Menning sem gróðrarstía ofbeldis Embla Guðrúnar Ágústsdóttir skrifar 8. desember 2015 07:00 Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý við veruleika þar sem fólk keppist við að afsaka ofbeldi með fáfræði og hvetur mig til að nýta allar þær niðurlægjandi aðstæður sem ég lendi í til þess að fræða fólk sem í sakleysi sínu veit ekki betur. Þegar ég segi frá þeim fordómum sem ég upplifi svarar fólk yfirleitt á þessa leið: „Ekki taka þetta nærri þér, hann meinti þetta ekki illa, hann veit ekki betur.“ Þar með er mismununin réttlætt og eftir sit ég með ábyrgðina á að kyngja og fræða. Það á ekki að breyta samfélaginu heldur þarf ég bara að verða harðari af mér. Slík menning er gróðrarstía ofbeldis. Menning sem hvetur mig til þess að taka við kúguninni með umburðarlyndi og bros á vör. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart fötluðum konum benda allar til þess að fatlaðar konur séu margfalt líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá WomenWatch eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri en fatlaðar konur til þess að fá vinnu, fatlaðar konur hafa minni aðgang en aðrir að heilbrigðisþjónustu og eru oftar stofnanavistaðar en fatlaðir karlar. Ljóst er að margþætt mismunun eykur líkur á ofbeldi. Fötlun er bæði orsök og afleiðing ofbeldis. Ofbeldi stuðlar í miklum mæli að ótímabærum dauðsföllum fatlaðra kvenna. Margar ástæður liggja að baki þessum staðreyndum en í rannsóknum kemur þó síendurtekið fram að ofbeldi gagnvart fötluðu fólki þrífst einna best í aðgreindum úrræðum. Þessar tölfræðiupplýsingar virðast þó hafa lítil áhrif á okkur því enn eru til að mynda mörg stuðningsúrræði fyrir brotaþola ofbeldis óaðgengileg fötluðu fólki og enn byggjum við upp aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk þó við vitum að ofbeldi þrífist best þar inni. Fötluð baráttusystir mín, María Hreiðarsdóttir, bar skilti í Druslugöngunni 2014 sem á stóð „Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu“. Við megum ekki gleyma því að sem samfélag sköpum við menningu sem sífellt breytist og þróast. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað mikið að menningu okkar, gildum og viðmiðum fyrst að þetta gífurlega mikla ofbeldi gegn konum, bæði fötluðum og ófötluðum, viðgengst. Við verðum að horfast í augu við mismunun. Við verðum að hætta að réttlæta ofbeldi. Við verðum að hætta að umbera ofbeldi. Við verðum að hætta að gera ábyrgðina þolandans. Við verðum að skila skömminni. Ofbeldi er lífshættulegt. Við verðum að segja stopp. Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fer fram 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Sem samfélag höfum við undanfarna mánuði verið hressilega minnt á mikilvægi átaks sem þessa. Sem fötluð kona bý ég við veruleika þar sem ofbeldi, kúgun og misrétti er talið hversdagslegt og jafnvel eðlilegt. Ég bý við veruleika þar sem fólk keppist við að afsaka ofbeldi með fáfræði og hvetur mig til að nýta allar þær niðurlægjandi aðstæður sem ég lendi í til þess að fræða fólk sem í sakleysi sínu veit ekki betur. Þegar ég segi frá þeim fordómum sem ég upplifi svarar fólk yfirleitt á þessa leið: „Ekki taka þetta nærri þér, hann meinti þetta ekki illa, hann veit ekki betur.“ Þar með er mismununin réttlætt og eftir sit ég með ábyrgðina á að kyngja og fræða. Það á ekki að breyta samfélaginu heldur þarf ég bara að verða harðari af mér. Slík menning er gróðrarstía ofbeldis. Menning sem hvetur mig til þess að taka við kúguninni með umburðarlyndi og bros á vör. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ofbeldi gagnvart fötluðum konum benda allar til þess að fatlaðar konur séu margfalt líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir hvers kyns ofbeldi. Samkvæmt tölfræðiupplýsingum frá WomenWatch eru fatlaðir karlmenn næstum tvöfalt líklegri en fatlaðar konur til þess að fá vinnu, fatlaðar konur hafa minni aðgang en aðrir að heilbrigðisþjónustu og eru oftar stofnanavistaðar en fatlaðir karlar. Ljóst er að margþætt mismunun eykur líkur á ofbeldi. Fötlun er bæði orsök og afleiðing ofbeldis. Ofbeldi stuðlar í miklum mæli að ótímabærum dauðsföllum fatlaðra kvenna. Margar ástæður liggja að baki þessum staðreyndum en í rannsóknum kemur þó síendurtekið fram að ofbeldi gagnvart fötluðu fólki þrífst einna best í aðgreindum úrræðum. Þessar tölfræðiupplýsingar virðast þó hafa lítil áhrif á okkur því enn eru til að mynda mörg stuðningsúrræði fyrir brotaþola ofbeldis óaðgengileg fötluðu fólki og enn byggjum við upp aðgreind úrræði fyrir fatlað fólk þó við vitum að ofbeldi þrífist best þar inni. Fötluð baráttusystir mín, María Hreiðarsdóttir, bar skilti í Druslugöngunni 2014 sem á stóð „Fordómar þínir gagnvart fötluðu fólki eru hluti af ofbeldismenningu“. Við megum ekki gleyma því að sem samfélag sköpum við menningu sem sífellt breytist og þróast. Það hlýtur hins vegar að vera eitthvað mikið að menningu okkar, gildum og viðmiðum fyrst að þetta gífurlega mikla ofbeldi gegn konum, bæði fötluðum og ófötluðum, viðgengst. Við verðum að horfast í augu við mismunun. Við verðum að hætta að réttlæta ofbeldi. Við verðum að hætta að umbera ofbeldi. Við verðum að hætta að gera ábyrgðina þolandans. Við verðum að skila skömminni. Ofbeldi er lífshættulegt. Við verðum að segja stopp. Þessi grein er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun