Viðskipti innlent

Svanhildur Nanna dregur framboð sitt tilbaka

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sex manns hafa boðið sig fram til aðalstjórnar VÍS.
Sex manns hafa boðið sig fram til aðalstjórnar VÍS.
Í tilkynningu Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur til VÍS í dag kemur fram að hún hafi ákveðið að draga framboð sitt til aðalstjórnar félagsins tilbaka, en í dag kl. 16:00 fer fram hluthafafundur í VÍS þar sem kosið verður í stjórn félagsins.

Eftirtaldir einstaklingar eru áfram í framboði til setu í aðalstjórn félagsins: Bjarni Brynjólfsson, Guðmundur Þórðarson, Helga Jónsdóttir, Herdís Fjeldsted, Jostein SØrvall og Jóhann Halldórsson.


Tengdar fréttir

Boða til stjórnarkosninga hjá VÍS

Hluthafar VÍS hafa kallað eftir stjórnarkosningum hjá VÍS á ný, en núverandi stjórn var kosin á aðalfundi í mars.

Vilja fá fulltrúa sinn í stjórn VÍS

Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson hafa óskað eftir aukahluthafafundi í VÍS þar sem kosið verði um nýja stjórn félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×