„Vorum svo hrædd um að hafa glatað myndinni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2015 12:30 Hin magnaða stund. Jessica Bowe Hið nýtrúlofaða par Michael John Kent og Fiona Newlands eru nýjustu Íslandsvinirnir en frí þerra hér á Íslandi varð ógleymanlegt þegar Michael bað Fionu um að giftast sér. Ókunnugur vegfarandi náði hinni fullkomnu mynd af augnablikinu þegar Michael var á skeljunum á miðjum Skólavörðustígnum. „Ég ætlaði að biðja hennar í norðurljósaferð sem við fórum í á laugardaginn. Okkur hefur alltaf langað til að sjá norðurljósin en það snjóaði svo mikið þannig að mér fannst að ekki vera rétta augnablikið,“ segir Michael í samtali við Vísi en líkt og glöggir borgarbúar hafa tekið eftir snjóaði gífurlega um helgina. Michael segir að hann hafi tekið eftir Skólavörðustígnum á leiðinni heim frá norðurljósaferðinni. Fyrst að honum tókst ekki að biðja hennar undir norðurljósunum ákvað Michael að draga Fionu með sér á Skólavörðustíginn á leið heim úr bænum. „Ég er reyndar mjög ánægður með að ég hafi ekki beðið hennar í norðurljósaferðinni, annars væri sagan ekki svona mögnuð,“ en Michael bað hennar með trúlofunarhring sem amma Fionu átti.Hinn gullfallegi trúlofunarhringur sem var í eign ömmu Fionu.Fiona NewlandsHin fullkomna mynd rataði næstum því ekki í hendur þeirra Þegar hann fór á skeljarnar átti ung kona leið framhjá og náði líklega hinni fullkomnu mynd. Hallgrímskirkja, jólasnjór og jólaskraut og Skólavörðustígurinn í allri sinni dýrð. Og auðvitað Fiona að segja já við bónorði Michael. Konan sem náði myndinni heitir Jessica og hún rölti til hins nýtrúlofaða pars, sýndi þeim myndina og bauðst til að senda þeim hana. Michael skrifaði niður tölvupóstfang sitt og allir héldu sína leið heim. Þau voru þó orðin nokkuð stressuð þegar engin kom myndin í tölvupóstinum og taldi Michael að hann hefði skrifað niður póstfangið sitt vitlaust, ekki ólíklegt en það er merkilega erfitt að skrifa það niður á blað líkt og blaðamaður getur vitnað um. „Við vorum svo hrædd um að hafa glatað myndinni. Þetta hefði ekki skipt máli ef við hefðum aldrei séð þessa mynd en af því að vissum að hún var til urðum við að fá hana.“ . @visitreykjavik @reykjavik @rvkgrapevine @IheartReykjavik hi guys. Hope you might be able to help. #Reykjavik pic.twitter.com/Tocqy3Im91— Mike Kent - Dexerto (@DexertoMike) November 28, 2015 Þau leituðu að ljósmyndaranum, ljósmyndarinn leitaði að þeim. Kraftur Internetsins er ótrúlegur og hófst parið handa við að finna ljósmyndarann svo að hin magnaða mynd myndi snúa aftur til þeirra. „Ég þekki mátt internetsins enda vinn ég við fjölmiðlun, mér datt því í hug að virkja hann. Ég setti þetta inn á Facebook og Twitter og Fiona setti þetta inn á Instragram. Það virkaði ótrúlega vel og myndin er komin í okkar hendur.“ Það er kannski ekki skrýtið að myndin hafi fundist en ljósmyndarinn, Bandaríkjamaðurinn Jessica Bowe sem búsett hefur verið á Íslandi í mörg ár var einnig að reyna að finna parið líkt og lesa má um á vefsíðu Reykjavík Grapevine sem spilaði stóra rullu í því að myndin komst á leiðarenda. Mike og Fiona eru enn á landinu en þau halda heim á leið til Edinborgar á morgun. Í kvöld ætla þau sér að sjá norðurljósin áður en þau fara en hvort sem það gerist eður ei munu þau líklega aldrei gleyma Íslandsferðinni sinni.Posted by Fiona Newlands on Saturday, 28 November 2015 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Hið nýtrúlofaða par Michael John Kent og Fiona Newlands eru nýjustu Íslandsvinirnir en frí þerra hér á Íslandi varð ógleymanlegt þegar Michael bað Fionu um að giftast sér. Ókunnugur vegfarandi náði hinni fullkomnu mynd af augnablikinu þegar Michael var á skeljunum á miðjum Skólavörðustígnum. „Ég ætlaði að biðja hennar í norðurljósaferð sem við fórum í á laugardaginn. Okkur hefur alltaf langað til að sjá norðurljósin en það snjóaði svo mikið þannig að mér fannst að ekki vera rétta augnablikið,“ segir Michael í samtali við Vísi en líkt og glöggir borgarbúar hafa tekið eftir snjóaði gífurlega um helgina. Michael segir að hann hafi tekið eftir Skólavörðustígnum á leiðinni heim frá norðurljósaferðinni. Fyrst að honum tókst ekki að biðja hennar undir norðurljósunum ákvað Michael að draga Fionu með sér á Skólavörðustíginn á leið heim úr bænum. „Ég er reyndar mjög ánægður með að ég hafi ekki beðið hennar í norðurljósaferðinni, annars væri sagan ekki svona mögnuð,“ en Michael bað hennar með trúlofunarhring sem amma Fionu átti.Hinn gullfallegi trúlofunarhringur sem var í eign ömmu Fionu.Fiona NewlandsHin fullkomna mynd rataði næstum því ekki í hendur þeirra Þegar hann fór á skeljarnar átti ung kona leið framhjá og náði líklega hinni fullkomnu mynd. Hallgrímskirkja, jólasnjór og jólaskraut og Skólavörðustígurinn í allri sinni dýrð. Og auðvitað Fiona að segja já við bónorði Michael. Konan sem náði myndinni heitir Jessica og hún rölti til hins nýtrúlofaða pars, sýndi þeim myndina og bauðst til að senda þeim hana. Michael skrifaði niður tölvupóstfang sitt og allir héldu sína leið heim. Þau voru þó orðin nokkuð stressuð þegar engin kom myndin í tölvupóstinum og taldi Michael að hann hefði skrifað niður póstfangið sitt vitlaust, ekki ólíklegt en það er merkilega erfitt að skrifa það niður á blað líkt og blaðamaður getur vitnað um. „Við vorum svo hrædd um að hafa glatað myndinni. Þetta hefði ekki skipt máli ef við hefðum aldrei séð þessa mynd en af því að vissum að hún var til urðum við að fá hana.“ . @visitreykjavik @reykjavik @rvkgrapevine @IheartReykjavik hi guys. Hope you might be able to help. #Reykjavik pic.twitter.com/Tocqy3Im91— Mike Kent - Dexerto (@DexertoMike) November 28, 2015 Þau leituðu að ljósmyndaranum, ljósmyndarinn leitaði að þeim. Kraftur Internetsins er ótrúlegur og hófst parið handa við að finna ljósmyndarann svo að hin magnaða mynd myndi snúa aftur til þeirra. „Ég þekki mátt internetsins enda vinn ég við fjölmiðlun, mér datt því í hug að virkja hann. Ég setti þetta inn á Facebook og Twitter og Fiona setti þetta inn á Instragram. Það virkaði ótrúlega vel og myndin er komin í okkar hendur.“ Það er kannski ekki skrýtið að myndin hafi fundist en ljósmyndarinn, Bandaríkjamaðurinn Jessica Bowe sem búsett hefur verið á Íslandi í mörg ár var einnig að reyna að finna parið líkt og lesa má um á vefsíðu Reykjavík Grapevine sem spilaði stóra rullu í því að myndin komst á leiðarenda. Mike og Fiona eru enn á landinu en þau halda heim á leið til Edinborgar á morgun. Í kvöld ætla þau sér að sjá norðurljósin áður en þau fara en hvort sem það gerist eður ei munu þau líklega aldrei gleyma Íslandsferðinni sinni.Posted by Fiona Newlands on Saturday, 28 November 2015
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira