Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn mætir á fund efnahags- og viðskiptanefndar

ingvar haraldsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gefa þinginu skýrslu.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, gefa þinginu skýrslu. vísir/anton brink
Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands mættu á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn fór fram samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands en er nú lokið. Upptöku frá fundinum má sjá í spilaranum hér að neðan.

Þau gera ráð fyrir að peningastefnunefndin gefi Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og efni hennar sé rætt í nefndinni. Seðlabanki Íslands hækkaði vexti um 0,25 prósentustig í síðustu viku og hefur samtals hækkað vexti um 1,25 prósentustig það sem af er ári. Hækkunin kom flestum á óvart. Til að mynda höfðu greiningardeildir bankanna búist við óbreyttum vöxtum. Viðbrögð markaðarins urðu þau að gengi hlutabréfa tók dýfu og vextir á skuldabréfamarkaði hækkuðu um 0,25 til 0,4 prósentustig.

Peningastefnunefnd rökstyður hækkunina þannig að sterkari króna og hagstæðari alþjóðleg verðlagsþróun hafi gefið svigrúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauðsynlegt. „Það breytir hins vegar ekki því að þörf er á auknu aðhaldi peningastefnunnar á næstu misserum í ljósi vaxandi innlends verðbólguþrýstings. Hve mikið og hve hratt það gerist ræðst af framvindunni og því hvernig greiðist úr þeirri óvissu sem nú er til staðar í efnahagsmálum,“ segir peningastefnunefnd.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur og Katrín Ólafsdóttir, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, mæta á fundinn. Öll eiga þau sæti í peningastefnunefnd.

Upptöku frá fundinum má sjá í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×