Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að brjálað hafi verið að gera í verslunum í dag. Þó hafi ekki verið dæmi um að fólk hafi verið að hamstra.
„Verslun á sér stað á skemmri tíma en venjulega. Það er ekki það að fólk sé að hamstra,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Hann metur það sem svo að fólk sé einfaldlega í fyrra fallinu en verslunum Bónus var lokað klukkan 16:30.
Bónus vilji tryggja að starfsfólk sitt komist örugglega til síns heima. Allur sé varinn góður þótt ýmislegt bendi til þess að óveðrið verði seinna á ferðinni en hann átti von á.
Þrátt fyrir mikinn fjölda í verslunum í dag sagði hann allt hafa gengið mjög vel.
Brjálað að gera í Bónus

Tengdar fréttir

Fékk svarið við því af hverju hann er í björgunarsveit: „Megum við að minnsta kosti fá að knúsa ykkur áður en við förum?“
Otti Sigmarsson og félagar í björgunarsveitinni Þorbirni aðstoðu þrjá erlenda ferðamenn í neyð sem voru gríðarlega þakklátir.

Mæðgur fögnuðu báðar níu ára afmæli á óveðursdag: „Það eru ágætis líkur á þessu“
Tölfræðingurinn Sigrún Helga Lund og dóttir hennar fögnuðu báðar níu ára afmæli á einstökum óveðursdögum.