Menning sem gróðrarstía ofbeldis Embla Guðrúnar Ágústsdóttir skrifar 8. desember 2015 07:00 Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý við veruleika þar sem fólk keppist við að afsaka ofbeldi með fáfræði og hvetur mig til að nýta allar þær niðurlægjandi aðstæður sem ég lendi í til þess að fræða fólk sem í sakleysi sínu veit ekki betur. Þegar ég segi frá þeim fordómum sem ég upplifi svarar fólk yfirleitt á þessa leið: „Ekki taka þetta nærri þér, hann meinti þetta ekki illa, hann veit ekki betur.“ Þar með er mismununin réttlætt og eftir sit ég með ábyrgðina á að kyngja og fræða. Það á ekki að breyta samfélaginu heldur þarf ég bara að verða harðari af mér. Slík menning er gróðrarstía ofbeldis. Menning sem hvetur mig til þess að taka við kúguninni með umburðarlyndi og bros á vör. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart fötluðum konum benda allar til þess að fatlaðar konur séu margfalt líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá WomenWatch eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri en fatlaðar konur til þess að fá vinnu, fatlaðar konur hafa minni aðgang en aðrir að heilbrigðisþjónustu og eru oftar stofnanavistaðar en fatlaðir karlar. Ljóst er að margþætt mismunun eykur líkur á ofbeldi. Fötlun er bæði orsök og afleiðing ofbeldis. Ofbeldi stuðlar í miklum mæli að ótímabærum dauðsföllum fatlaðra kvenna. Margar ástæður liggja að baki þessum staðreyndum en í rannsóknum kemur þó síendurtekið fram að ofbeldi gagnvart fötluðu fólki þrífst einna best í aðgreindum úrræðum. Þessar tölfræðiupplýsingar virðast þó hafa lítil áhrif á okkur því enn eru til að mynda mörg stuðningsúrræði fyrir brotaþola ofbeldis óaðgengileg fötluðu fólki og enn byggjum við upp aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk þó við vitum að ofbeldi þrífist best þar inni. Fötluð baráttusystir mín, María Hreiðarsdóttir, bar skilti í Druslugöngunni 2014 sem á stóð „Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu“. Við megum ekki gleyma því að sem samfélag sköpum við menningu sem sífellt breytist og þróast. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað mikið að menningu okkar, gildum og viðmiðum fyrst að þetta gífurlega mikla ofbeldi gegn konum, bæði fötluðum og ófötluðum, viðgengst. Við verðum að horfast í augu við mismunun. Við verðum að hætta að réttlæta ofbeldi. Við verðum að hætta að umbera ofbeldi. Við verðum að hætta að gera ábyrgðina þolandans. Við verðum að skila skömminni. Ofbeldi er lífshættulegt. Við verðum að segja stopp. Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý við veruleika þar sem fólk keppist við að afsaka ofbeldi með fáfræði og hvetur mig til að nýta allar þær niðurlægjandi aðstæður sem ég lendi í til þess að fræða fólk sem í sakleysi sínu veit ekki betur. Þegar ég segi frá þeim fordómum sem ég upplifi svarar fólk yfirleitt á þessa leið: „Ekki taka þetta nærri þér, hann meinti þetta ekki illa, hann veit ekki betur.“ Þar með er mismununin réttlætt og eftir sit ég með ábyrgðina á að kyngja og fræða. Það á ekki að breyta samfélaginu heldur þarf ég bara að verða harðari af mér. Slík menning er gróðrarstía ofbeldis. Menning sem hvetur mig til þess að taka við kúguninni með umburðarlyndi og bros á vör. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart fötluðum konum benda allar til þess að fatlaðar konur séu margfalt líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá WomenWatch eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri en fatlaðar konur til þess að fá vinnu, fatlaðar konur hafa minni aðgang en aðrir að heilbrigðisþjónustu og eru oftar stofnanavistaðar en fatlaðir karlar. Ljóst er að margþætt mismunun eykur líkur á ofbeldi. Fötlun er bæði orsök og afleiðing ofbeldis. Ofbeldi stuðlar í miklum mæli að ótímabærum dauðsföllum fatlaðra kvenna. Margar ástæður liggja að baki þessum staðreyndum en í rannsóknum kemur þó síendurtekið fram að ofbeldi gagnvart fötluðu fólki þrífst einna best í aðgreindum úrræðum. Þessar tölfræðiupplýsingar virðast þó hafa lítil áhrif á okkur því enn eru til að mynda mörg stuðningsúrræði fyrir brotaþola ofbeldis óaðgengileg fötluðu fólki og enn byggjum við upp aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk þó við vitum að ofbeldi þrífist best þar inni. Fötluð baráttusystir mín, María Hreiðarsdóttir, bar skilti í Druslugöngunni 2014 sem á stóð „Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu“. Við megum ekki gleyma því að sem samfélag sköpum við menningu sem sífellt breytist og þróast. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað mikið að menningu okkar, gildum og viðmiðum fyrst að þetta gífurlega mikla ofbeldi gegn konum, bæði fötluðum og ófötluðum, viðgengst. Við verðum að horfast í augu við mismunun. Við verðum að hætta að réttlæta ofbeldi. Við verðum að hætta að umbera ofbeldi. Við verðum að hætta að gera ábyrgðina þolandans. Við verðum að skila skömminni. Ofbeldi er lífshættulegt. Við verðum að segja stopp. Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun