Fleiri verslanir afnema tolla strax Sæunn Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2015 12:58 Húrra Reykjavík ætlar að lækka verðin af leðurskóm og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af tollalækkunum fyrir fram, segir Sindri Jensson annar eigandi verslunarinnar. Nokkrar verslanir hafa ákveðið að afnema tolla af verði sínu strax í nóvember, þrátt fyrir að afleiðingar tollabreytinga eigi sér ekki stað fyrr en um áramótin. Meðal þeirra eru Herragarðurinn og Húrra Reykjavík. Eigendur Herragarðsins, Boss-búðarinnar, Englabarna og Mathildu hafa ákveðið að veita fimmtán prósenta afslátt af öllum vörum fram til áramóta til þess að leyfa viðskiptavinum að njóta áhrifa afnámi fatatolla áður en þeir ganga formlega í garð um áramótin. Þeir eru ekki einir um þetta, en verslunin Húrra Reykjavík hefur einnig ákveðið að afnema tolla af leðurskóm strax í nóvember. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, segir að þeim hafi fundist að kúnninn hafi verið svolítið að bíða eftir lækkununum þar sem tollamálin hafa verið lengi í umræðunni. „Við erum bæði að vekja athygli á því að í okkar tilviki þá er klárlega hagstæðara að versla okkar merki á Íslandi. Það hefur raunverulega verið svipað verðlag og erlendis, en nú verður klárlega hagstæðara að versla heima vegna tollalækkanana, auk þess sem fólk fær skilaréttinn og skiptiréttinn og að okkar mati betri þjónustu,“ segir Vilhjálmur.Herragarðurinn lækkaði verð sitt um 15 prósent á dögunum.Mynd af Instagram HerragarðarinsHagur allra að versla á ÍslandiVilhjálmur segir að þeir hafi einnig ákveðið að lækka verð til að undirstrika hvað breytingin á tollum skiptir miklu máli fyrir verslanir á Íslandi til að halda versluninni heima. „Síðustu misseri eru Íslendingar farnir að ferðast meira erlendis og maður hefur heyrt að almenningi finnist verð á merkjavöru hér í fatnaði vera frekar há, en við vildum sýna fram á það að svo sé ekki. Við vildum aðalega leggja áherslu á að það er hagur allra að versla heima á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. „Við ákváðum að gefa bara flatt 15 prósent af verðinu, svo má fólk búast við því að sjá áframhaldandi betri verð eftir áramótin. Þetta er allt gert með jákvæðni og bjartsýni,“ segir Vilhjálmur.Afnema tolla af leðurskómSindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, segir að rætt hafi verið innanhúss að lækka verðin fyrirfram. „Við erum heppnir með það að við höfum gert það þannig að merkin sem við erum með eru flest öll framleidd í Evrópu, því fatnaður með tolla skekkir svo mikið verðin miðað við Danmörku og annars staðar. Fatnaður hjá okkur er með litla sem enga tolla, en við höfum hugsað okkur að lækka verðin á leðurskóm sem innfluttir eru frá Bandaríkjunum núna fyrir jól. Við höfum hugsað okkur að lækka verðin af þeim og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af því strax þó að við séum búnir að borga toll af þeim öllu," segir Sindri.Strigaskór verða mun hagstæðari eftir áramót„Það sem verður það stærsta í þessu fyrir okkur eru að tollar verða afnumdir af strigaskóm líka eftir áramót. Við erum að versla við íslenskar heildsölur þar sem eru mjög slæmir viðskiptahættir fyrir okkur því þá kemur milliaðili með álagningu. Þess vegna hafa verðin á strigaskóm á Íslandi verið mjög óhagstæð hingað til miðað við annars staðar og við höfum þurft að lækka okkar álagningu til að vera sem næst verðinu í nágrannalöndunum. Ef umboðin taka þessari lækkun af fullri alvöru um áramótin þá er það ein stærsta breytingin að Íslendingar geta fengið þessa strigaskó á betri verði og við munum ekki hækka álagninguna okkar. Það verður langstærsta breytingin og þá getum við boðið ennþá betra úrval," segir Sindri. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Nokkrar verslanir hafa ákveðið að afnema tolla af verði sínu strax í nóvember, þrátt fyrir að afleiðingar tollabreytinga eigi sér ekki stað fyrr en um áramótin. Meðal þeirra eru Herragarðurinn og Húrra Reykjavík. Eigendur Herragarðsins, Boss-búðarinnar, Englabarna og Mathildu hafa ákveðið að veita fimmtán prósenta afslátt af öllum vörum fram til áramóta til þess að leyfa viðskiptavinum að njóta áhrifa afnámi fatatolla áður en þeir ganga formlega í garð um áramótin. Þeir eru ekki einir um þetta, en verslunin Húrra Reykjavík hefur einnig ákveðið að afnema tolla af leðurskóm strax í nóvember. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum í Kringlunni, segir að þeim hafi fundist að kúnninn hafi verið svolítið að bíða eftir lækkununum þar sem tollamálin hafa verið lengi í umræðunni. „Við erum bæði að vekja athygli á því að í okkar tilviki þá er klárlega hagstæðara að versla okkar merki á Íslandi. Það hefur raunverulega verið svipað verðlag og erlendis, en nú verður klárlega hagstæðara að versla heima vegna tollalækkanana, auk þess sem fólk fær skilaréttinn og skiptiréttinn og að okkar mati betri þjónustu,“ segir Vilhjálmur.Herragarðurinn lækkaði verð sitt um 15 prósent á dögunum.Mynd af Instagram HerragarðarinsHagur allra að versla á ÍslandiVilhjálmur segir að þeir hafi einnig ákveðið að lækka verð til að undirstrika hvað breytingin á tollum skiptir miklu máli fyrir verslanir á Íslandi til að halda versluninni heima. „Síðustu misseri eru Íslendingar farnir að ferðast meira erlendis og maður hefur heyrt að almenningi finnist verð á merkjavöru hér í fatnaði vera frekar há, en við vildum sýna fram á það að svo sé ekki. Við vildum aðalega leggja áherslu á að það er hagur allra að versla heima á Íslandi,“ segir Vilhjálmur. „Við ákváðum að gefa bara flatt 15 prósent af verðinu, svo má fólk búast við því að sjá áframhaldandi betri verð eftir áramótin. Þetta er allt gert með jákvæðni og bjartsýni,“ segir Vilhjálmur.Afnema tolla af leðurskómSindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra Reykjavík, segir að rætt hafi verið innanhúss að lækka verðin fyrirfram. „Við erum heppnir með það að við höfum gert það þannig að merkin sem við erum með eru flest öll framleidd í Evrópu, því fatnaður með tolla skekkir svo mikið verðin miðað við Danmörku og annars staðar. Fatnaður hjá okkur er með litla sem enga tolla, en við höfum hugsað okkur að lækka verðin á leðurskóm sem innfluttir eru frá Bandaríkjunum núna fyrir jól. Við höfum hugsað okkur að lækka verðin af þeim og leyfa viðskiptavinum að njóta góðs af því strax þó að við séum búnir að borga toll af þeim öllu," segir Sindri.Strigaskór verða mun hagstæðari eftir áramót„Það sem verður það stærsta í þessu fyrir okkur eru að tollar verða afnumdir af strigaskóm líka eftir áramót. Við erum að versla við íslenskar heildsölur þar sem eru mjög slæmir viðskiptahættir fyrir okkur því þá kemur milliaðili með álagningu. Þess vegna hafa verðin á strigaskóm á Íslandi verið mjög óhagstæð hingað til miðað við annars staðar og við höfum þurft að lækka okkar álagningu til að vera sem næst verðinu í nágrannalöndunum. Ef umboðin taka þessari lækkun af fullri alvöru um áramótin þá er það ein stærsta breytingin að Íslendingar geta fengið þessa strigaskó á betri verði og við munum ekki hækka álagninguna okkar. Það verður langstærsta breytingin og þá getum við boðið ennþá betra úrval," segir Sindri.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira