Viðskipti innlent

Íslandsbanki setur Frumherja á sölu

ingvar haraldsson skrifar
Höfuðstöðvar Frumherja við Hestháls.
Höfuðstöðvar Frumherja við Hestháls. vísir/vilhelm
Íslandsbanki hyggst auglýsa Frumherja til sölu á næstu dögum. Bankinn eignaðist 80 prósent hlutafjár í fyrirtækinu í janúar á síðasta ári í kjölfar fjárhagslegar endurskipulagningar félagsins. Setja átti fyrirtækið í söluferli innan tólf mánaða en það hefur dregist nokkuð.

Frumherji hagnaðist um 147 milljónir króna á síðasta ári. Eignir félagsins námu 2,3 milljörðum króna um síðustu áramót, eigið fé 1,5 milljörðum og skuldir tæplega 800 milljónum króna.

Íslandsbanki hefur selt megnið af þeim eignum sem hann eignaðist vegna skuldauppgjöra í kjölfar hrunsins. Eftir stendur áðurnefndur hlutur í Frumherja, 26 prósenta hlutur í Atorku Group hf. og 71 prósent hlutur í IG Invest. Samkvæmt því sem fram kemur í fjárfestakynningu vegna uppgjörs bankans er stefnt að því að búið verði að selja fyrirtækin á fyrstu þremur mánuðum næsta árs.

Íslandsbanki hagnaðist um 16,7 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×