Viðskipti innlent

Hjónin vilja bæði sæti í stjórn VÍS

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sjö manns hafa boðið sig fram til aðalstjórnar VÍS.
Sjö manns hafa boðið sig fram til aðalstjórnar VÍS.
Sjö manns hafa boðið sig fram til aðalstjórnar Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS), en frestur rann út í gær þann 5. nóvember sl.  Bjarni Brynjólfsson, Guðmundur Þórðarson, Helga Jónsdóttir, Herdís Fjeldsted, Jostein SØrvall, Jóhann Halldórsson, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir

Til varastjórnar hafa boðið sig fram Andri Gunnarsson, Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir og Davíð Harðarson.

Svanhildur Nanna og eiginmaður hennar Guðmundur Þórðarson boðuðu til fundarins eftir að hafa aukið eignarhald sitt, en miklar breytingar eru framundan í stjórninni. Vb.is greindi fyrst frá því að Guðrún Þorgeirsdóttir, stjórnarformaður VÍS, gefur ekki kost á sér í stjórnarkjörinu. Þá mun Ásta Dís Óladóttir einnig hverfa úr stjórn. Herdís Fjeldsted framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins sækist eftir sæti og félagið Óskabein mun tefla fram Norðmanninum.Jostein SØrvall Helga Jónsdóttir og Bjarni Brynjólfsson sækjast bæði eftir endurkjöri.

Fram kemur í tilkynningu í Keldunni að það sé mat stjórnar að öll framboð séu gild, sbr. 63. gr. a hlutafélagalaga, og að allir frambjóðendur séu óháðir VÍS. Enginn hluthafi í VÍS á 10% hlutafjár í félaginu eða meira. Ekki þarf því að meta óhæði gagnvart stórum hluthöfum.

 


Tengdar fréttir

Boða til stjórnarkosninga hjá VÍS

Hluthafar VÍS hafa kallað eftir stjórnarkosningum hjá VÍS á ný, en núverandi stjórn var kosin á aðalfundi í mars.

Vilja fá fulltrúa sinn í stjórn VÍS

Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson hafa óskað eftir aukahluthafafundi í VÍS þar sem kosið verði um nýja stjórn félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×