Frelsi. Hvað svo? Elísabet Kristjánsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Nokkuð hefur verið fjallað um endurkomutíðni í íslensk fangelsi og að hlutfall þeirra sem lenda í fangelsi að nýju hér á landi sé sennilega nokkuð hærra en gerist hjá nágrannaþjóð eins og Noregi. Í nýlegri rannsókn Hildar Hlöðversdóttur um félagslegan bakgrunn fanga og aðlögun þeirra að samfélaginu að lokinni afplánun kom fram að 53,7% aðspurðra voru í fangelsi oftar en einu sinni og yfir 35% voru þar í þriðja sinn eða oftar. Sennilega er endurkomutíðni allra lægst í Noregi en aðeins 16% þeirra sem ljúka afplánun í opna fangelsinu á Bastøy snúa í fangelsi að nýju en um 20% þegar litið er á landið í heild.Aðstoð til að snúa við blaðinu Margt bendir til þess að fyrstu mánuðirnir eftir að afplánun lýkur skipti höfuðmáli um hvort einstaklingurinn nær að fóta sig í samfélagi frjálsra manna og að eftirfylgni, eftir að betrunarvist lýkur, sé nauðsynleg eigi meðferð sem hefur farið fram í fangelsi að hafa langtímaáhrif. Mörgum getur reynst erfitt að bera sig eftir aðstoð eða þjónustu hins opinbera eftir að hafa verið aðgreindir frá samfélaginu. Einnig hafa margir þurft að yfirgefa fyrri félagsskap til að hefja nýtt líf.Stuðningsfélagi eftir afplánun Fyrir tíu árum setti Rauði krossinn í Noregi á fót sjálfboðaverkefnið Stuðningsfélagi eftir afplánun (Nettverk etter soning). Markmiðið með sjálfboðaverkefninu er að rjúfa félagslega einangrun þeirra sem hafa lokið afplánun í fangelsi og eru að stíga sín fyrstu skref út í lífið aftur. Þar hefur sérstaklega verið horft til þess hóps fanga sem hefur ekki sterkt félagslegt net í kringum sig og þarf stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu að nýju. Í forgrunni eru þarfir og óskir þátttakenda á þeirra forsendum enda ekki meðferð heldur stuðningur sem veittur er af sjálfboðaliðum við að mynda félagsleg tengsl og taka þátt í hinu hversdagslega lífi. Þannig fæst jákvæð upplifun við að lifa hefðbundnu lífi sem og eiga jákvæða upplifun á frístundum auk þess að byggja hægt og bítandi upp nýtt félagslegt net.Liður í að fækka endurkomum Sjálfboðaverkefni Rauða krossins í Skandinavíu hafa tengt aðstoð í fangelsum við aðstoð að lokinni afplánun. Þannig hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Danmörku aðstoðað fanga við heimanám í fangelsum en jafnframt haldið áfram stuðningnum þegar út er komið. Þá hefur Rauði krossinn í Ósló staðið fyrir verkefninu Red Bike sem lýkur með hjólakeppni vistmanna, starfsmanna og sjálfboðaliða en teygir jafnframt anga sína út fyrir fangelsið með hjólreiðaferðum að afplánun lokinni. Á þennan hátt er bæði hvatt til annars konar þjálfunar innan veggja fangelsanna en einnig lagður grunnur að heilbrigðri útivist sem stutt er við eftir afplánun með reglulegum ferðum út í náttúruna mönnuðum sjálfboðaliða sem aðstoðar. Samfélagsleg ábyrgð Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman, ásamt félagasamtökum eins og Rauða krossinum, til að minnka endurkomur í fangelsin. Þörf er á ríkulegum stuðningi eftir að afplánun lýkur til þess að gera þeim sem settir hafa verið á hliðarlínuna, og þrá betra líf, kleift að verða hluti af samfélaginu. Það er samfélagslega hagkvæmt og sparar fjármuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um endurkomutíðni í íslensk fangelsi og að hlutfall þeirra sem lenda í fangelsi að nýju hér á landi sé sennilega nokkuð hærra en gerist hjá nágrannaþjóð eins og Noregi. Í nýlegri rannsókn Hildar Hlöðversdóttur um félagslegan bakgrunn fanga og aðlögun þeirra að samfélaginu að lokinni afplánun kom fram að 53,7% aðspurðra voru í fangelsi oftar en einu sinni og yfir 35% voru þar í þriðja sinn eða oftar. Sennilega er endurkomutíðni allra lægst í Noregi en aðeins 16% þeirra sem ljúka afplánun í opna fangelsinu á Bastøy snúa í fangelsi að nýju en um 20% þegar litið er á landið í heild.Aðstoð til að snúa við blaðinu Margt bendir til þess að fyrstu mánuðirnir eftir að afplánun lýkur skipti höfuðmáli um hvort einstaklingurinn nær að fóta sig í samfélagi frjálsra manna og að eftirfylgni, eftir að betrunarvist lýkur, sé nauðsynleg eigi meðferð sem hefur farið fram í fangelsi að hafa langtímaáhrif. Mörgum getur reynst erfitt að bera sig eftir aðstoð eða þjónustu hins opinbera eftir að hafa verið aðgreindir frá samfélaginu. Einnig hafa margir þurft að yfirgefa fyrri félagsskap til að hefja nýtt líf.Stuðningsfélagi eftir afplánun Fyrir tíu árum setti Rauði krossinn í Noregi á fót sjálfboðaverkefnið Stuðningsfélagi eftir afplánun (Nettverk etter soning). Markmiðið með sjálfboðaverkefninu er að rjúfa félagslega einangrun þeirra sem hafa lokið afplánun í fangelsi og eru að stíga sín fyrstu skref út í lífið aftur. Þar hefur sérstaklega verið horft til þess hóps fanga sem hefur ekki sterkt félagslegt net í kringum sig og þarf stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu að nýju. Í forgrunni eru þarfir og óskir þátttakenda á þeirra forsendum enda ekki meðferð heldur stuðningur sem veittur er af sjálfboðaliðum við að mynda félagsleg tengsl og taka þátt í hinu hversdagslega lífi. Þannig fæst jákvæð upplifun við að lifa hefðbundnu lífi sem og eiga jákvæða upplifun á frístundum auk þess að byggja hægt og bítandi upp nýtt félagslegt net.Liður í að fækka endurkomum Sjálfboðaverkefni Rauða krossins í Skandinavíu hafa tengt aðstoð í fangelsum við aðstoð að lokinni afplánun. Þannig hafa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Danmörku aðstoðað fanga við heimanám í fangelsum en jafnframt haldið áfram stuðningnum þegar út er komið. Þá hefur Rauði krossinn í Ósló staðið fyrir verkefninu Red Bike sem lýkur með hjólakeppni vistmanna, starfsmanna og sjálfboðaliða en teygir jafnframt anga sína út fyrir fangelsið með hjólreiðaferðum að afplánun lokinni. Á þennan hátt er bæði hvatt til annars konar þjálfunar innan veggja fangelsanna en einnig lagður grunnur að heilbrigðri útivist sem stutt er við eftir afplánun með reglulegum ferðum út í náttúruna mönnuðum sjálfboðaliða sem aðstoðar. Samfélagsleg ábyrgð Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman, ásamt félagasamtökum eins og Rauða krossinum, til að minnka endurkomur í fangelsin. Þörf er á ríkulegum stuðningi eftir að afplánun lýkur til þess að gera þeim sem settir hafa verið á hliðarlínuna, og þrá betra líf, kleift að verða hluti af samfélaginu. Það er samfélagslega hagkvæmt og sparar fjármuni.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun