Formaður dómaranefndar HSÍ: Framkoman gagnvart Antoni og Jónasi til skammar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2015 12:12 Anton og Jónas dæma ekki fleiri leiki á HM. vísir/stefán Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson fréttu af því í fjölmiðlum að það væri búið að senda þá heim af HM í handbolta kvenna í Danmörku. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, fordæmir þessi viðbrögð IHF, Alþjóðahandknattleikssambandsins, í samtali við RÚV.Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag voru þeir Anton og Jónas sendir heim af HM vegna mistaka sem áttu sér stað í jafntefli Suður-Kóreu og Frakklands í gær. Löglegt mark var þá dæmt af Suður-Kóreu. Anton dæmdi markið gott og gilt en af einhverra hluta vegna var ákveðið að staðfesta markið með marklínutækninni sem var tekin í notkun á HM karla fyrr á þessu ári. Eftirlitsdómaranum, hinum danska Bjarne Munk, var ekki sýnt allt atvikið og hann dæmdi markið ógilt, þótt boltinn hafi verið langt fyrir innan marklínuna. Munk, líkt og Anton og Jónas, mun ekki starfa við fleiri leiki á mótinu.Guðjón vonast til að atvikið hafi ekki áhrif á framtíð Antons og Jónasar sem alþjóðadómarar.vísir„Við ætlum að mótmæla þessum vinnubrögðum formlega og við höfum leitað eftir stuðningi EHF, Handknattleikssambands Evrópu við að taka á málinu. „Þessi framkoma gagnvart Anton og Jónasi er til skammar,“ sagði Guðjón í samtali við RÚV en íslenska dómaraparinu var ekki formlega tilkynnt um ákvörðunina að senda þá heim fyrr en á fundi dómaranefndarinnar klukkan átta í morgun.Sjá einnig: Anton og Jónas ætla ekket að tjá sig um markið | Myndband Að sögn Guðjóns hafa Anton og Jónas fengið mikinn stuðning en hann vonast til að atvikið hafi ekki áhrif á þá í framtíðinni. „Þetta er bara ákvörðun sem Hassan Moustafa forseti IHF tók og lét fulltrúa sambandsins birta yfirlýsingu um. „Núna er forgangsatriði að tryggja að þetta atvik hafi ekki skaðleg áhrif á framtíð Antons og Jónasar sem alþjóðadómarar,“ sagði Guðjón sem fer til Danmerkur á fimmtudaginn þar sem hann ætlar að taka málið upp á fundi handknattleikssambanda Norðurlandanna. Handbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson fréttu af því í fjölmiðlum að það væri búið að senda þá heim af HM í handbolta kvenna í Danmörku. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, fordæmir þessi viðbrögð IHF, Alþjóðahandknattleikssambandsins, í samtali við RÚV.Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag voru þeir Anton og Jónas sendir heim af HM vegna mistaka sem áttu sér stað í jafntefli Suður-Kóreu og Frakklands í gær. Löglegt mark var þá dæmt af Suður-Kóreu. Anton dæmdi markið gott og gilt en af einhverra hluta vegna var ákveðið að staðfesta markið með marklínutækninni sem var tekin í notkun á HM karla fyrr á þessu ári. Eftirlitsdómaranum, hinum danska Bjarne Munk, var ekki sýnt allt atvikið og hann dæmdi markið ógilt, þótt boltinn hafi verið langt fyrir innan marklínuna. Munk, líkt og Anton og Jónas, mun ekki starfa við fleiri leiki á mótinu.Guðjón vonast til að atvikið hafi ekki áhrif á framtíð Antons og Jónasar sem alþjóðadómarar.vísir„Við ætlum að mótmæla þessum vinnubrögðum formlega og við höfum leitað eftir stuðningi EHF, Handknattleikssambands Evrópu við að taka á málinu. „Þessi framkoma gagnvart Anton og Jónasi er til skammar,“ sagði Guðjón í samtali við RÚV en íslenska dómaraparinu var ekki formlega tilkynnt um ákvörðunina að senda þá heim fyrr en á fundi dómaranefndarinnar klukkan átta í morgun.Sjá einnig: Anton og Jónas ætla ekket að tjá sig um markið | Myndband Að sögn Guðjóns hafa Anton og Jónas fengið mikinn stuðning en hann vonast til að atvikið hafi ekki áhrif á þá í framtíðinni. „Þetta er bara ákvörðun sem Hassan Moustafa forseti IHF tók og lét fulltrúa sambandsins birta yfirlýsingu um. „Núna er forgangsatriði að tryggja að þetta atvik hafi ekki skaðleg áhrif á framtíð Antons og Jónasar sem alþjóðadómarar,“ sagði Guðjón sem fer til Danmerkur á fimmtudaginn þar sem hann ætlar að taka málið upp á fundi handknattleikssambanda Norðurlandanna.
Handbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira