
Menning sem gróðrarstía ofbeldis
Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart fötluðum konum benda allar til þess að fatlaðar konur séu margfalt líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá WomenWatch eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri en fatlaðar konur til þess að fá vinnu, fatlaðar konur hafa minni aðgang en aðrir að heilbrigðisþjónustu og eru oftar stofnanavistaðar en fatlaðir karlar. Ljóst er að margþætt mismunun eykur líkur á ofbeldi. Fötlun er bæði orsök og afleiðing ofbeldis. Ofbeldi stuðlar í miklum mæli að ótímabærum dauðsföllum fatlaðra kvenna. Margar ástæður liggja að baki þessum staðreyndum en í rannsóknum kemur þó síendurtekið fram að ofbeldi gagnvart fötluðu fólki þrífst einna best í aðgreindum úrræðum.
Þessar tölfræðiupplýsingar virðast þó hafa lítil áhrif á okkur því enn eru til að mynda mörg stuðningsúrræði fyrir brotaþola ofbeldis óaðgengileg fötluðu fólki og enn byggjum við upp aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk þó við vitum að ofbeldi þrífist best þar inni.
Fötluð baráttusystir mín, María Hreiðarsdóttir, bar skilti í Druslugöngunni 2014 sem á stóð „Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu“. Við megum ekki gleyma því að sem samfélag sköpum við menningu sem sífellt breytist og þróast. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað mikið að menningu okkar, gildum og viðmiðum fyrst að þetta gífurlega mikla ofbeldi gegn konum, bæði fötluðum og ófötluðum, viðgengst.
Við verðum að horfast í augu við mismunun.
Við verðum að hætta að réttlæta ofbeldi.
Við verðum að hætta að umbera ofbeldi.
Við verðum að hætta að gera ábyrgðina þolandans.
Við verðum að skila skömminni.
Ofbeldi er lífshættulegt. Við verðum að segja stopp.
Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun

Tillaga um beina kosningu borgarstjóra
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Maður verður reiður
Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar

Spillingin í hvalveiðum Íslendinga
Valgerður Árnadóttir skrifar

Hafa þau grænan grun?
Hildur Björnsdóttir skrifar

Ný byggð og flugvöllurinn
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Bíræfnir bensíntittir
Þorsteinn Sæmundsson skrifar

„Haldið þið að Ísland sé öruggt ríki?“
Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir skrifar

Ríkisstuðningur til fjölmiðla í eigu sykurpabba
Sigurjón Þórðarson skrifar

Úbbs! Já, hvar er hún aftur?
Hjörtur Hjartarson skrifar

Skaðaminnkun bjargar lífum
Halldóra Mogensen skrifar

Þunglyndi eða geðhvörf?
Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar

Hulunni svipt af Rússlandi
Finnur Th. Eiríksson skrifar

Sorpa og Kópavogur – klúður og ábyrgðarleysi
Tryggvi Felixson skrifar

Við búum í góðu samfélagi
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Síðasti bóndinn í dalnum?
Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustunnar
Renata S. Blöndal skrifar

Ég er óábyrgur!
Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar

Afkomuviðvörun!!!!
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hafa BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn öll rangt fyrir sér?
Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Samfylkingin leggur til ívilnun til uppbyggingar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Aðgerðir sem bitna á láglaunafólki
Lenya Rún Taha Karim skrifar

Kaleo: Ekki spila í Ísrael
Hópur stuðningsfólks frjálsrar Palestínu og aðgerðasinna BDS á Íslandi skrifar

Hæg rafvæðing hækkar olíuverð
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Bætum líf kvenna og stúlkna í Síerra Leóne
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,Stella Samúelsdóttir skrifar

Betri stjórnendur með betri samskiptum
Guðni Hannes Estherarson skrifar

Tannlækningar í Budapest — varúð!
Einar Steingrímsson skrifar

Þarf ég að ganga heim?
Máni Þór Magnason skrifar

Verjum grænu svæðin fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Einstaklingur eða Einstaklingur hf – Ofsköttun launamanna
Haukur V. Alfreðsson skrifar

Refsivöndurinn hefur engu skilað
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar