Viðskipti innlent

Félag Árna og Hallbjörns á 3,6 milljarða króna

jón hákon halldórsson skrifar
Fjárfestingar viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar hafa skilað miklum arði síðustu ár.
Fjárfestingar viðskiptafélaganna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar hafa skilað miklum arði síðustu ár.
Hagnaður Vogabakka sem viðskiptafélagarnir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson eiga nam rúmlega 2,7 milljónum evra á síðasta ári eða sem samsvarar um 387 milljónum íslenskra króna. Þetta er töluvert minni hagnaður en árið áður þegar hann nam tæplega 8,4 milljónum evra. Þetta má lesa út úr ársreikningi sem birtur hefur verið í ársreikningaskrá.

Eignir Vogabakka nema tæplega 34 milljónum evra, eða rétt undir 4,8 milljörðum íslenskra króna. Eigið fé nemur 25,6 milljónum evra. Það samsvarar um 3,6 milljörðum króna.  

Þeir Árni og Hallbjörn eru kunnir kaupsýslumenn.

Þeir leiddu báðir fjárfestahóp sem keypti hlut í Högum árið 2011 og voru jafnframt í fjárfestahópi sem keypti samtals 5 prósenta hlut í Símanum í sumar. Mjög stór hluti eigna Árna og Hallbjörns er þó erlendis, að því er fram kemur í ársreikningnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×