Hversu há þarf framfærsla eldri borgara að vera? Björgvin Guðmundsson skrifar 9. desember 2015 07:00 Engin könnun hefur verið gerð á því hvað eldri borgarar þurfi mikið sér til framfærslu, þegar þeir eru hættir störfum. Raunar hefur Hagstofan ekki kannað framfærslukostnað almennt. En hún hefur reglulega kannað neyslukostnað, gert neyslukannanir. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Húsnæði er inni í þeirri tölu og nær allir neysluliðir. Þegar velferðarráðuneytið kannaði árið 2011 hvert ætti að vera dæmigert neysluviðmið var útkoman svipuð og í neyslukönnun Hagstofunnar. Ljóst er því að miða má við hana. Ég tel, að neyslukönnun Hagstofunnar eigi við eldri borgara eins og aðra. Sumir liðir könnunarinnar, eins og lækniskostnaður og lyfjakostnaður, eru þó lægri en meðaltalsraunkostnaður þessara kostnaðarliða hjá eldri borgurum. Eldri borgarar eyða m.ö.o. hærri upphæðum í læknis- og lyfjakostnað en nemur meðaltali slíks kostnaðar hjá almenningi. Lífeyrir aldraðra hjá Tryggingastofnun er aðeins 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatta (einhleypingar, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR). Það vantar því 129 þúsund krónur á mánuði upp á, að lífeyrir TR nái meðaltali neyslukönnunar Hagstofunnar. Tölurnar eru sambærilegar, þar eð í báðum tilvikum eru þær án skatta.FEB vill miða við neyslukönnunina Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur ítrekað ályktað á aðalfundum sínum að hækka ætti lífeyrinn frá almannatryggingum um 129 þúsund krónur á mánuði svo hann næði upphæð neyslukönnunar Hagstofunnar. En stjórnvöld hafa hundsað þá ályktun eins og þau hafa hundsað aðrar ályktanir eldri borgara! Félag eldri borgara hefur boðið, að þessi munur, 129 þúsund krónur, yrði jafnaður í þremur áföngum. En ríkisstjórnin hefur virt þá ósk að vettugi. Það eina sem stjórnin býður eru rúmar 20 þúsund krónur af þessum 129 þúsundum! Rausnarlegt það, þegar nógir peningar eru til. Stjórnin hefur meira að segja afsalað sér sköttum! Ef lífeyrir eldri borgara hjá TR hækkar um 14,5% eins og lágmarkslaun hækkuðu hækkar lífeyririnn um 32.625 krónur á mánuði. Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa tekjur hjá TR, er í dag 225 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. 14,5% hækkun gerir 32.625 kr. Ef lífeyrir aldraðra hjá TR hækkar alls upp í 300 þúsund á mánuði á þremur árum eins og lágmarkslaun hefur lífeyrir aldraðra hjá TR hækkað verulega. Ríkisstjórnin ætti að taka rögg á sig og stíga þessi skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Engin könnun hefur verið gerð á því hvað eldri borgarar þurfi mikið sér til framfærslu, þegar þeir eru hættir störfum. Raunar hefur Hagstofan ekki kannað framfærslukostnað almennt. En hún hefur reglulega kannað neyslukostnað, gert neyslukannanir. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Húsnæði er inni í þeirri tölu og nær allir neysluliðir. Þegar velferðarráðuneytið kannaði árið 2011 hvert ætti að vera dæmigert neysluviðmið var útkoman svipuð og í neyslukönnun Hagstofunnar. Ljóst er því að miða má við hana. Ég tel, að neyslukönnun Hagstofunnar eigi við eldri borgara eins og aðra. Sumir liðir könnunarinnar, eins og lækniskostnaður og lyfjakostnaður, eru þó lægri en meðaltalsraunkostnaður þessara kostnaðarliða hjá eldri borgurum. Eldri borgarar eyða m.ö.o. hærri upphæðum í læknis- og lyfjakostnað en nemur meðaltali slíks kostnaðar hjá almenningi. Lífeyrir aldraðra hjá Tryggingastofnun er aðeins 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatta (einhleypingar, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR). Það vantar því 129 þúsund krónur á mánuði upp á, að lífeyrir TR nái meðaltali neyslukönnunar Hagstofunnar. Tölurnar eru sambærilegar, þar eð í báðum tilvikum eru þær án skatta.FEB vill miða við neyslukönnunina Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur ítrekað ályktað á aðalfundum sínum að hækka ætti lífeyrinn frá almannatryggingum um 129 þúsund krónur á mánuði svo hann næði upphæð neyslukönnunar Hagstofunnar. En stjórnvöld hafa hundsað þá ályktun eins og þau hafa hundsað aðrar ályktanir eldri borgara! Félag eldri borgara hefur boðið, að þessi munur, 129 þúsund krónur, yrði jafnaður í þremur áföngum. En ríkisstjórnin hefur virt þá ósk að vettugi. Það eina sem stjórnin býður eru rúmar 20 þúsund krónur af þessum 129 þúsundum! Rausnarlegt það, þegar nógir peningar eru til. Stjórnin hefur meira að segja afsalað sér sköttum! Ef lífeyrir eldri borgara hjá TR hækkar um 14,5% eins og lágmarkslaun hækkuðu hækkar lífeyririnn um 32.625 krónur á mánuði. Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa tekjur hjá TR, er í dag 225 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. 14,5% hækkun gerir 32.625 kr. Ef lífeyrir aldraðra hjá TR hækkar alls upp í 300 þúsund á mánuði á þremur árum eins og lágmarkslaun hefur lífeyrir aldraðra hjá TR hækkað verulega. Ríkisstjórnin ætti að taka rögg á sig og stíga þessi skref.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar