„Vorum svo hrædd um að hafa glatað myndinni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2015 12:30 Hin magnaða stund. Jessica Bowe Hið nýtrúlofaða par Michael John Kent og Fiona Newlands eru nýjustu Íslandsvinirnir en frí þerra hér á Íslandi varð ógleymanlegt þegar Michael bað Fionu um að giftast sér. Ókunnugur vegfarandi náði hinni fullkomnu mynd af augnablikinu þegar Michael var á skeljunum á miðjum Skólavörðustígnum. „Ég ætlaði að biðja hennar í norðurljósaferð sem við fórum í á laugardaginn. Okkur hefur alltaf langað til að sjá norðurljósin en það snjóaði svo mikið þannig að mér fannst að ekki vera rétta augnablikið,“ segir Michael í samtali við Vísi en líkt og glöggir borgarbúar hafa tekið eftir snjóaði gífurlega um helgina. Michael segir að hann hafi tekið eftir Skólavörðustígnum á leiðinni heim frá norðurljósaferðinni. Fyrst að honum tókst ekki að biðja hennar undir norðurljósunum ákvað Michael að draga Fionu með sér á Skólavörðustíginn á leið heim úr bænum. „Ég er reyndar mjög ánægður með að ég hafi ekki beðið hennar í norðurljósaferðinni, annars væri sagan ekki svona mögnuð,“ en Michael bað hennar með trúlofunarhring sem amma Fionu átti.Hinn gullfallegi trúlofunarhringur sem var í eign ömmu Fionu.Fiona NewlandsHin fullkomna mynd rataði næstum því ekki í hendur þeirra Þegar hann fór á skeljarnar átti ung kona leið framhjá og náði líklega hinni fullkomnu mynd. Hallgrímskirkja, jólasnjór og jólaskraut og Skólavörðustígurinn í allri sinni dýrð. Og auðvitað Fiona að segja já við bónorði Michael. Konan sem náði myndinni heitir Jessica og hún rölti til hins nýtrúlofaða pars, sýndi þeim myndina og bauðst til að senda þeim hana. Michael skrifaði niður tölvupóstfang sitt og allir héldu sína leið heim. Þau voru þó orðin nokkuð stressuð þegar engin kom myndin í tölvupóstinum og taldi Michael að hann hefði skrifað niður póstfangið sitt vitlaust, ekki ólíklegt en það er merkilega erfitt að skrifa það niður á blað líkt og blaðamaður getur vitnað um. „Við vorum svo hrædd um að hafa glatað myndinni. Þetta hefði ekki skipt máli ef við hefðum aldrei séð þessa mynd en af því að vissum að hún var til urðum við að fá hana.“ . @visitreykjavik @reykjavik @rvkgrapevine @IheartReykjavik hi guys. Hope you might be able to help. #Reykjavik pic.twitter.com/Tocqy3Im91— Mike Kent - Dexerto (@DexertoMike) November 28, 2015 Þau leituðu að ljósmyndaranum, ljósmyndarinn leitaði að þeim. Kraftur Internetsins er ótrúlegur og hófst parið handa við að finna ljósmyndarann svo að hin magnaða mynd myndi snúa aftur til þeirra. „Ég þekki mátt internetsins enda vinn ég við fjölmiðlun, mér datt því í hug að virkja hann. Ég setti þetta inn á Facebook og Twitter og Fiona setti þetta inn á Instragram. Það virkaði ótrúlega vel og myndin er komin í okkar hendur.“ Það er kannski ekki skrýtið að myndin hafi fundist en ljósmyndarinn, Bandaríkjamaðurinn Jessica Bowe sem búsett hefur verið á Íslandi í mörg ár var einnig að reyna að finna parið líkt og lesa má um á vefsíðu Reykjavík Grapevine sem spilaði stóra rullu í því að myndin komst á leiðarenda. Mike og Fiona eru enn á landinu en þau halda heim á leið til Edinborgar á morgun. Í kvöld ætla þau sér að sjá norðurljósin áður en þau fara en hvort sem það gerist eður ei munu þau líklega aldrei gleyma Íslandsferðinni sinni.Posted by Fiona Newlands on Saturday, 28 November 2015 Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Hið nýtrúlofaða par Michael John Kent og Fiona Newlands eru nýjustu Íslandsvinirnir en frí þerra hér á Íslandi varð ógleymanlegt þegar Michael bað Fionu um að giftast sér. Ókunnugur vegfarandi náði hinni fullkomnu mynd af augnablikinu þegar Michael var á skeljunum á miðjum Skólavörðustígnum. „Ég ætlaði að biðja hennar í norðurljósaferð sem við fórum í á laugardaginn. Okkur hefur alltaf langað til að sjá norðurljósin en það snjóaði svo mikið þannig að mér fannst að ekki vera rétta augnablikið,“ segir Michael í samtali við Vísi en líkt og glöggir borgarbúar hafa tekið eftir snjóaði gífurlega um helgina. Michael segir að hann hafi tekið eftir Skólavörðustígnum á leiðinni heim frá norðurljósaferðinni. Fyrst að honum tókst ekki að biðja hennar undir norðurljósunum ákvað Michael að draga Fionu með sér á Skólavörðustíginn á leið heim úr bænum. „Ég er reyndar mjög ánægður með að ég hafi ekki beðið hennar í norðurljósaferðinni, annars væri sagan ekki svona mögnuð,“ en Michael bað hennar með trúlofunarhring sem amma Fionu átti.Hinn gullfallegi trúlofunarhringur sem var í eign ömmu Fionu.Fiona NewlandsHin fullkomna mynd rataði næstum því ekki í hendur þeirra Þegar hann fór á skeljarnar átti ung kona leið framhjá og náði líklega hinni fullkomnu mynd. Hallgrímskirkja, jólasnjór og jólaskraut og Skólavörðustígurinn í allri sinni dýrð. Og auðvitað Fiona að segja já við bónorði Michael. Konan sem náði myndinni heitir Jessica og hún rölti til hins nýtrúlofaða pars, sýndi þeim myndina og bauðst til að senda þeim hana. Michael skrifaði niður tölvupóstfang sitt og allir héldu sína leið heim. Þau voru þó orðin nokkuð stressuð þegar engin kom myndin í tölvupóstinum og taldi Michael að hann hefði skrifað niður póstfangið sitt vitlaust, ekki ólíklegt en það er merkilega erfitt að skrifa það niður á blað líkt og blaðamaður getur vitnað um. „Við vorum svo hrædd um að hafa glatað myndinni. Þetta hefði ekki skipt máli ef við hefðum aldrei séð þessa mynd en af því að vissum að hún var til urðum við að fá hana.“ . @visitreykjavik @reykjavik @rvkgrapevine @IheartReykjavik hi guys. Hope you might be able to help. #Reykjavik pic.twitter.com/Tocqy3Im91— Mike Kent - Dexerto (@DexertoMike) November 28, 2015 Þau leituðu að ljósmyndaranum, ljósmyndarinn leitaði að þeim. Kraftur Internetsins er ótrúlegur og hófst parið handa við að finna ljósmyndarann svo að hin magnaða mynd myndi snúa aftur til þeirra. „Ég þekki mátt internetsins enda vinn ég við fjölmiðlun, mér datt því í hug að virkja hann. Ég setti þetta inn á Facebook og Twitter og Fiona setti þetta inn á Instragram. Það virkaði ótrúlega vel og myndin er komin í okkar hendur.“ Það er kannski ekki skrýtið að myndin hafi fundist en ljósmyndarinn, Bandaríkjamaðurinn Jessica Bowe sem búsett hefur verið á Íslandi í mörg ár var einnig að reyna að finna parið líkt og lesa má um á vefsíðu Reykjavík Grapevine sem spilaði stóra rullu í því að myndin komst á leiðarenda. Mike og Fiona eru enn á landinu en þau halda heim á leið til Edinborgar á morgun. Í kvöld ætla þau sér að sjá norðurljósin áður en þau fara en hvort sem það gerist eður ei munu þau líklega aldrei gleyma Íslandsferðinni sinni.Posted by Fiona Newlands on Saturday, 28 November 2015
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira