Handbolti

Veszprém ekki í vandræðum með Celje Lasko

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Pálmarsson og Laszlo Nagy.
Aron Pálmarsson og Laszlo Nagy. Vísir/EPA
Veszprém vann góðan útisigur á Celje Lasko í meistaradeild Evrópu í dag en leikurinn fór 34-28.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Veszprém í leiknum en það var Renato Sulic sem var markahæstur í liðinu með átta mörk.

Veszprém er í efsta sæti riðilsins með 13 stig, einu stigi fyrir ofan PSG sem á einn leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×