu svokallaða sé í samræmi við væntingar ákæruvaldsins. Hæstiréttur mildaði dóma héraðsdóms yfir öllum sakborningum í málinu en Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson voru báðir dæmdir í fjögurra ára fangelsi, Jóhannes Baldursson hlaut þriggja ára dóm og Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. „Það er sakfellt þarna fyrir alla ákæruliði og þessi mildun á dómi héraðsdóms kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ég kom inn á það í málflutningi að þessi dómur í héraði hefði verið helst til of þungur ef horft er til Ímon-dómsins sem gekk í Hæstarétti þarna nokkrum vikum fyrr,“ segir Helgi. Sjá einnig:Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsiFv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.VísirÓlafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði séráliti varðandi þátt Birkis Kristinssonar en hann taldi að vísa hefði átt málinu á hendur honum frá dómi þar sem hann naut stöðu grunaðs manns, fékk svo stöðu vitnis og síðan stöðu sakbornings á ný. Helgi Magnús segir að hann hafi vitað að þessi staða Birkis gæti orðið að álitamáli og að menn hefðu mismunandi skoðanir á því. Þar af leiðandi kemur sérálitið honum ekki á óvart í sjálfu sér, en Ólafur Börkur var að öðru leyti sammála meirihluta dómsins. Í héraði hlaut Birkir fimm ára dóm og var dómur hans í Hæstarétti því mildaður um eitt ár. Elmar fékk einni fimm ára dóm í héraði en fjögur í Hæstarétti. Þá var fimm ára dómur Jóhannesar í héraðsdómi mildaður um tvö ár í Hæstarétti og fjögurra ára dómur Magnúsar var einnig mildaður og er nú tvö ár. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00
Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00
Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00