Handbolti

PSG of stór biti fyrir lærisveina Alfreðs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð Gíslason þjálfar lið Kiel.
Alfreð Gíslason þjálfar lið Kiel. vísir/getty
Paris Saint-Germain vann nokkuð þægilegan sigur á Kiel á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fór 37-30.

Sigur heimamanna var aldrei í hættu og náði PSG mest tíu marka forystu í leiknum. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel átti í raun ekki möguleika.

Nikola Krabatic gerði átta mörk fyrir PSG í leiknum. Róbert Gunnarsson kom ekkert við sögu í liðið PSG í kvöld. Hjá Kiel var Marko Vujin atkvæðamestur með sex mörk. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×